Nú er bara komið að lokum hjá mér í Edinborg. Ég skilaði inn ritgerðinni á föstudaginn og á fimmtudaginn fer ég heim. Næstu dagar fara í að skipuleggja heimferðina, pakka, senda dót o.s.fr.v. Mér finnst rosalega skrítið að fara aftur heim. Í rauninni hefði ég viljað vera hérna í ár í viðbót. En að sumu leyti langar mig líka heim. Það eru margir sem ég sakna. Þetta var samt alveg magnað ár.
Jæja, hlakka til að sjá ykkur heima ;)
Sunday, August 24, 2008
Wednesday, August 6, 2008
Þunn á miðvikudegi
Ritgerðin mjakast. Það er ansi stutt í heimkomu og því miður er kominn tími til að kveðja. Nú er fólk byrjað að tínast aftur heim. Ég er ekki tilbúin að kveðja en það er víst óumflýjanlegt. Rosalega á ég eftir að sakna alls hérna en þó auðvitað helst fólksins. Anyways, í ágúst eru alls kyns hátíðir í gangi í Edinborg. Bærinn iðar af lífi og það er fólk alls staðar. Í garðinum við skólann minn er búið að setja upp Spiegel tent. Það eru tónleikar og ýmislegt í gangi en það er líka hægt að sitja þar og sötra bjór. Rosa kósý. Við gerðum það í gær. Drukkum bjór frá klukkan 6 til 12. Þar sáum við leikarann Neil Patrick Harris. Við erum allavega 80% viss um að þetta var hann. Joy fór og spurði og hann sagðist vera maðurinn. Elaine (gataða konan) er líka alltaf þarna. Alltaf gaman að sjá hana. María var kynnt fyrir henni um daginn. Ég var bara abbó að hafa misst af því. Gengur fólki eitthvað að finna fyrir mig vinnu? Hafið í huga að ef ég fæ ekki vinnu heima fer ég hugsanlega aftur út. Think about that. Þetta átti að vera hvetjandi en hugsanlega mun það letja einhverja.
Monday, July 21, 2008
Lokaritgerð og Írlandsferð
Nú er allt á fullu í ritgerðarskrifum. Þetta verður tæpt. Ég fór til Írlands síðustu helgi. Það var svakalega fín ferð. Ég hugsaði ekkert um Edinborg eða skólann sem var velkomin tilbreyting. Ferðalagið byrjaði og endaði heima hjá Joy í bænum West Port (Mayo hérað). Húsið/höllin var rosa flott og umhverfið líka. Draughrædda ég var þó kannski ekki alveg sátt að vera ein þarna enda var fólk hengt og skotið á landareigninni áður fyrr. Á laugardeginum fóru Joy og Conor í brúðkaup og sem betur fer létu þau sækja mig seinna um kvöldið. Þetta virtist hefðbundið en þó fjörugt brúðkaup. Við dönsuðum þar eitthvað fram á nótt. Á sunnudeginum keyrðum við til Killorglin (Kerry hérað) þaðan sem Conor er. Um kvöldið var náttúrulega farið á pöbb. Ég fékk líka að skoða safn sem afi hans Conors á. Þar er helst að sjá gömul sirkusplaköt og minjagripi frá Puck Fair (www.puckfair.ie). Á mánudegi keyrðum við til Cork þar sem við hittum marga vini þeirra. Það var náttúrulega drukkið um kvöldið. Á þriðjudegi var aftur keyrt til West Port og svo flogið aftur heim á miðvikudegi. Mér fannst West Port svakalega sætur bær og ég gæti líka hugsað mér að heimsækja Cork aftur.
Um helgina fæ ég heimsókn frá Guðrúnu og Önnu Guðrúnu. Ég vona að ég geti eitthvað sinnt þeim. Þær sjá mig allavega á nóttunni þar sem þær gista hjá mér :) Slæmu fréttirnar eru að herbergið mitt er grútskítugt og það eina sem ég get boðið er uppblásin dýna. Góðu fréttirnar eru hins vegar að veðrið er dásamlegt núna og spáin er góð (ennþá allavega) OG það eru útsölur í gangi. Ég fékk einmitt eitt skópar í gær á útsölu (ég sver ég hef ekkert verslað föt í marga mánuði). Mér finnst ég orðin svo fullorðin....ég er byrjuð að drekka rauðvín. Gerði líka tilraun til kaffidrykkju en það gekk heldur verr. Ég er líka búin að auka Pepsi-neysluna töluvert. Næst byrja ég að reykja enda sú eina sem reyki ekki.
Um helgina fæ ég heimsókn frá Guðrúnu og Önnu Guðrúnu. Ég vona að ég geti eitthvað sinnt þeim. Þær sjá mig allavega á nóttunni þar sem þær gista hjá mér :) Slæmu fréttirnar eru að herbergið mitt er grútskítugt og það eina sem ég get boðið er uppblásin dýna. Góðu fréttirnar eru hins vegar að veðrið er dásamlegt núna og spáin er góð (ennþá allavega) OG það eru útsölur í gangi. Ég fékk einmitt eitt skópar í gær á útsölu (ég sver ég hef ekkert verslað föt í marga mánuði). Mér finnst ég orðin svo fullorðin....ég er byrjuð að drekka rauðvín. Gerði líka tilraun til kaffidrykkju en það gekk heldur verr. Ég er líka búin að auka Pepsi-neysluna töluvert. Næst byrja ég að reykja enda sú eina sem reyki ekki.
