Sunday, November 25, 2007

Nýr meðleigjandi

Það er kominn karlmaður á heimilið. Sú kínverska sem flutti út fyrir nokkrum vikum síðan kom í síðustu viku með tvo menn sem vildu flytja inn. Því miður var ég sú eina sem var heima svo ég neyddist til að hitta þá (þetta var þynnkudagurinn mikli by the way). Annar var Þjóðverji, 24 ára gamall og hinn Ítali um fertugt. Eftir að þeir fóru bað Apple mig um að velja á milli þeirra. Mér fannst Ítalinn eitthvað skuggalegur svo ég valdi þann þýska. Hann var mjög vinalegur og ég vissi að María og Tiffany hefðu viljað hann. Nú er hann semsagt fluttur inn og mér sýnist að sambúðin verði bara góð. Á föstudaginn var síðasti fyrirlestur annarinnar. Ég er búin að halda samtals 7 fyrirlestra (presentations) þessa önn. Þetta er þó yfirleitt mjög stutt og oftast erum við í hóp. Engu að síður er þetta stressandi, a.m.k. fyrir mig.
Þegar Inga Jóna kom hérna síðustu helgi bað ég hana að koma með harðfisk fyrir mig. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af harðfiski en finnst ágætt að smakka hann öðru hvoru. Þetta var meira svona til að gefa öðrum að smakka. Ég var hissa á því hvað fólk var lítið spennt. Þeim fannst lýsingin ekki spennandi og svo var lyktin ekki að hjálpa. Ég geymi fiskinn í 4 plastpokum en hann lyktar samt svo ég hef verið að reyna mitt besta að losna við hann. Ég hef beitt suma miklum þrýstingi og tekist að gefa nokkrum smakk. Fólki hefur yfirleitt fundist fiskurinn betri en það bjóst við en ég veit ekki hvort það segi þetta til að vera kurteist. Skiptir mig engu máli, ég vil bara losna við fiskinn.
Nú eru bara 3 vikur í heimkomu. Ég veit að margir bíða eftir mér í ofvæni ;)

Sunday, November 18, 2007

Busy bee

Síðasta vika var mjög strembin. Ég þurfti að halda tvo fyrirlestra (bara 10 mínútur og stundum með hóp en finnst það ekki skemmtilegt) og skila inn einni lokaritgerð. Það var semsagt nóg að gera en ég var svo heppin að Inga Jóna var í bænum svo ég hitti hana og vinkonu hennar á föstudagskvöldið. Það þarf kannski ekki að taka það fram að ég sletti ærlega úr klaufunum og fékk að finna fyrir því daginn eftir. Fyrsta almennilega þynnkan í Edinborg. Við fórum á allavega 4 skemmtistaði og enduðum á því að hitta félaga minn í skólanum. Ég skemmti mér allavega konunglega. Guuuððð ég lenti í svo vandræðalega atviki áðan. Eða mér fannst það amk. Ég fór inn í bókabúð sem er ekki í frásögur færandi. Þegar ég labba inn sé ég einn kennarann minn og hann er þarna eitthvað að væflast (hann var ekki að skoða bækur, meira svona að skoða sig um). Anyways, þessi kennari er ferlega luralegur og frekar ómyndarlegur. Hann er alltaf eitthvað hálf awkward greyið með hálf misheppnaða brandara í tíma. Allavega, ég brosi til hans og heilsa. Hann byrjar svo að spjalla um veðrið og eitthvað fleira. Allt í lagi með það. Svo segir hann: "ertu í skóla hérna eða...". Ég bara "sorry what". Og hann endurtekur spurninguna. Og ég segi:"I´m in your class. Advanced Psychology". Guð minn góður hvað hann varð vandræðalegur. Hann hafði ekki hugmynd um það og hefur eflaust haldið að hann væri kominn á séns þarna í Blackwells bókabúðinni. Ég skildi ekkert í þessu. Var náttúrulega alveg viss um að hann þekkti mig því ekki nóg með að ég er í bekknum hans (sem er nú ekki svo stór) þá hafði ég kynnt mig fyrir honum fyrsta skóladaginn og oft séð hann á göngunum. Greyið kallinn. Held honum hafi ekki fundist þetta skemmtilegt. Ég hef það líka á tilfinningunni að hann sé frekar óheppinn. Hann er soldið eins og teiknimyndafígúra og er örugglega alltaf að lenda í einhverju svona. Mér fannst þetta náttúrulega svakalega fyndið eftirá.
Jæja, innan við mánuður í heimkomu. En nú bíða mín tveir fyrirlestrar fyrir næstu viku og ýmislegt fleira. Svo það er líklega best ég skelli mér í lærdóm.

