Það er vika í mig. Ég er allavega spennt. Ég var í prófi í síðustu viku. Rosalega var ég svekkt. Ég var búin að læra vel og skoða gömul próf og svona. Fer svo í prófið og byrja og gengur rosa vel. Prófið var þrískipt og ég semsagt áætlaði 40 mínútur á hvern part (prófið var 2 tímar). Ég skrifaði og skrifaði eins og brjálæðingur en prófið var ótrúlega langt. Til að gera langa sögu stutta þá náði ég ekki að klára prófið :( Ég áttaði mig fljótlega á að tíminn var knappur svo ég sleppti úr spurningum sem ég vissi að ég þyrfti að hugsa um en ég náði aldrei að kíkja á þær aftur. Damn.... ég var ógeð svekkt. Ég hefði getað fengið góða einkunn. Svo var ekki minna svekkjandi að hinum tókst flestum að klára (ekki Rahul) en fannst þetta samt knappur tími. Jæja, þýðir ekki að gráta það. Stundum er lífið bara ósanngjarnt. Núna er ég semsagt að fara að byrja á ritgerð og mun vera í því út vikuna. Það er svosem í lagi enda María farin og Brandon fer á morgun. Ég og María kíktum á smá djamm á laugardaginn. Það var ansi skrautlegt í lokin. Nenni ekki að segja frá því. Jens hinn þýski fékk heimsókn frá kærustunni um helgina (sem er nota bene 20 ára). Allt í fína með það en þetta er eitthvað dularfullt samband. Hún kemur voða róleg og feimin. Seinna um kvöldið heyri ég þennan svakalega grátur og ekka. Stuttu seinna byrjar rosalegt rifrildi og læti og þetta stendur yfir í nokkra klukkutíma. Við náttúrulega heyrum allt milli herbergja (og mitt herbergi liggur við baðherbergið...lovely). En þar sem allt fór fram á þýsku erum við engu nær með hvað gekk á. Svo seinna virtist allt í himnalagi. Jæja, hún er að fara í dag og ég er fegin. Ég heyrði líka oft í þeim saman á klósettinu. Meira að segja var einn eldhússtóllinn kominn inn á bað. Jæja...
Allavega, later. Hlakka til að sjá einhverja heima.
Monday, December 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Elskan ekkert mál þú ert bráðum að koma heim og við bíðum spennt eftir þér!! :-)
Haha...skrautlegur þessi nýji nágranni, ehmmm.
Annars er ég viss um að þér hefur gengið betur í prófinu en þú heldur. En gangi þér vel með ritgerðina og ekki ofkeyra þig áður en þú kemur heim. Hlakka gasalega til að sjá þig. Kveðja,
hmmm soldið undarlegt hehe! Hlakka geggjað mikið til að sjá þig, verð örugglega mætt á völlinn bara hehe.
Kv. Guðrún
Góð ferð heim á morgun, vona að verði ekki of vont veður og þú komist :) Hlakka til að sjá þig
Kv. Guðrún
Post a Comment