Wednesday, September 19, 2007

Skólinn hafinn

Ég fór í fyrsta tímann í gær. Stundarskráin er sem betur fer mjög þægileg. Frí í dag til dæmis :)
Ég fór í tvo tíma í gær og ég var aðeins ringluð verð ég að segja. Ég var óundirbúin því ég var ekki búin að átta mig á hvernig hlutirnir virka. Og svo er hell að þurfa að vera í einhverjum umræðuhópum því mjög margir í bekknum eru enskumælandi en þó ekki Skotar. Það er mikið af Bretum, Könum, Kanadamönnum og Írum. Ég er ekki alveg tilbúin í einhverjar rökræður á ensku. Er enn að venjast hinum ýmsu hreimum. Enskan mín sem átti að vera svo fín er þvílíkt að bögga mig. En þetta hlýtur að fara að koma.
Á mánudaginn löbbuðum við upp á Arthur´s Seat (250 m) í Holyrood Park. Ég var rosa glöð að komast í smá náttúru og smá hreyfingu. Og þessi staður er bara rétt hjá mér :) Það er allt svo rosa rétt hjá mér að ég get ekki verið annað en glöð með það. Ég hef meira að segja ekki tekið strætó ennþá. Ég er 12 mínútur að labba í skólann (voða nákvæmt) og kannski 20-25 í bæinn.
En ég verð að viðurkenna að það er drullukalt hérna núna. Ansi íslenskt veðurfar finnst mér.
Sambúðin gengur vel. Apple frá Kína er voða ljúf og yndæl. Hún er ekki mikið fyrir sopann en ofsalega fín. Maria er brilliant. Tiffany er mjög amerísk. Segi ekki meir. Ég komst að því í gær að Tiffany er með íslenskan kennara. Mér finnst það mjög merkilegt. Ég var farin að halda að ég væri eini íslendingurinn í þorpinu. Anywho, þarf að fara að gera eitthvað af viti.

3 comments:

Pretty Pig said...

Það er nú heilmikið að viti að blogga til okkar sem erum ekki með þér úti.
Annars eru allir komnir á sinn stað hér á Ísafirði.
Elsku besti litli Grís hafðu það sem best og njóttu alls þess sem staðurinn og fólkið hefur upp á að bjóða því þegar þú nálgast minn aldur þá ferðu að líta til baka til gömlu og góðu dagana þegar æskan er í fullum blóma.
Þá er gott að eiga góðar minningar.

Kveðja frá Pretty Pig í blíðunni á Ísafirði.

Þórunn said...

Ja, ég skil vel að þér vaxi aðeins í augum að halda uppi rökræðum á ensku þegar þú þarft að hlusta á margar mismunani málýskur. En það venst nú örugglega fljótt. Svo verður þú örugglega farin að dreyma á skosku bráðum.
En annars virðist þú eiga frekar normal sambýlinga, heyrist mér. það er nú ekki sjálfgefið.
kveðja,

Curly said...

Hey hey njóttu lífsins áður en skólinn byrjar á fullu, ég er svo að drukkna að það hálfa væri nóg meira að segja smá pása í bjórþambinu og alles til að koma skólanum á rétt ról.
Kveðja frá rigningar Köben

Ps. Bið að heilsa Jóni/Tóta togarasjómanni