Vikan er búin að vera ansi annasöm. Eða svoleiðis. Allavega nóg að gera. En skólinn er ekki byrjaður ennþá. Byrjar í næstu viku. Ég fór í Ikea til að kaupa eitt og annað í herbergið. Efst á lista var yfirdýna því rúmið mitt var heldur hart. Kærastinn hennar Tiffany er semsagt skoskur golfspilari og hann keyrði okkur. Ég er ekki enn farin að skoða borgina almennilega. Er alltaf að labba sömu göturnar. Semsagt í skólann og bankann. En ég stefni á ýmsar túristaferðir á næstunni. Ef ég er ekki að drukkna í skólanum. Í dag var fyrsti hittingur með meistaranemum í sálfræði og bekknum mínum. Það eru semsagt 4 bekkir sem hafa ca. 10 manns. Okkar bekkur eru bara 6 manns. Stelpur frá Kína, Kanada, UK og írskur strákur. En það er gott að hafa lítinn hóp. Svo verðum við í kúrsum með einhverjum af hinum meistaranemunum. Mér líst bara rosa vel á marga þarna. Aðallega stelpur sem eru í Psycholinguistics (ekki spurja því ég gæti ekki svarað). Ég reyndi að þröngva mér uppá þær aðeins. Svo var strákur þarna sem lítur út eins og dökkhærður Jude Law.....wink wink.... Kennararnir eru allir super nice og skemmtilegir. Eitthvað annað en þurrpumpurnar sem ég hafði heima. Og sú sem er yfir mínu námi er algjör ljúflingur. Bara yndisleg.
Já ég er bara bjartsýn á þetta í augnablikinu. Verð að viðurkenna að ég sveiflast samt soldið....bjartsýn....svartsýn. En það er bara ég.
Annars er ég held ég að aðlagast ágætlega. Farin að rata aðeins og svona.
Allavega, þetta voru nýjustu fréttir frá Edinborg. Af mér í Edinborg þ.e.a.s.
P.s. Mig langaði að nefna að ég keypti mér kjól um daginn í HM (nei ég fór ekki aftur) og fékk hann á 5 pund :) Og hann er rosa sætur. Svo kosta slúðurtímaritin hér frá 1-3 pund. En reyndar er margt annað ekki svo ódýrt.
Wednesday, September 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
En auðvitað þarf maður ekkert nema sætan kjól og tímaritum.... þannig að... you're home!!!!!! :-) Það hljómar allt æðislega vel... dökkhærðan Jude Law... wink wink... hann hljómar líka ansi vel... pout baby, pout... and a low-necked top never hurt anybody... raaaaa!!
vá hvað þetta hljómar eitthvað vel. Já yndælir kennarar er ekki eitthvað sem maður vandist í sálfræðinni hér heima.
Svo líst mér gasalega vel á þennan dökkhærða Jude Law...eg myndi reyna að kynnast honum betur ;)
Það er greinilega margt spennandi framundan :)
Kveðja, Þórunn
Hi sys, ég sé að ég verð að æfa mig í slanginu, svo ég geti tekið þátt í blogginu með "the homies". Gott að sjá að allt gengur vel hjá litla shopaholikinum. Ástarkveðja frá öllum á Urðarveginum.
Kveðja
Stóra sys.
Post a Comment