Monday, February 11, 2008

Still here

Semsagt á föstudaginn var fyrirlesturinn ógurlegi. Það gekk svosem ágætlega. Ég allavega lifði það af. Mér fannst verra að eftir fyrirlesturinn voru umræður og spurningar. Jesús minn. Þegar ég stend þarna uppi þá veit ég varla hvað ég heiti. Hvað þá að ég geti svarað einhverjum spurningum um eitthvað efni sem er jafn nýtt fyrir mér og öðrum nemum. En það reddaðist. Annars er annar fyrirlestur næsta föstudag en hann er styttri og engar spurningar. Reyndar býst ég ekki við að neinn hlusti heldur þar sem ég er næst síðust í röðinni af ca. 10 manns. Svo ég var að spá í að að skella inn nokkrum setningum á íslensku og athuga hvort einhver taki eftir því. Auk þess heitir greinin sem ég tek fyrir "Anatomic evaluation of the orbitofrontal cortex in major depressive disorder". Verðlaun fyrir þann sem heldur sér vakandi. Jæja, svo á föstudaginn var mikil gleði að vera búin með fyrirlesturinn svo við skelltum okkur á djamm með vinum. Það var ansi skrautlegt skulum við segja. Jæja, nóg um það. Einhverjir verða glaðir að heyra að ég keypti loks digital myndavél og er það gjöf frá elskulegum fyrrum vinnufélögum í símgreiðsludeild. Svo það má búast við fleiri myndum á næstunni. Svo voru Nouvelle Vague tónleikarnir í gær. Þeir voru mjög skemmtilegir og þau alveg brilliant. En jæja, vírusinn er farinn að angra mig. Tölvan mín er semsagt komin með vírus eða eitthvað álíka. Ég fæ alls konar athugasemdir meðal annars að fíkn mín í klámsíður geti komið sér illa fyrir sambönd, vinnu og fleira svo ég verði endilega að kaupa eitthvað forrit sem "felur" hvað ég hef verið að skoða. Já takk. Ég fór í geðveika vörn náttúrulega. Ég sver að það eina sem ég hef verið að skoða eru einhverjar slúðursíður sem reyndar sýna stundum eitthvað boob slip hjá fræga fólkinu (og pjásumyndir af Britney. Nóg af þeim). Ég held að ég verði seint klámfíkill. Kannski seinna, hver veit. Já svo ætla ég að hitta einhverja íslenska stelpu á morgun. Það verður örugglega ljómandi bara.
Jæja, nóg í bili.

4 comments:

Anonymous said...

I'm so proud!!! :-) Get ekki beðið að sjá fullt af myndum... og allar ömurlegar myndir geturðu deletað!!! ó technology... briljant!!

Anonymous said...

Jæja gott að heyra í þér dúllan mín og gott að fyrirlesturinn gekk vel.

Af mér er helst að frétta að ég er komin með "kossasótt" sem er nota bene barnasjúkdómur og þetta er þriðja vikan sem ég ligg í rúmminu og engist um. þess má geta að ég er ekki vinsæl þessa dagana, það hefur engin komið og viljað knúsa mig.

Flott hjá vinnufélögum þínum að gefa þér myndavél. Agalega sætar greinilega. Hlakka til að sjá fleiri myndir.

Kveðja Þórunn

Anonymous said...

Flott að fyrirlesturinn gekk vel og að þið hafið getað haldið upp á það ;) hefði nú viljað heyra meira um þetta djamm fyrst það var skrautlegt!!!!!!!!!

Annars er ég svaka ánægð með að þú eigir loksins digital myndavél og hlakka til að sjá fleiri myndir.
Kv. Guðrún

Anonymous said...

Gleymdi að segja að mér lýst vel á hugmyndina að segja eitthvað á Íslensku svona inn á milli í næsta fyrirlestri. Reyndar gætu allir haldið að þú værir orðin geðveik og talaðir tungum en það er samt allt í lagi ;)

Kv. Guðrún