Monday, December 17, 2007

Komin heim....í bili

Jæja peeps. Ég er komin heim. Mér finnst það soldið sérstakt en bara notalegt að koma í hlýtt jólaskreytt hús. Eitthvað annað en myglugrænir veggir og verksmiðjugólfteppi eins og á Causewayside. Veðrið er samt alveg glatað. Ég hafði nú heyrt að veðrið í Skotlandi væri ekkert sérstakt og átti von á að það væri bara svipað og hér. En nei ó nei. Amk miðað við síðustu þrjá mánuði þá er bara engan veginn hægt að líkja þessu saman. Næstu tvær vikur fara líklega í alls kyns nauðsynlegar aðgerðir, hittinga og því miður þá verð að ég að læra eitthvað líka. Já svo verður Ísafjörður heimsóttur.


P.S. Ég er komin með gamla símanúmerið mitt.

Monday, December 10, 2007

Kúka próf og skrítin helgi

Það er vika í mig. Ég er allavega spennt. Ég var í prófi í síðustu viku. Rosalega var ég svekkt. Ég var búin að læra vel og skoða gömul próf og svona. Fer svo í prófið og byrja og gengur rosa vel. Prófið var þrískipt og ég semsagt áætlaði 40 mínútur á hvern part (prófið var 2 tímar). Ég skrifaði og skrifaði eins og brjálæðingur en prófið var ótrúlega langt. Til að gera langa sögu stutta þá náði ég ekki að klára prófið :( Ég áttaði mig fljótlega á að tíminn var knappur svo ég sleppti úr spurningum sem ég vissi að ég þyrfti að hugsa um en ég náði aldrei að kíkja á þær aftur. Damn.... ég var ógeð svekkt. Ég hefði getað fengið góða einkunn. Svo var ekki minna svekkjandi að hinum tókst flestum að klára (ekki Rahul) en fannst þetta samt knappur tími. Jæja, þýðir ekki að gráta það. Stundum er lífið bara ósanngjarnt. Núna er ég semsagt að fara að byrja á ritgerð og mun vera í því út vikuna. Það er svosem í lagi enda María farin og Brandon fer á morgun. Ég og María kíktum á smá djamm á laugardaginn. Það var ansi skrautlegt í lokin. Nenni ekki að segja frá því. Jens hinn þýski fékk heimsókn frá kærustunni um helgina (sem er nota bene 20 ára). Allt í fína með það en þetta er eitthvað dularfullt samband. Hún kemur voða róleg og feimin. Seinna um kvöldið heyri ég þennan svakalega grátur og ekka. Stuttu seinna byrjar rosalegt rifrildi og læti og þetta stendur yfir í nokkra klukkutíma. Við náttúrulega heyrum allt milli herbergja (og mitt herbergi liggur við baðherbergið...lovely). En þar sem allt fór fram á þýsku erum við engu nær með hvað gekk á. Svo seinna virtist allt í himnalagi. Jæja, hún er að fara í dag og ég er fegin. Ég heyrði líka oft í þeim saman á klósettinu. Meira að segja var einn eldhússtóllinn kominn inn á bað. Jæja...
Allavega, later. Hlakka til að sjá einhverja heima.

Sunday, December 2, 2007

I loooove MAC

Ég fór í MAC í fyrsta skipti í vikunni. Ég þarf að gera mér ferð þangað sérstaklega svo ég hafði ekkert farið fyrr. Guð minn góður hvað ég elska þessa búð. Ég fæ alltaf fyrsta flokks þjónustu þarna sama hvar í heiminum ég er. Svo eru vörurnar náttúrulega æði. Ég eyddi helling skulum við segja og mig langaði helst að kaupa líka stelpuna sem var að afgreiða mig (sem förðunardömu auðvitað). Eyðslan var samt eins konar meðferð svo í rauninni er það ódýrara en að fara til sálfræðings ;) Ég hugsa það þannig. Nú er skólinn búinn og ég á að vera að læra undir próf (eða skrifa ritgerð). Tölfræðipróf á fimmtudaginn sem getur ekki verið annað en skemmtilegt. Við fórum óvænt á djamm á föstudaginn. Ég og María hittum Brandon og Rahul sem eru bekkjarfélagar mínir. Mjög skemmtilegir báðir tveir en þó ólíkir. Rahul er mjög klár og ör og létt klikkaður. En það er mjög gaman að honum. Brandon er eldri og rólegri. Við entumst alveg til 4 sem er seinna en venjulega fyrir mig.
Ég er aðeins byrjuð að kíkja á jólagjafir en það er stórhættulegt. Ég hef enga sjálfstjórn ef ég fer inn í HM........ENGA. Ég er alvarlega að hugsa um að giftast til fjár svo ef þið þekkið einhvern gamlan skarf sem á fullt af peningum og er á lausu þá hafið mig í huga.
Jæja, fleira er ekki í fréttum. Jú reyndar þarf Jens hinn þýski hugsanlega að flytja út frá okkur (löng saga) sem við erum ekki hressar með því hann er sérlega ljúfur og þægilegur og ég er viss um að hann fer bráðum að tölta um íbúðina ber að ofan (það er það eina sem við biðjum um). Annað er að Jude Law töffarinn í sálfræðinni er byrjaður með einhverri smástelpu sem er líka í sálfræðinni. Það tók ekki langan tíma. Það verður gaman að fylgjast með því.