Monday, March 31, 2008

Karma

Langt síðan síðast. Skólalega séð hef ég haft það skítt. Gengur ekki nógu vel og hef hreinlega ekki hugmynd um hvort ég geti klárað námið. Reyndar er ég komin á "fokk it" stigið. Ég er sko ekki ein í basli og ég tel mig vera að gera mitt besta. Svo við sjáum hvað setur. En ég á rosalega rosalega góða vini hérna úti svo það heldur mér gangandi. Bæði María og Joy hafa verið algjörir englar. Allavega, það gerðist soldið fyndið hérna áðan og fannst ég verða að blogga um það. Málið er að ég bý með úldnum meðleigjanda. Sú ameríska getur verið algjör pína. Hún er dónaleg, hávaðasöm, sjálfhverf og örugglega bipolar. Allavega, hún virðist hafa einhverja sjúklega hreinlætisþörf. Ég tek það samt fram að hún er gangandi þversögn. Sumt þarf að vera ofsalega hreint en svo er hún sóði með annað. Það mega ekki vera mylsnur á eldhúsgólfinu en samt gengur hún um það berfætt. Hún þolir ekki mylsnur á borðum, en allt sem hún vaskar upp er drulluskítugt. Ekki nóg með það hún segir okkur að vaska upp diskana okkar en skilur sína eftir drulluga kannski í heila viku. Ég veit, við erum algjörir aumingjar að segja ekki eitthvað við hana en hún er bara svo klikk. Hún á það til að skilja eftir post-its í eldhúsinu með fyrirmælum um hvernig eigi að ganga um. Ég tek það fram og get fengið það uppáskrifað að íbúðin okkar er hreinust af öllum 8 íbúðunum í húsinu. Þrifnaðarkonurnar okkar dásama það í hvert einasta skipti sem þær þrífa. Ok, svo hengir sú ameríska þessi skilaboð í eldhúsið í dag:
"Can you wash your things and put in the trash. There is lettuce on the counter (það voru einhverjar mylsnur af káli) and that red onion has been sitting there for days (bútur af rauðlauk frá því í gær). It´s sick and I´m not gonna clean it up. Don´t leave vegetables in the sink. It is not a disposal and if it gets blocked they will charge us for fixing it. "
Við fengum nóg og ákváðum að kalla til fundar meðal annars vegna þess að þessi hrúga af manneskju kaupir ALDREI klósettpappír. Ekki einu sinni þó við prófum að setja engar rúllur inn á bað. Hún hefur líklega farið út með ruslið einu sinni og fer aldrei með endurvinnsludótið.
En viti menn, fimm mínútum síðar læsist hún inni í herberginu sínu. Ég er að segja ykkur það, þetta var karma og ekkert annað. Það þurfti 3 viðgerðamenn og það tók 1 og hálfan tíma að ná henni út. Viðgerðarmaðurinn sagði að hann hafi aldrei séð þetta gerast áður. Já folks, you get what you deserve. Reyndar sá ég að hún var búin að taka miðann niður en ég held reyndar að það hafi verið af því að deitið hennar var að koma. Hann gæti séð hvers kyns klikkhaus hún er. Og þar sem nýi kærastinn hennar er sætur þá vona ég að karmað gefi henni..........ok ég hafði ákveðið orð í huga en þori ekki að setja það inn. Verðlaun fyrir þá sem geta rétt.

Sunday, March 16, 2008

No news

Satt að segja er lítið í fréttum. Get ekki sagt ég eigi mikið líf fyrir utan skóla þessa dagana. Væri hreinlega til í að geta smellt fingrum og það væri kominn maí. Apríl verður viðbjóðs mánuður. Mamma og Anna Guðrún ætla að heimsækja mig í maí og ég hlakka mikið til þess.
Uuuu....það er kominn nýr herbergisfélagi. Stúlka frá Þýskalandi, 23 ára. Lítið svosem hægt að segja um hana en hún virðist mjög þægileg. Án gríns þá er ekkert í fréttum (eða þá ég er einstaklega andlaus). Ég smelli inn einhverju fleira seinna.