Tuesday, January 29, 2008

Hvað heitir dýrið?


Lítið í fréttum í dag. Ritgerðarskil á föstudaginn once again. Fyrirlestrar yfirvofandi (sem ég þarf að halda). Svo segir einn kennari í dag að því oftar sem maður talar fyrir framan hóp fólks því auðveldara verður það. Hell no. Ég er ekki sammála. Held ég sé bara að versna. Á einhver gott trix til að losna við stressið sem fylgir þessum ósköpum?
María var að segja mér frá einhverju dýri og lýsti því sem spendýri með barnsandlit. Nafnið á dýrinu er manatee. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það gæti verið svo ég bað hana að senda mér mynd. Ég er greinilega ekki vel að mér í dýrafræðum því ég hef enn ekki hugmynd um hvaða dýr þetta er. Getur einhver sagt mér hvað það heitir á íslensku (sjá mynd)?
Langar að nefna í lokin hinn fagra Heath Ledger. Mikið rosalega var ég leið yfir fréttunum. Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér.


15 comments:

Þórunn said...

púff,nú get ég andað rólega fyrst að sunnudagspistillinn er loksins kominn :) þetta er orðin eitt af föstu punktunum í tilverunni að kíkja á bloggið þitt á hverjum degi þó að ég viti að þú skrifir bara einu sinni í viku :) Greinilegt að ég lifi skemmtilegu lífi, ehmm

En já, að halda ræðu fyrir fólk er ekkert grín. Klassíska ráðið er auðvitað að ímynda sér að allir i salnum séu naktir nema þú. Hinsvegar getur það haft þveröfug áhrif ef það eru myndarlegir piltar í salnum og maður viðkvæmur fyrir nekt. Sé alveg slysið fyrir mér ;)

Ein gamalreynd skólasystir mín sagði mér að maður ætti að passa að anda með maganum þegar maður héldi ræðu...þó svo að bumban sjáist.....og varast það að anda ótt og títt ofan í brjóstið. Held svei mér þá að það hafi virkað. Held líka að það sé bara almennt gott þegar maður er stressaður.

En allavega, gangi þér vel með ritgerðarskilin. Kannast því miður ekki við dýrið með barnsandlitið :)

Pretty Pig said...

Elskan mín.

Systir þín alvitra veit þetta upp á hár. Dýrið heitir Sækýr og hér er linkur inn á Vísindavef HÍ.
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2237

Varðandi fyrirlestrana þá hef ég kennt í mörg ár og er löngu komin yfir stressið. En ég vissi það að ég væri aðeins klárari en nemendurnir. Þetta á kannski ekki við í þínu tilfelli.

Já sem betur fer höfum við ekki sama smekk á karlmönnum en ég er viss um að það kemur annar hönk í stað Heaths Ledgers.

Þórhildur í Edinborg said...

Ég var nú svona meira að vona að það vissi enginn hvað dýrið héti. Svo ég virkaði ekki eins vitlaus. Þakka þér fyrir engu að síður.
Ég er pottþétt ekki klárari en hinir nemendurnir og því síður kennarinn.

Anonymous said...

We call it a Sea Cow in English... can't say I've ever seen one though? And seeings as Iceland only really homes all things that can survive in freezing weather (including humans) it's not surprising you've never heard of it!! :-)

Anonymous said...

Hmm ég er alltaf drullustressuð ef ég þarf að tala fyrir framan fólk en ef ég þekki það ekki mikið er ég minna stressuð, ég bannaði Davíð t.d að koma og hlusta á mig þegar ég var með fyrirlestur í sambandi við BS ritgerðina en var sama um fólkið sem ég þekkti ekki neitt, ég er kannski eitthvað skrítin í þessumm málum. En hef aldrei reynt að ímynda mér að allir séu naktir held að það myndi ekki virka fyrir mig, myndi bara sprynga úr hlátri og klúðra þessu endanlega :)

En í sambandi við Heath Ledger mæ god ég var ekkert smá leið yfir þessu, hann var líka í uppáhaldi hjá mér og bara mjög ömurlegt.

Annars er brjálað frost hérna 12 stig takk fyrir þannig vertu bara fegin að vera ekki hérna núna.
Kv. Guðrún

Anonymous said...

Hver er Heath Ledger?

Þórhildur í Edinborg said...

Humm..... Brokeback Mountain til dæmis. Monster´s Ball. Brothers Grimm, Casanova, The Patriot.

Anonymous said...

og First Knight!!!! Hann er alveg æði, hver veit ekki hver Heath Ledger er ég bara spyr????
Kv. Guðrún

Pretty Pig said...

Guðrún mín hvenær ætlar þú til Edinborgar í heimsókn?????????
Ég var að stefna á maí.

Anonymous said...

Sko ég var að hugsa um feb eða mars og búin að vera að leita að ferðafélaga en ekki gengið sérlega vel :( hvenær í maí varstu að spá??
Kv. Guðrún

Pretty Pig said...

Ég var að spá fyrst í febrúar eða mars en þar sem ég hafði hugsað mér að ferðast á flugpunktum þá var allt slíkt uppselt hjá Icelandair. Þórhildur er síðan upptekin í apríl þannig að mér er nokk sama hvenær ég fer í maí.

Anonymous said...

ok skoðum þetta þá bara :) vissi ekki að Þórhildur væri upptekin allan apríl, ætlaði einmitt að stinga upp á apríl, millivegurinn :)
Kv. Gudda

Pretty Pig said...

HALLÓ HVAR ER NÝR SUNNUDAGSPISTILL??????????????????

Anonymous said...

Já ég er sammála, bíð spennt!!!!!!!!!!!!!!!
Kv. Guðrún

Pretty Pig said...

Heyrðu knús með lús.
Ertu einhverstaðar þarna?
Fólk er búið að vera að reyna að ná sambandi við þig en ekkert gengur.
Láttu vita af þér áður en allir fá hjartaáfall af hræðslu.