Ætli ég byrji ekki á að svara spurningunni sem brennur á öllum. Er heilsan betri? Já, ég er öll að koma til. Er með ljótan hósta en háls og eyrnaverkur farinn. Fór til læknis í fyrradag sem sagði að þetta væri bara týpísk vírussýking. Og ekki orð um það meir. Mamma og Anna Guðrún eru að koma í heimsókn á fimmtudaginn svo það er bara gleði framundan.
Síðastliðin helgi var ekkert sérstök. Planið mitt var náttúrulega að fara að djamma en það var ekki í boði. Hluti af vinahópnum fór nú samt og ákvað að vera í eldhúsinu okkar. Ég var algert hræ svo ég vildi bara vera í friði (og leit út eins og dauðinn sjálfur). Þessar skepnur reyndu allt til að fá mig fram í eldhús. Ég skellti að lokum á mig maskara og druslaðist inn í eldhús þar sem fólk var í hinu ýmsasta ástandi. Sem betur fer fóru þau fljótt í bæinn. Daginn eftir var María veikari en ég sökum þynnku. Allavega verður nú bætt úr þessu á næstunni. Sem betur fer er fólk að djamma hvenær sem er vikunnar og alltaf til í tuskið.
Tuesday, April 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Skál fyrir betri heilsu og því að vinir þínir drógu þig út úr herberginu :D
Frábært að mamma þín og Anna Guðrún séu að koma :)
Knús
Fínt að heyra að það skipti engu máli hvenær maður mætir á svæðið alltaf hægt að djamma ;)
Kv. Guðrún
Post a Comment