Monday, July 7, 2008
Þreytt mús
Þessi færsla verður bara stutt. Ég er ægilega þreytt eftir að hafa verið að berjast við að skrifa innganginn á ritgerðinni minni (sem er því miður ekki tilbúinn enn). Anyways, fórum á Radiohead síðasta föstudag. Það voru rosa fínir tónleikar og ég kann mun betur að meta þá núna. Tónleikarnir voru í Glasgow svo ég sá örlítið meira af borginni. Ég hef enn ekki dröslast í ferðalag þangað þó hún sé bara í klukkutíma keyrslu frá Edinborg. Ég ætti náttúrulega bara að skammast mín (og geri það). Hey, ég veit þó hvar Primark er. En Glasgow er allt öðruvísi en Edinborg og líklega ekki fyrir alla. Miklu meiri orka og hasar finnst mér. En mér líst vel á hana og langar þangað. Svo erum við komnar með nýjan sambýling........mús. Eða að öllum líkindum mýs. Við vissum að það væru mýs í húsinu en það er ekki fyrr en núna að við sáum að okkar íbúð var ekki undanskilin. María horfðist í augu við eina í eldhúsinu. Við ætlum bara að láta þær eiga sig því kenningin er að þær séu í veggjunum og þær eru greinilega ekkert voða mikið á ferðinni. Við flytjum líka út eftir tæpa 2 mánuði svo hver nennir að æsa sig yfir þessu (ekki ég allavega). Það er svakalega merkileg kona sem býr hérna í Edinborg og hana má oft sjá á the Royal Mile. Þið getið lesið um hana hér http://en.wikipedia.org/wiki/Elaine_Davidson. Semsagt hún er "the most pierced woman" í heimi. Flesta lokkana er hún með á....... Engin verðlaun fyrir að fatta svarið því það kemur fram á Wikipedia. Ekki veit ég hvernig maður kemur fyrir 500 lokkum á.........Hún er ansi skrautleg og alltaf gaman að sjá hana.
Að lokum, ég er að fara til Írlands næstu helgi með Joy og Conor. Ég veit við keyrum eitthvert heim til Joy en ég hef bara ekki hugmynd hvar það er og er slétt sama. Ég er að fara í frí og það til Írlands þar sem Leprechauns búa og konurnar líta út eins og karlar. Þetta kemur frá Joy og á víst við um einhvern ákveðinn bæ. Hún segir að henni líði eins og hún hafi óvart farið inná karlaklósettið þegar hún fer að djamma þarna. Skemmtilegt. Hlakka til að fara þangað.
Að lokum, ég er að fara til Írlands næstu helgi með Joy og Conor. Ég veit við keyrum eitthvert heim til Joy en ég hef bara ekki hugmynd hvar það er og er slétt sama. Ég er að fara í frí og það til Írlands þar sem Leprechauns búa og konurnar líta út eins og karlar. Þetta kemur frá Joy og á víst við um einhvern ákveðinn bæ. Hún segir að henni líði eins og hún hafi óvart farið inná karlaklósettið þegar hún fer að djamma þarna. Skemmtilegt. Hlakka til að fara þangað.
Friday, June 27, 2008
Djúpsteikt mars
Loksins fékk ég að smakka "deep fried mars bars" sem er réttur sem á uppruna sinn í skoskri skyndibitabúllu. Hingað til hef ég ekki séð neinn stað sem selur þetta. Svo um daginn vorum við á leið á bar þegar einn úr hópnum ákvað að fara inn á skyndibitastað og spyrja hvort þeir seldu djúpsteikt mars. Afgreiðslumaðurinn varð rosa dularfullur á svip og sagði svo eftir smá umhugsun....."maybe". Það var eins og við værum að biðja um eitthvað ólöglegt. Þetta er náttúrulega kaloríu-fitu-sykurbomba dauðans svo þetta ætti kannski að vera ólöglegt. En ég fékk þarna tvo bita og þetta var nú ekkert sérstakt. Langar að minnsta kosti ekki í þetta aftur. En ég varð að prófa. Næst prófa ég haggis (já ég veit, það verður hræðilegt). Jæja, Maxi hin þýska er farin. Svo nú erum við bara þrjár í íbúðinni. Ég fékk pakka um daginn og í honum var meðal annars íslenskt sælgæti og Séð og Heyrt. Það var unaðslegt að setjast niður og lesa íslenska slúðrið með íslenskt sælgæti. Takk fyrir það fröken Guðrún.
Ég hef alltaf haldið að ég væri borderline alkóhólisti. Ég hef komist að því að svo er ekki og að Íslendingar eru hreint ekki svo miklir drykkjuboltar (með nokkrum undantekningum. Þeir taka það til sín sem eiga). Ég get sagt ykkur að ég held engan veginn í þetta fólk í kringum mig, hvorki í magni né hversu oft þau vilja drekka. Ég sá líka í einhverjum samanburði á Evrópulöndunum í áfengisneyslu að Ísland var frekar neðarlega á listanum. Well, best að taka sig til fyrir Radiohead.
Ég hef alltaf haldið að ég væri borderline alkóhólisti. Ég hef komist að því að svo er ekki og að Íslendingar eru hreint ekki svo miklir drykkjuboltar (með nokkrum undantekningum. Þeir taka það til sín sem eiga). Ég get sagt ykkur að ég held engan veginn í þetta fólk í kringum mig, hvorki í magni né hversu oft þau vilja drekka. Ég sá líka í einhverjum samanburði á Evrópulöndunum í áfengisneyslu að Ísland var frekar neðarlega á listanum. Well, best að taka sig til fyrir Radiohead.
Friday, June 13, 2008
Hvað kom fyrir Corey Haim?
Í alvöru. Ég sá viðtal við hann (sem er líklega ekki alveg glænýtt) og tíminn hefur sko ekki farið mjúkum höndum um hann. Maðurinn var eins og aumingi, feitur, ljótur og hann talaði eins og hann væri 13 ára dópisti. Ok, hann er reyndar dópisti en ég held að barnafrægðin hafi eyðilagt hann. Og hann virðist heldur ekki vera sérstaklega greindur (orðað pent). Ég var geðveikt skotin í honum þegar ég var yngri...ohhh.....hann var svo sætur. Líklega veit enginn um hvern ég er að tala en það skiptir engu.
Ég náði öllum áföngum svo nú er það bara ritgerðin sem er eftir. Það er eins gott að taka sig á með það því planið er að fara til Írlands með Joy í júlí og svo fæ ég gesti í lok júlí. Einkunnir voru skítsæmilegar bara. Ekkert frábærar en líklega í kringum meðallag. Ég tek það. Svo er ég að fara á Radiohead tónleika þarnæstu helgi. Ég viðurkenni að ég er að gera það fyrir Maríu. Ég er enginn sérstakur aðdáandi Radiohead (þó það þyki einstakt) en mér finnst þeir alls ekki slæmir (þetta er ekki eins og U2 phobian mín). Ég er núna að reyna að hlusta á þá og mér finnst margt gott. Jæja, gleymið ekki Corey Haim í kvöldbæninni. Over and out.
