Sunday, February 24, 2008

Jekyll and Hyde

Mikið stress í gangi. Ég á að vera búin að ákveða hvað ég vil skrifa um í lokaritgerðinni í næstu viku. Ég þarf að gera einhvers konar rannsókn en ég sé að ég get ekki gert það sem ég myndi helst vilja. Það er takmarkað hægt að gera þegar maður hefur bara 3 mánuði. Ég hef verið að reyna að finna lausn en grunar að ég eigi ekki eftir að gera neitt sem mér finnst geðveikt spennandi. Ég á víst líka að vera að skrifa ritgerðir og gera verkefni. Hjálp. Ég meika ekki alveg þennan hraða. Helgin var annars mjög fín. Við kíktum út á föstudagskvöld en það var frekar rólegt svo engin var þynnkan. Á laugardagskvöld fórum við í Dr. Jekyll and Mr. Hyde svona skipulagðan göngutúr því höfundurinn er héðan og sagan gerist hér. Það var mjög gaman og veðrið var rosa flott og spooky. Borgin er svo gotneskt og drungaleg. Fólk var samt greinilega í einhverjum ham niðrí bæ. Það var til dæmis múnað á hópinn.
Ég sá á youtube myndband af einu laginu í Eurovision forkeppninni. Eitthvað Hey Ho. Eruð þið að grínast í mér. Þetta var alveg back to the nineties með dvergana sjö í bakröddum. Eða mér fannst það allavega. Ég ætla samt að giska á að hin lögin séu lítið skárri.
Eitt enn. Ég sá myndina Juno í bíói um daginn. Mér finnst hún rosa fín og ég elska lögin í myndinni.

Sunday, February 17, 2008

Myndir

Herbergið mitt
Brandon, Rahul, María og Connor
Joy, Brandon, vinkona Joy, ég, Connor og Rahul
Joy, moi og vinkona Joy
Á leið í skólann
The Meadows
Í Grange Cemetary
María
Eldhúsið


Monday, February 11, 2008

Still here

Semsagt á föstudaginn var fyrirlesturinn ógurlegi. Það gekk svosem ágætlega. Ég allavega lifði það af. Mér fannst verra að eftir fyrirlesturinn voru umræður og spurningar. Jesús minn. Þegar ég stend þarna uppi þá veit ég varla hvað ég heiti. Hvað þá að ég geti svarað einhverjum spurningum um eitthvað efni sem er jafn nýtt fyrir mér og öðrum nemum. En það reddaðist. Annars er annar fyrirlestur næsta föstudag en hann er styttri og engar spurningar. Reyndar býst ég ekki við að neinn hlusti heldur þar sem ég er næst síðust í röðinni af ca. 10 manns. Svo ég var að spá í að að skella inn nokkrum setningum á íslensku og athuga hvort einhver taki eftir því. Auk þess heitir greinin sem ég tek fyrir "Anatomic evaluation of the orbitofrontal cortex in major depressive disorder". Verðlaun fyrir þann sem heldur sér vakandi. Jæja, svo á föstudaginn var mikil gleði að vera búin með fyrirlesturinn svo við skelltum okkur á djamm með vinum. Það var ansi skrautlegt skulum við segja. Jæja, nóg um það. Einhverjir verða glaðir að heyra að ég keypti loks digital myndavél og er það gjöf frá elskulegum fyrrum vinnufélögum í símgreiðsludeild. Svo það má búast við fleiri myndum á næstunni. Svo voru Nouvelle Vague tónleikarnir í gær. Þeir voru mjög skemmtilegir og þau alveg brilliant. En jæja, vírusinn er farinn að angra mig. Tölvan mín er semsagt komin með vírus eða eitthvað álíka. Ég fæ alls konar athugasemdir meðal annars að fíkn mín í klámsíður geti komið sér illa fyrir sambönd, vinnu og fleira svo ég verði endilega að kaupa eitthvað forrit sem "felur" hvað ég hef verið að skoða. Já takk. Ég fór í geðveika vörn náttúrulega. Ég sver að það eina sem ég hef verið að skoða eru einhverjar slúðursíður sem reyndar sýna stundum eitthvað boob slip hjá fræga fólkinu (og pjásumyndir af Britney. Nóg af þeim). Ég held að ég verði seint klámfíkill. Kannski seinna, hver veit. Já svo ætla ég að hitta einhverja íslenska stelpu á morgun. Það verður örugglega ljómandi bara.
Jæja, nóg í bili.