Saturday, June 7, 2008

Snillingur hún Leoncie

Ég var að horfa á myndband með Leoncie. Ég hélt það væri nýtt en hún syngur á íslensku svo ég skil ekki alveg. Nema hún sé að koma aftur "heim". Í alvöru talað þá þarf bara einhverja sérstaka hæfileika til að gera þetta. Lagið, textinn, myndbandið, myndatakan, átfittin, augabrúnirnar og hárkollurnar......þetta er brilliant. Hún allavega gladdi mig svakalega.
Köben síðustu helgi var alveg æðisleg. Þvílíkt veður. Magga tók á móti mér á flugvellinum og við eyddum kvöldinu í að þamba jarðaberja mojitos og kokteila. Á föstudaginn fórum við á Strikið, Nyhavn og fleira. Mér fannst alveg magnað að heyra í öllum Íslendingunum og ekki nóg með það að hitta fyrrum vinnufélaga á Strikinu (Ingu Ingimars). Mér fannst það stórskemmtilegt og alls ekki eitthvað sem ég er vön frá Edinborg. Á föstudagskvöldið eftir hvítvínsdrykkju heima fórum við að djamma á Glaða Grísinn. Seinniparti laugardags eyddum við í Tívolíinu. Það var rosalega skemmtilegt. Ég hef ekki komið þangað síðan ég var krakki. Ég og Magga vorum svaka duglegar og fórum í rússíbana og eitthvað annað tæki. Maður er aldrei of gamall í þetta (þó að maður sé nú farinn að róast örlítið). Svo sýndum við snilli okkar í hinum ýmsu leikjum. Ég komst að því að ég hef sérstaka hæfileika í pílukasti og einhvers konar boccia. Magga var töluvert betri með byssurnar. Á sunnudagsmorgun var svo flogið heim.
Annað er ekki í fréttum. Nú eru bara 3 mánuðir í að ég kem heim. Ég er ekki að fatta hvað þetta hefur liðið fljótt. Ég veit ekki hvort ég sé tilbúin í að koma heim.....eða kannski er ég það. Veit einhver um vinnu handa mér ;) Allar tillögur vel þegnar.

2 comments:

Anonymous said...

Vá hvað ég hlakka til að fá þig heim, get sko ekki beðið :) en ég elska líka tívolí, myndi fara í öll tækin, vex pottþétt aldrei upp úr því. Redda þér svo vinnu bara með mér þegar þú kemur heim :)
Kv. Guðrún

Anonymous said...

Já Leoncie fær mann alltaf til að brosa og það minnir mig á hvað það er lagt síðan ég hef hlustað á hana.
En vá hvað það hefur verið gaman hjá ykkur í köben. Núna langar mig í jarðaberja-margarítu, úr því þú minntist á jarðaber. Hinsvegar er ég í áfengisbanni þar til ég skila ritgerðinni minni til yfirlestrar. Braut það samt í vinnupartýi í gær með 3 vodaskotum og þremur bjórum. Gat samt vaknað kl 9 í morgun til að læra.

kveðja, Þórunn