Ég náði öllum áföngum svo nú er það bara ritgerðin sem er eftir. Það er eins gott að taka sig á með það því planið er að fara til Írlands með Joy í júlí og svo fæ ég gesti í lok júlí. Einkunnir voru skítsæmilegar bara. Ekkert frábærar en líklega í kringum meðallag. Ég tek það. Svo er ég að fara á Radiohead tónleika þarnæstu helgi. Ég viðurkenni að ég er að gera það fyrir Maríu. Ég er enginn sérstakur aðdáandi Radiohead (þó það þyki einstakt) en mér finnst þeir alls ekki slæmir (þetta er ekki eins og U2 phobian mín). Ég er núna að reyna að hlusta á þá og mér finnst margt gott. Jæja, gleymið ekki Corey Haim í kvöldbæninni. Over and out.
Saturday, June 7, 2008
Snillingur hún Leoncie
Ég var að horfa á myndband með Leoncie. Ég hélt það væri nýtt en hún syngur á íslensku svo ég skil ekki alveg. Nema hún sé að koma aftur "heim". Í alvöru talað þá þarf bara einhverja sérstaka hæfileika til að gera þetta. Lagið, textinn, myndbandið, myndatakan, átfittin, augabrúnirnar og hárkollurnar......þetta er brilliant. Hún allavega gladdi mig svakalega.
Köben síðustu helgi var alveg æðisleg. Þvílíkt veður. Magga tók á móti mér á flugvellinum og við eyddum kvöldinu í að þamba jarðaberja mojitos og kokteila. Á föstudaginn fórum við á Strikið, Nyhavn og fleira. Mér fannst alveg magnað að heyra í öllum Íslendingunum og ekki nóg með það að hitta fyrrum vinnufélaga á Strikinu (Ingu Ingimars). Mér fannst það stórskemmtilegt og alls ekki eitthvað sem ég er vön frá Edinborg. Á föstudagskvöldið eftir hvítvínsdrykkju heima fórum við að djamma á Glaða Grísinn. Seinniparti laugardags eyddum við í Tívolíinu. Það var rosalega skemmtilegt. Ég hef ekki komið þangað síðan ég var krakki. Ég og Magga vorum svaka duglegar og fórum í rússíbana og eitthvað annað tæki. Maður er aldrei of gamall í þetta (þó að maður sé nú farinn að róast örlítið). Svo sýndum við snilli okkar í hinum ýmsu leikjum. Ég komst að því að ég hef sérstaka hæfileika í pílukasti og einhvers konar boccia. Magga var töluvert betri með byssurnar. Á sunnudagsmorgun var svo flogið heim.
Annað er ekki í fréttum. Nú eru bara 3 mánuðir í að ég kem heim. Ég er ekki að fatta hvað þetta hefur liðið fljótt. Ég veit ekki hvort ég sé tilbúin í að koma heim.....eða kannski er ég það. Veit einhver um vinnu handa mér ;) Allar tillögur vel þegnar.
Köben síðustu helgi var alveg æðisleg. Þvílíkt veður. Magga tók á móti mér á flugvellinum og við eyddum kvöldinu í að þamba jarðaberja mojitos og kokteila. Á föstudaginn fórum við á Strikið, Nyhavn og fleira. Mér fannst alveg magnað að heyra í öllum Íslendingunum og ekki nóg með það að hitta fyrrum vinnufélaga á Strikinu (Ingu Ingimars). Mér fannst það stórskemmtilegt og alls ekki eitthvað sem ég er vön frá Edinborg. Á föstudagskvöldið eftir hvítvínsdrykkju heima fórum við að djamma á Glaða Grísinn. Seinniparti laugardags eyddum við í Tívolíinu. Það var rosalega skemmtilegt. Ég hef ekki komið þangað síðan ég var krakki. Ég og Magga vorum svaka duglegar og fórum í rússíbana og eitthvað annað tæki. Maður er aldrei of gamall í þetta (þó að maður sé nú farinn að róast örlítið). Svo sýndum við snilli okkar í hinum ýmsu leikjum. Ég komst að því að ég hef sérstaka hæfileika í pílukasti og einhvers konar boccia. Magga var töluvert betri með byssurnar. Á sunnudagsmorgun var svo flogið heim.
Annað er ekki í fréttum. Nú eru bara 3 mánuðir í að ég kem heim. Ég er ekki að fatta hvað þetta hefur liðið fljótt. Ég veit ekki hvort ég sé tilbúin í að koma heim.....eða kannski er ég það. Veit einhver um vinnu handa mér ;) Allar tillögur vel þegnar.
Monday, May 26, 2008
Svona er líf mitt....sápuópera
Ræktin, ritgerð, bjór, vodki, vín. Það fer nú ekki vel með mann að vera að sulla svona endalaust. En hvað á maður að gera á kvöldin þegar það eru um það bil þúsund pöbbar í kringum mann og maður á ekki sjónvarp. Ég var svaka spennt fyrir Eurovision kvöldinu enda Ísland í úrslitunum. Hérna er lítil stemming fyrir þessu. Ég held það sé aðallega vegna þess að Skotar tengja sig ekki við Breta. Írar og Skotar eru yfirleitt lítið spenntir fyrir Bretum, ef það má segja sem svo. Conor og Joy eiga sjónvarp svo ég tróð mér uppá þau. Reyndar var Joy í Belfast svo það voru bara ég, María og Conor sem nutum keppninnar (því miður komst írski kalkúnninn ekki áfram). Ég hafði nú bara ágætlega gaman af þessu og þessi stig sem komu frá Bretlandi voru pottþétt okkur að þakka. Magga hefur greinilega lagt sitt af mörkum í Danmörku (vona að hún hafi ekki eytt öllum drykkjupeningunum í að kjósa).
Heimilislífið er alltaf soldið sérstakt. Sú ameríska á núna kærasta sem er, ótrúlegt en satt, bæði sætur og vingjarnlegur. Hún er mun geðbetri eftir að hann kom inní myndina. Reyndar var smá drama fyrir nokkrum vikum síðan. Við fengum email frá henni um hvað henni liði illa hérna því það væru mylsnur á gólfunum. Fyrir utan hvað þetta er oft geðveikislegt þá er hún alltaf frekar dónaleg í þessum athugasemdum. Ég nenni ekki að fara í smáatriði, en nægir að segja að það var smá drama sem er nú búið. Reyndar þegar ég hugsa um þetta þá man ég hvað mig langar stundum til að kyrkja hana svo best að ræða þetta ekki frekar.
