Friday, June 27, 2008

Djúpsteikt mars

Loksins fékk ég að smakka "deep fried mars bars" sem er réttur sem á uppruna sinn í skoskri skyndibitabúllu. Hingað til hef ég ekki séð neinn stað sem selur þetta. Svo um daginn vorum við á leið á bar þegar einn úr hópnum ákvað að fara inn á skyndibitastað og spyrja hvort þeir seldu djúpsteikt mars. Afgreiðslumaðurinn varð rosa dularfullur á svip og sagði svo eftir smá umhugsun....."maybe". Það var eins og við værum að biðja um eitthvað ólöglegt. Þetta er náttúrulega kaloríu-fitu-sykurbomba dauðans svo þetta ætti kannski að vera ólöglegt. En ég fékk þarna tvo bita og þetta var nú ekkert sérstakt. Langar að minnsta kosti ekki í þetta aftur. En ég varð að prófa. Næst prófa ég haggis (já ég veit, það verður hræðilegt). Jæja, Maxi hin þýska er farin. Svo nú erum við bara þrjár í íbúðinni. Ég fékk pakka um daginn og í honum var meðal annars íslenskt sælgæti og Séð og Heyrt. Það var unaðslegt að setjast niður og lesa íslenska slúðrið með íslenskt sælgæti. Takk fyrir það fröken Guðrún.
Ég hef alltaf haldið að ég væri borderline alkóhólisti. Ég hef komist að því að svo er ekki og að Íslendingar eru hreint ekki svo miklir drykkjuboltar (með nokkrum undantekningum. Þeir taka það til sín sem eiga). Ég get sagt ykkur að ég held engan veginn í þetta fólk í kringum mig, hvorki í magni né hversu oft þau vilja drekka. Ég sá líka í einhverjum samanburði á Evrópulöndunum í áfengisneyslu að Ísland var frekar neðarlega á listanum. Well, best að taka sig til fyrir Radiohead.

2 comments:

Anonymous said...

Það var nú lítið að þakka,mín var ánægjan :) skemmtu þér á tónleikunum.
Kv. Guðrún

Anonymous said...

Jæja, þá verða allir að leggjast á eitt og koma okkur ofar á þessum lista. Góð ástæða til að fara að byrja á sænska vodkanu sem er búið að vera inni í skáp síðan 2004 og Passoianu síðan 2005. Þetta gæti því verið eitthvað mér að kenna :S

Kveðja, Þórunn