Wednesday, November 7, 2007

Tveir mánuðir í Edinborg

Ég ákvað að skella nokkrum myndum inn frá Halloween kvöldinu. Ég held ég setji ekki mynd af mér í dúkkumúnderingunni. Ég sleppti líka að setja inn ljótumyndir af mér sem voru líklega 80% af myndunum. Enjoy....

Brandon og Rahul

María og Brandon með crazy eyes



Rahul, Brandon, María og moi
Jæja, þetta voru víst bara þrjár myndir. Skýringin er að allt hitt voru ljótumyndir. Oh well...

Friday, November 2, 2007

Halloween

Enn ein snilldar fyrirsögn hjá mér. Vikan er búin að vera þokkaleg félagslega séð. Sem þýðir náttúrulega að ég hef ekkert verið að læra. Á mánudaginn kíkti ég í "partý" hjá einni sem er með mér í bekk. Það voru ekki margir svo við stoppuðum stutt. Drukkum nokkra bjóra samt. Á þriðjudaginn átti að vera heljarinnar Halloween partý í húsinu mínu. Ég og María vorum þvílíkt fínar, ég sem dúkka og hún sem köttur. Ég reyndar klikkaði aðeins á búningnum mínum því það virðist vera þannig að stelpur eiga að vera í sexy búning. Það var allavega vinsælt sýndist mér. Ég var meira svona kjánaleg en sexy (kannski af því að mér finnst kjánalegt að reyna að vera sexy í búning á hrekkjavöku). Anyways, ég og María mætum og það voru kannski 10 manns þarna. Svo átti að tölta á einhvern skemmtistað niðrí bæ en þar voru allir í kringum tvítugt. Needless to say, við fórum snemma heim. Drukkum samt tvo bjóra. Á miðvikudaginn var svo Halloween. Það voru hátíðahöld niðrí bæ svo ég og María ákváðum að kíkja en stoppa stutt.
Við hittum tvo bekkjarfélaga mína og fórum með þeim niðrí bæ. Hátíðahöldin voru ágæt en við sáum reyndar lítið sökum hæðar. Maður er nú vanur því. Kvöldið endaði reyndar á djammi og við hittum írska stelpu sem er með mér í bekk líka. Fórum með henni á írskan pöbb sem ilmaði af ælu og gólfin voru vel klístruð. Það var reyndar mjög gaman. Allir vel hressir. Drukkum nokkra bjóra og svona. Ég verð að segja að af því fólki sem ég hef hitt hérna eru Írarnir að skara framúr í skemmtilegheitum. Kanar og Kanadamenn hafa ekki verið að heilla mig (þó er einn fínn bekkjarfélagi frá USA). Ég er hissa hvað Kanadamenn hafa reynst óspennandi. En ég er ekki að alhæfa neitt hér. Ég er bara að miða við reynslu mína hérna. Jæja, í gærkvöldi fórum við svo á tónleika með hljómsveit sem heitir Glas Vegas (frá Glasgow). Þetta er nú ekki þekkt hljómsveit held ég en tónleikarnir voru fínir. Ég fékk mér bara diet coke. Helgin er óplönuð. Virkileg þörf á að læra svo ég ætla að reyna það. Veit ekki með annað.
P.S. Ekki búin að kaupa digital ennþá. One day.....