Yfir í jákvæðari efni.....ég er að fara til Köben á fimmtudaginn að hitta Möggu mína. Ég býst ekki við öðru en endalausri drykkju....ahhhhh......
Guðrún og Þórunn ætla að heimsækja mig í júlí sem verður æðislegt. Bannað að hætta við.
Ég skelli inn sögum frá Köben (ef ég kem þaðan lifandi).
Heimilislífið er alltaf soldið sérstakt. Sú ameríska á núna kærasta sem er, ótrúlegt en satt, bæði sætur og vingjarnlegur. Hún er mun geðbetri eftir að hann kom inní myndina. Reyndar var smá drama fyrir nokkrum vikum síðan. Við fengum email frá henni um hvað henni liði illa hérna því það væru mylsnur á gólfunum. Fyrir utan hvað þetta er oft geðveikislegt þá er hún alltaf frekar dónaleg í þessum athugasemdum. Ég nenni ekki að fara í smáatriði, en nægir að segja að það var smá drama sem er nú búið. Reyndar þegar ég hugsa um þetta þá man ég hvað mig langar stundum til að kyrkja hana svo best að ræða þetta ekki frekar.
Yfir í jákvæðari efni.....ég er að fara til Köben á fimmtudaginn að hitta Möggu mína. Ég býst ekki við öðru en endalausri drykkju....ahhhhh......
Guðrún og Þórunn ætla að heimsækja mig í júlí sem verður æðislegt. Bannað að hætta við.
Ég skelli inn sögum frá Köben (ef ég kem þaðan lifandi).
Tuesday, May 13, 2008
Fjölskylduheimsókn og fleira
Nú þegar skólanum er lokið á ég að vera að byrja á lokaritgerðinni minni. Það gengur hægt verð ég að segja. Erfitt að byrja aftur eftir svona törn. Mamma og Anna Guðrún komu í heimsókn þarsíðustu helgi. Það var æðislegt að fá þær. Það var lítið gert af því að túristast en þær vildu þó fara í Mary King´s close sem er túr um götu sem er undir the Royal Mile. Þetta er semsagt gata sem í kringum 1600 og 1700 var verslunargata og fólk bjó við götuna en síðar var byggt yfir. Núna er hún semsagt neðanjarðar og sagt er að þar sé reimt. Það vill svo skemmtilega til að Brandon er að gera rannsókn einmitt í Mary King´s close og ég ásamt fleirum verð að aðstoða hann í vikunni. Ég fæ að fara í túrinn aftur og aftur og aftur.....Það eina sem ég þarf að gera er að aðstoða fólk við að svara spurningalista í sjálfum túrnum. Sumir virðast skynja eitthvað þarna niðri en ég finn ekkert (reyndar fæ ég stundum gæsahúð en það gæti verið vegna þess að það er svalt þarna). Ég á eftir að fara fjórum sinnum í viðbót svo kannski gerist eitthvað seinna. Heilsan er öll betri en ég er enn smá eftir mig. Síðasta helgi var fín en það var hálfgert eldhúspartý hjá okkur. Nokkrir komu yfir og við fórum í drykkjuleiki sem var mjög skemmtilegt. Connor og Rahul fóru ekki fyrr en klukkan 7 um morguninn :S Ég var nú löngu búin á því en hékk þarna eins og góðum gestgjafa sæmir (lá í sófanum hálfsofandi). Við fengum þrumur og eldingar um helgina. Mér fannst það æðislega spennandi. Ég og María vorum að fara í gönguferð í hverfi sem heitir Duddingston og þar er skógur. Ég var ekki á því að hætta við þó það hafi líklega ekki verið skynsamlegt að ganga um skóg með regnhlíf þar að auki. Fleira er held ég ekki í fréttum. Ætli ég skelli ekki inn nokkrum myndum héðan og þaðan í lokin.
Duddingston
Ég, Anna Guðrún og mamma
María, ég Anna Guðrún og Mamma á indverskum veitingastað
Princes street gardens
Tuesday, April 29, 2008
Betri heilsa
Ætli ég byrji ekki á að svara spurningunni sem brennur á öllum. Er heilsan betri? Já, ég er öll að koma til. Er með ljótan hósta en háls og eyrnaverkur farinn. Fór til læknis í fyrradag sem sagði að þetta væri bara týpísk vírussýking. Og ekki orð um það meir. Mamma og Anna Guðrún eru að koma í heimsókn á fimmtudaginn svo það er bara gleði framundan.
Síðastliðin helgi var ekkert sérstök. Planið mitt var náttúrulega að fara að djamma en það var ekki í boði. Hluti af vinahópnum fór nú samt og ákvað að vera í eldhúsinu okkar. Ég var algert hræ svo ég vildi bara vera í friði (og leit út eins og dauðinn sjálfur). Þessar skepnur reyndu allt til að fá mig fram í eldhús. Ég skellti að lokum á mig maskara og druslaðist inn í eldhús þar sem fólk var í hinu ýmsasta ástandi. Sem betur fer fóru þau fljótt í bæinn. Daginn eftir var María veikari en ég sökum þynnku. Allavega verður nú bætt úr þessu á næstunni. Sem betur fer er fólk að djamma hvenær sem er vikunnar og alltaf til í tuskið.
Síðastliðin helgi var ekkert sérstök. Planið mitt var náttúrulega að fara að djamma en það var ekki í boði. Hluti af vinahópnum fór nú samt og ákvað að vera í eldhúsinu okkar. Ég var algert hræ svo ég vildi bara vera í friði (og leit út eins og dauðinn sjálfur). Þessar skepnur reyndu allt til að fá mig fram í eldhús. Ég skellti að lokum á mig maskara og druslaðist inn í eldhús þar sem fólk var í hinu ýmsasta ástandi. Sem betur fer fóru þau fljótt í bæinn. Daginn eftir var María veikari en ég sökum þynnku. Allavega verður nú bætt úr þessu á næstunni. Sem betur fer er fólk að djamma hvenær sem er vikunnar og alltaf til í tuskið.
