Monday, July 7, 2008

Þreytt mús

Þessi færsla verður bara stutt. Ég er ægilega þreytt eftir að hafa verið að berjast við að skrifa innganginn á ritgerðinni minni (sem er því miður ekki tilbúinn enn). Anyways, fórum á Radiohead síðasta föstudag. Það voru rosa fínir tónleikar og ég kann mun betur að meta þá núna. Tónleikarnir voru í Glasgow svo ég sá örlítið meira af borginni. Ég hef enn ekki dröslast í ferðalag þangað þó hún sé bara í klukkutíma keyrslu frá Edinborg. Ég ætti náttúrulega bara að skammast mín (og geri það). Hey, ég veit þó hvar Primark er. En Glasgow er allt öðruvísi en Edinborg og líklega ekki fyrir alla. Miklu meiri orka og hasar finnst mér. En mér líst vel á hana og langar þangað. Svo erum við komnar með nýjan sambýling........mús. Eða að öllum líkindum mýs. Við vissum að það væru mýs í húsinu en það er ekki fyrr en núna að við sáum að okkar íbúð var ekki undanskilin. María horfðist í augu við eina í eldhúsinu. Við ætlum bara að láta þær eiga sig því kenningin er að þær séu í veggjunum og þær eru greinilega ekkert voða mikið á ferðinni. Við flytjum líka út eftir tæpa 2 mánuði svo hver nennir að æsa sig yfir þessu (ekki ég allavega). Það er svakalega merkileg kona sem býr hérna í Edinborg og hana má oft sjá á the Royal Mile. Þið getið lesið um hana hér http://en.wikipedia.org/wiki/Elaine_Davidson. Semsagt hún er "the most pierced woman" í heimi. Flesta lokkana er hún með á....... Engin verðlaun fyrir að fatta svarið því það kemur fram á Wikipedia. Ekki veit ég hvernig maður kemur fyrir 500 lokkum á.........Hún er ansi skrautleg og alltaf gaman að sjá hana.

Að lokum, ég er að fara til Írlands næstu helgi með Joy og Conor. Ég veit við keyrum eitthvert heim til Joy en ég hef bara ekki hugmynd hvar það er og er slétt sama. Ég er að fara í frí og það til Írlands þar sem Leprechauns búa og konurnar líta út eins og karlar. Þetta kemur frá Joy og á víst við um einhvern ákveðinn bæ. Hún segir að henni líði eins og hún hafi óvart farið inná karlaklósettið þegar hún fer að djamma þarna. Skemmtilegt. Hlakka til að fara þangað.

5 comments:

Anonymous said...

ojjjjjjjjjjjj sko konan ekki músin, þær eru sætar!! Finnst ógeð svona lokkar, fæ bara hroll. Skemmtu þér vel í ferðalaginu.
Kv. Guðrún

Pretty Pig said...
This comment has been removed by the author.
Pretty Pig said...

Jæja Guðrún.

Hvor okkar ætlaði að sofa á gólfinu hjá Þórhildi.

Ha ha ha ha ha ..........

Þar sem þér finnast mýsnar svona sætar þá dæmist það á þig. Þú sefur þá amk. ekki ein.

Anonymous said...

Svo lengi sem eru engar kóngulær þá lifi ég það af að sofa á gólfinu ;)

Pretty Pig said...

Annars er það spurningin hvort músin leysi ekki vandamálið með mylsnuna og matarleyfarnar á gólfinu í eldhúsinu. Nú þarf enginn að sópa lengur og allir geta trítlað á tásunum á eldhúsgólfinu án þess að stíga á mylsnuna.