Friday, April 25, 2008
Ái
Þetta verður vælupóstur svo ef þið nennið ekki að hlusta á aumingjaskapinn í mér skuluð þið ekki lesa lengra (Kristín Ó sérstaklega). Semsagt í dag kláraði ég síðasta verkefni annarinnar sem ætti að gleðja mig svakalega. En ég ætla að byrja á að lýsa vikunni. Á síðasta föstudag voru ritgerðaskil og líka í dag. Á miðvikudaginn var haldin poster conference fyrir alla meistaranemana. Við bjuggum til plakat sem lýsti lokaverkefninu okkar, plakatið var hengt upp í skólanum og svo áttum við að standa við það og svara spurningum og útskýra. Ég var náttúrulega svakalega stressuð fyrir þetta, aðallega vegna þess að 3 deildarstjórar áttu að spyrja okkur útúr og gefa einkunn. Semsagt, þetta gekk bara ágætlega. Það voru fáir þarna aðrir en nemendurnir sjálfir og nokkrir kennarar. Yfirheyrslan var svakalega stressandi samt. Ég var bara ánægð með að koma einhverju frá mér. Ég fékk samt spurningar sem ég var engan veginn undirbúin undir og bara gat ekki svarað. Ég held samt að það hafi ekki verið neitt mál. Allir fengu erfiðar spurningar og markmiðið var í raun ekki að reyna að láta okkur standa á gati. Mikið var ég fegin þegar þetta var búið. Þá var bara eftir að skila inn einni ritgerð sem ég reyndar átti eftir að vinna mikið í. Daginn eftir varð ég lasin. Ég hef hingað til ekki þurft að pína mig áfram lasin en þetta var hryllingur. Ég var að rembast við að læra og taka hvíldir inn á milli. Síðustu nótt svaf ég lítið vegna ritgerðarinnar og veikinda. En ritgerðin kláraðist þó á tíma og var skilað. Núna langar mig bara að sofa en mér er of illt. Ég er með einhvers konar hálsbólgu svo þegar ég kyngi er eins og ég sé að kyngja rakvélarblöðum og mér er illt í eyrunum. Svo er ég hóstandi líka. Stærstu skammtar af paracetamol virka ekki. Ég og María vorum búnar að plana laugardaginn til að fagna því að ég var búin. Það verður líklega ekkert af því eins og ástandið er núna. Ég vorkenni mér allavega svakalega og þrái ekkert heitar en sársaukalausan langan svefn. Og hér lýkur ömurlegustu bloggfærslu aldarinnar.
Saturday, April 12, 2008
Save Iceland
Ég er stödd í kjallara skólans sem og aðra daga. Ég er ekki ein sem betur fer. Það munar miklu að vera í kringum aðra þegar maður er að læra svona lengi. Jæja, R er búið svo ég get skilað því inn. R er semsagt tölvuforrit fyrir tölfræði. Eins og SPSS nema við þurfum að forrita formúlur og skipanir. Þið getið ímyndað ykkur að ég er náttúrulega á grænni grein með það. Jæja, það kemur í ljós hvernig það verður. Næst eru tvær ritgerðir, poster conference og svo búið. Tja....þá tekur lokaritgerð við. Ég skrapp út í mat og sá að skotar ætla sér að fjölmenna til Íslands til að mótmæla hálendisframkvæmdum. Allavega eru plaköt hingað og þangað um bæinn "Save Iceland". http://www.savingiceland.org/ fyrir áhugasama. Það er gott að einhverjum er annt um náttúruna okkar.
Jæja, ég fæ bjór klukkan 10 með þreyttum skólafélögum....ahhhhh.....get ekki beðið.
P.s. er orðin pepsi-max-isti. How about that.
Jæja, ég fæ bjór klukkan 10 með þreyttum skólafélögum....ahhhhh.....get ekki beðið.
P.s. er orðin pepsi-max-isti. How about that.
Monday, March 31, 2008
Karma
Langt síðan síðast. Skólalega séð hef ég haft það skítt. Gengur ekki nógu vel og hef hreinlega ekki hugmynd um hvort ég geti klárað námið. Reyndar er ég komin á "fokk it" stigið. Ég er sko ekki ein í basli og ég tel mig vera að gera mitt besta. Svo við sjáum hvað setur. En ég á rosalega rosalega góða vini hérna úti svo það heldur mér gangandi. Bæði María og Joy hafa verið algjörir englar. Allavega, það gerðist soldið fyndið hérna áðan og fannst ég verða að blogga um það. Málið er að ég bý með úldnum meðleigjanda. Sú ameríska getur verið algjör pína. Hún er dónaleg, hávaðasöm, sjálfhverf og örugglega bipolar. Allavega, hún virðist hafa einhverja sjúklega hreinlætisþörf. Ég tek það samt fram að hún er gangandi þversögn. Sumt þarf að vera ofsalega hreint en svo er hún sóði með annað. Það mega ekki vera mylsnur á eldhúsgólfinu en samt gengur hún um það berfætt. Hún þolir ekki mylsnur á borðum, en allt sem hún vaskar upp er drulluskítugt. Ekki nóg með það hún segir okkur að vaska upp diskana okkar en skilur sína eftir drulluga kannski í heila viku. Ég veit, við erum algjörir aumingjar að segja ekki eitthvað við hana en hún er bara svo klikk. Hún á það til að skilja eftir post-its í eldhúsinu með fyrirmælum um hvernig eigi að ganga um. Ég tek það fram og get fengið það uppáskrifað að íbúðin okkar er hreinust af öllum 8 íbúðunum í húsinu. Þrifnaðarkonurnar okkar dásama það í hvert einasta skipti sem þær þrífa. Ok, svo hengir sú ameríska þessi skilaboð í eldhúsið í dag:
"Can you wash your things and put in the trash. There is lettuce on the counter (það voru einhverjar mylsnur af káli) and that red onion has been sitting there for days (bútur af rauðlauk frá því í gær). It´s sick and I´m not gonna clean it up. Don´t leave vegetables in the sink. It is not a disposal and if it gets blocked they will charge us for fixing it. "
Við fengum nóg og ákváðum að kalla til fundar meðal annars vegna þess að þessi hrúga af manneskju kaupir ALDREI klósettpappír. Ekki einu sinni þó við prófum að setja engar rúllur inn á bað. Hún hefur líklega farið út með ruslið einu sinni og fer aldrei með endurvinnsludótið.
En viti menn, fimm mínútum síðar læsist hún inni í herberginu sínu. Ég er að segja ykkur það, þetta var karma og ekkert annað. Það þurfti 3 viðgerðamenn og það tók 1 og hálfan tíma að ná henni út. Viðgerðarmaðurinn sagði að hann hafi aldrei séð þetta gerast áður. Já folks, you get what you deserve. Reyndar sá ég að hún var búin að taka miðann niður en ég held reyndar að það hafi verið af því að deitið hennar var að koma. Hann gæti séð hvers kyns klikkhaus hún er. Og þar sem nýi kærastinn hennar er sætur þá vona ég að karmað gefi henni..........ok ég hafði ákveðið orð í huga en þori ekki að setja það inn. Verðlaun fyrir þá sem geta rétt.
"Can you wash your things and put in the trash. There is lettuce on the counter (það voru einhverjar mylsnur af káli) and that red onion has been sitting there for days (bútur af rauðlauk frá því í gær). It´s sick and I´m not gonna clean it up. Don´t leave vegetables in the sink. It is not a disposal and if it gets blocked they will charge us for fixing it. "
Við fengum nóg og ákváðum að kalla til fundar meðal annars vegna þess að þessi hrúga af manneskju kaupir ALDREI klósettpappír. Ekki einu sinni þó við prófum að setja engar rúllur inn á bað. Hún hefur líklega farið út með ruslið einu sinni og fer aldrei með endurvinnsludótið.
En viti menn, fimm mínútum síðar læsist hún inni í herberginu sínu. Ég er að segja ykkur það, þetta var karma og ekkert annað. Það þurfti 3 viðgerðamenn og það tók 1 og hálfan tíma að ná henni út. Viðgerðarmaðurinn sagði að hann hafi aldrei séð þetta gerast áður. Já folks, you get what you deserve. Reyndar sá ég að hún var búin að taka miðann niður en ég held reyndar að það hafi verið af því að deitið hennar var að koma. Hann gæti séð hvers kyns klikkhaus hún er. Og þar sem nýi kærastinn hennar er sætur þá vona ég að karmað gefi henni..........ok ég hafði ákveðið orð í huga en þori ekki að setja það inn. Verðlaun fyrir þá sem geta rétt.
Sunday, March 16, 2008
No news
Satt að segja er lítið í fréttum. Get ekki sagt ég eigi mikið líf fyrir utan skóla þessa dagana. Væri hreinlega til í að geta smellt fingrum og það væri kominn maí. Apríl verður viðbjóðs mánuður. Mamma og Anna Guðrún ætla að heimsækja mig í maí og ég hlakka mikið til þess.
Uuuu....það er kominn nýr herbergisfélagi. Stúlka frá Þýskalandi, 23 ára. Lítið svosem hægt að segja um hana en hún virðist mjög þægileg. Án gríns þá er ekkert í fréttum (eða þá ég er einstaklega andlaus). Ég smelli inn einhverju fleira seinna.
Uuuu....það er kominn nýr herbergisfélagi. Stúlka frá Þýskalandi, 23 ára. Lítið svosem hægt að segja um hana en hún virðist mjög þægileg. Án gríns þá er ekkert í fréttum (eða þá ég er einstaklega andlaus). Ég smelli inn einhverju fleira seinna.
Sunday, February 24, 2008
Jekyll and Hyde
Mikið stress í gangi. Ég á að vera búin að ákveða hvað ég vil skrifa um í lokaritgerðinni í næstu viku. Ég þarf að gera einhvers konar rannsókn en ég sé að ég get ekki gert það sem ég myndi helst vilja. Það er takmarkað hægt að gera þegar maður hefur bara 3 mánuði. Ég hef verið að reyna að finna lausn en grunar að ég eigi ekki eftir að gera neitt sem mér finnst geðveikt spennandi. Ég á víst líka að vera að skrifa ritgerðir og gera verkefni. Hjálp. Ég meika ekki alveg þennan hraða. Helgin var annars mjög fín. Við kíktum út á föstudagskvöld en það var frekar rólegt svo engin var þynnkan. Á laugardagskvöld fórum við í Dr. Jekyll and Mr. Hyde svona skipulagðan göngutúr því höfundurinn er héðan og sagan gerist hér. Það var mjög gaman og veðrið var rosa flott og spooky. Borgin er svo gotneskt og drungaleg. Fólk var samt greinilega í einhverjum ham niðrí bæ. Það var til dæmis múnað á hópinn.
Ég sá á youtube myndband af einu laginu í Eurovision forkeppninni. Eitthvað Hey Ho. Eruð þið að grínast í mér. Þetta var alveg back to the nineties með dvergana sjö í bakröddum. Eða mér fannst það allavega. Ég ætla samt að giska á að hin lögin séu lítið skárri.
Eitt enn. Ég sá myndina Juno í bíói um daginn. Mér finnst hún rosa fín og ég elska lögin í myndinni.
Ég sá á youtube myndband af einu laginu í Eurovision forkeppninni. Eitthvað Hey Ho. Eruð þið að grínast í mér. Þetta var alveg back to the nineties með dvergana sjö í bakröddum. Eða mér fannst það allavega. Ég ætla samt að giska á að hin lögin séu lítið skárri.
Eitt enn. Ég sá myndina Juno í bíói um daginn. Mér finnst hún rosa fín og ég elska lögin í myndinni.
Sunday, February 17, 2008
Myndir
Monday, February 11, 2008
Still here
Semsagt á föstudaginn var fyrirlesturinn ógurlegi. Það gekk svosem ágætlega. Ég allavega lifði það af. Mér fannst verra að eftir fyrirlesturinn voru umræður og spurningar. Jesús minn. Þegar ég stend þarna uppi þá veit ég varla hvað ég heiti. Hvað þá að ég geti svarað einhverjum spurningum um eitthvað efni sem er jafn nýtt fyrir mér og öðrum nemum. En það reddaðist. Annars er annar fyrirlestur næsta föstudag en hann er styttri og engar spurningar. Reyndar býst ég ekki við að neinn hlusti heldur þar sem ég er næst síðust í röðinni af ca. 10 manns. Svo ég var að spá í að að skella inn nokkrum setningum á íslensku og athuga hvort einhver taki eftir því. Auk þess heitir greinin sem ég tek fyrir "Anatomic evaluation of the orbitofrontal cortex in major depressive disorder". Verðlaun fyrir þann sem heldur sér vakandi. Jæja, svo á föstudaginn var mikil gleði að vera búin með fyrirlesturinn svo við skelltum okkur á djamm með vinum. Það var ansi skrautlegt skulum við segja. Jæja, nóg um það. Einhverjir verða glaðir að heyra að ég keypti loks digital myndavél og er það gjöf frá elskulegum fyrrum vinnufélögum í símgreiðsludeild. Svo það má búast við fleiri myndum á næstunni. Svo voru Nouvelle Vague tónleikarnir í gær. Þeir voru mjög skemmtilegir og þau alveg brilliant. En jæja, vírusinn er farinn að angra mig. Tölvan mín er semsagt komin með vírus eða eitthvað álíka. Ég fæ alls konar athugasemdir meðal annars að fíkn mín í klámsíður geti komið sér illa fyrir sambönd, vinnu og fleira svo ég verði endilega að kaupa eitthvað forrit sem "felur" hvað ég hef verið að skoða. Já takk. Ég fór í geðveika vörn náttúrulega. Ég sver að það eina sem ég hef verið að skoða eru einhverjar slúðursíður sem reyndar sýna stundum eitthvað boob slip hjá fræga fólkinu (og pjásumyndir af Britney. Nóg af þeim). Ég held að ég verði seint klámfíkill. Kannski seinna, hver veit. Já svo ætla ég að hitta einhverja íslenska stelpu á morgun. Það verður örugglega ljómandi bara.
Jæja, nóg í bili.
Jæja, nóg í bili.
Tuesday, January 29, 2008
Hvað heitir dýrið?
Lítið í fréttum í dag. Ritgerðarskil á föstudaginn once again. Fyrirlestrar yfirvofandi (sem ég þarf að halda). Svo segir einn kennari í dag að því oftar sem maður talar fyrir framan hóp fólks því auðveldara verður það. Hell no. Ég er ekki sammála. Held ég sé bara að versna. Á einhver gott trix til að losna við stressið sem fylgir þessum ósköpum?
María var að segja mér frá einhverju dýri og lýsti því sem spendýri með barnsandlit. Nafnið á dýrinu er manatee. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það gæti verið svo ég bað hana að senda mér mynd. Ég er greinilega ekki vel að mér í dýrafræðum því ég hef enn ekki hugmynd um hvaða dýr þetta er. Getur einhver sagt mér hvað það heitir á íslensku (sjá mynd)?
Langar að nefna í lokin hinn fagra Heath Ledger. Mikið rosalega var ég leið yfir fréttunum. Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér.
Sunday, January 20, 2008
Sunnudagspistillinn
Vikan var heldur óskemmtileg. Það voru enn einu sinni ritgerðarskil á föstudaginn. Ég fór varla út úr húsi alla vikuna. Helgin var samt fín. Við kíktum aðeins út á föstudaginn. Á laugardaginn fórum við niðrí bæ og ég keypti mér 2 seríur af Little Britain (3 pund hvor) og 5 myndir eftir Almodóvar (22 pund saman). Ég er að reyna að vera menningarleg. Þá er ég að tala um Almodóvar myndirnar. Little Britain gleður mitt litla hjarta með skuggalega súrum húmor (stundum fara þeir nett yfir strikið). Svo fórum við á Sweeney Todd á laugardaginn. Ég var ekkert svakalega impressed. Þetta er söngvamynd og æ ég er ekkert æðislegur aðdáandi söngvamynda. María var hins vegar ánægð.
Við höfum enn ekki fengið nýjan meðleigjanda og ég efast um að það gerist úr þessu. Sú ameríska hefur aðeins verið að láta til sín taka. Hún er mjög mislynd og getur verið ferlega fúl og leiðinleg. Hún er semsagt búin að vera eitthvað geðvond undanfarið og andrúmsloftið er ekkert sérstakt. Hún misþyrmir eldhúsáhöldum og skellir hurðum. Henni tekst meira að segja að slökkva ljósin með látum. Veit ekki hvernig hún fer að því.
Önnur einkunn komin í hús og hún var betri en ég hélt. Fannst sjálfri þetta vera vond ritgerð. Annars eru einkunnirnar ekkert háar hérna. Ég miða mig bara við hina og held ég sé að fá svipað og flestir. Ég er bara glöð með það. Svona til að svekkja ykkur aðeins þá er ég rosa glöð alltaf með veðrið. Það er reyndar stundum kalt og oftar rigning og/eða rok en það er enginn snjór. And I don´t miss it.
Við höfum enn ekki fengið nýjan meðleigjanda og ég efast um að það gerist úr þessu. Sú ameríska hefur aðeins verið að láta til sín taka. Hún er mjög mislynd og getur verið ferlega fúl og leiðinleg. Hún er semsagt búin að vera eitthvað geðvond undanfarið og andrúmsloftið er ekkert sérstakt. Hún misþyrmir eldhúsáhöldum og skellir hurðum. Henni tekst meira að segja að slökkva ljósin með látum. Veit ekki hvernig hún fer að því.
Önnur einkunn komin í hús og hún var betri en ég hélt. Fannst sjálfri þetta vera vond ritgerð. Annars eru einkunnirnar ekkert háar hérna. Ég miða mig bara við hina og held ég sé að fá svipað og flestir. Ég er bara glöð með það. Svona til að svekkja ykkur aðeins þá er ég rosa glöð alltaf með veðrið. Það er reyndar stundum kalt og oftar rigning og/eða rok en það er enginn snjór. And I don´t miss it.
Sunday, January 13, 2008
Áfengi frá ýmsum löndum
Já ég ætla að tala um áfengi aftur. Já ég drekk eins og svín. Nei ég ætla ekki að hætta að drekka. Anyways, Joy bauð okkur heim til sín á föstudaginn. Rahul kom með eitthvað blómavín frá Spáni, María kom með Mescal sem er ansi líkt Tequila finnst mér. Ég bauð upp á Tópas og reyndar líka Íslenskt Brennivín. Ég fer að verða soldið sár því fólki finnst allt þetta íslenska viðbjóður eða allavega ferlega skrítið. Fólk var hreint ekki hrifið af Tópas en Maríu og Brandon fannst Íslenska Brennivínið heldur skárra. En kvöldið var skemmtilegt og við enduðum á írska staðnum með ælulyktinni. Joy er semsagt írsk stelpa sem ber nafn með rentu. Ég held ég sé bara skotin í henni, ég meinaða (nei ég er ekki að koma út úr skápnum).
Jæja, ein einkunn komin. Ég ætla svosem ekki að segja hver hún er en ég get segt að þetta var bara ágætis einkunn. Ég veit að flestir voru á svipuðu róli. Svo ég er sátt. Svo las ég um daginn að skólinn minn var metinn fimmti besti skólinn í Evrópu. Ég er glöð með það. Amk hefur hann gott orðspor hvað svo sem fólki finnst um sálfræðinámið.
Þið sem sjáið hinn fagra Gael García Bernal á götum borgarinnar vinsamlegast gómið hann og sendið með hraðsendingu til mín. Athugið þið sem gleymduð afmælinu mínu að þetta er kjörið tækifæri til að bæta mér það upp.
P.s. María er reyndar mjög hrifin af íslensku nammi. Ég er ekki svo hrifin af því mexíkóska.
Jæja, ein einkunn komin. Ég ætla svosem ekki að segja hver hún er en ég get segt að þetta var bara ágætis einkunn. Ég veit að flestir voru á svipuðu róli. Svo ég er sátt. Svo las ég um daginn að skólinn minn var metinn fimmti besti skólinn í Evrópu. Ég er glöð með það. Amk hefur hann gott orðspor hvað svo sem fólki finnst um sálfræðinámið.
Þið sem sjáið hinn fagra Gael García Bernal á götum borgarinnar vinsamlegast gómið hann og sendið með hraðsendingu til mín. Athugið þið sem gleymduð afmælinu mínu að þetta er kjörið tækifæri til að bæta mér það upp.
P.s. María er reyndar mjög hrifin af íslensku nammi. Ég er ekki svo hrifin af því mexíkóska.
Sunday, January 6, 2008
Vodkakúrinn
Ég á að vera að læra en það gengur frekar hægt. Er eitthvað svakalega löt. Ég komst líka að því að skólinn byrjar ekki á morgun heldur í vikunni á eftir. Sem er yndislegt þar sem ég er að vinna í ritgerð og verkefni þessa stundina. María kom á fimmtudaginn og því var fagnað með eldhúsfylleríi. Við ákváðum að minnka bjórdrykkjuna því bjórinn er svo fitandi og drekka vodka í staðinn. Þ.e. ég fékk mér vodka en María whiskey. Ég drakk hann út í sykurlaust gos og setti lime útí. Ég skal segja ykkur það að ég vaknaði svoleiðis eiturhress daginn eftir að það hálfa væri nóg. Svo ég mæli hiklaust með þessu í stað þess að vera að sulla í bjór og öðru. Mér finnst reyndar bjórinn bragðbetri og hvítvínið skemmtilegra.
Um helgina skellti ég mér aðeins í bæinn og fór óvart á útsölurnar ;) Ég sver það að ég eyddi samt bara 18 pundum í tvo kjóla og eina peysu. Geri aðrir betur. Annar kjóllinn er svolítið sérstakur og ég held ég myndi ekki þora að nota hann heima. En ég ætla að gera það hér. Svo langar mig svakalega í nýja skó eða stígvél.
Við ætlum á tónleika í febrúar með hljómsveit sem heitir Nouvelle Vague. Mér líst svakalega vel á það litla sem ég hef heyrt með þeim. Fyrir áhugasama: http://www.myspace.com/nouvellevague
Hér eru nokkrar myndir frá Gamlárskvöldi
Um helgina skellti ég mér aðeins í bæinn og fór óvart á útsölurnar ;) Ég sver það að ég eyddi samt bara 18 pundum í tvo kjóla og eina peysu. Geri aðrir betur. Annar kjóllinn er svolítið sérstakur og ég held ég myndi ekki þora að nota hann heima. En ég ætla að gera það hér. Svo langar mig svakalega í nýja skó eða stígvél.
Við ætlum á tónleika í febrúar með hljómsveit sem heitir Nouvelle Vague. Mér líst svakalega vel á það litla sem ég hef heyrt með þeim. Fyrir áhugasama: http://www.myspace.com/nouvellevague
Hér eru nokkrar myndir frá Gamlárskvöldi
Tuesday, January 1, 2008
Aftur í Edinborg
Nú er ég komin aftur til Edinborgar. Planið var að koma hingað 30.des en flugið tafðist vegna veðurs svo ég kom til Glasgow seint um kvöld og neyddist til að gista þar. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af því að fara að borga fyrir hótel eina nótt en ég hitti þarna konu sem var föst í Glasgow eins og ég svo við deildum hótelherbergi yfir nóttina. Það var bara fínt. Svo kom ég hingað til Edinborgar í gær og hafði engin plön með kvöldið þar sem þau sem ég þekki best voru enn ekki komin. Tiffany sem ég leigi með var komin og hún bauð mér að koma með sér og sínum vinum um kvöldið og fara á götuhátíð sem er haldin niðrí bæ. Ég ákvað að þiggja það frekar en að vera ein heima og mig langaði líka að upplifa þessa frægu götuhátíð. Ef ég segi alveg eins og er þá var þetta allra versta gamlárskvöld sem ég hef upplifað (og er nú af mörgum slæmum að taka). Vinir hennar Tiffany voru mjög almennilegir og ekkert út á þá (eða hana) að setja. Ég náttúrulega fittaði engan veginn inn þar sem þau þekktust öll og voru flest amerísk og kanadísk. Götuhátíðin var algjört prump. Við vorum beisiklí að borga fyrir mannþröng. Það eina sem var að gerast á götunni voru 3 svið einhvers staðar með einhverjum óþekktum hljómsveitum en það var enginn áhugi fyrir því að troðast til að sjá það. Svo var reyndar fín flugeldasýning á miðnætti. Ég viðurkenni alveg að mér fannst ekki gaman að vera svona ein á miðnætti. Æ ég varð eitthvað voða leið og fann nokkur tár myndast. Það hefði verið allt annað mál ef ég hefði verið með Maríu. Allavega eftir þetta var ég bara orðin þreytt og fór heim. Svona á jákvæðari nótum, þá vaknaði ég hress í morgun og aktív. María kemur eftir 2 daga og hinir jólasveinarnir aðeins seinna held ég. Það verður tekið vel á því þá enda mætti ég með Íslenskt Brennivín og Tópas skot. María kemur með Tequila og Rahul Mescal held ég. Áramótaheit: ég ætla að reyna að borða minna nammi og hreyfa mig meira ef tími gefst. Þetta er mjög ómarkvisst svo ég mun ekki eiga í neinum vandræðum með að brjóta þetta heit. Strengdu einhverjir áramótaheit og hvernig var skaupið?
Subscribe to:
Posts (Atom)