Sunday, September 9, 2007

Sambýlingar úr öllum heimshornum

Ég sökka í fyrirsögnum. Anyways, þá eru allir sambýlingar mættir. Þetta eru semsagt 3 stelpur. Tiffany frá Mississippi, USA (mjög amerískur hreimur), Apple frá Kína og svo var Maria frá Mexico að koma núna áðan. Mér líst bara vel á þær. Allar úr sitthvorri áttinni en þær eru allar super friendly. Allavega enn sem komið er. Ég er búin að vera að kaupa eitt og annað til að gera "heimilið" meira kósý. Á reyndar slatta eftir því það voru bara basic hlutir hérna. Ég viðurkenni það bara strax að ég fór í HM og keypti mér smotterí. Ég ætla ekki að þykjast neitt hér. Ég mun kíkja þangað öðru hvoru. Þetta er hvort eð er svo drulluódýrt.
Ég fór í morgun á einhvern introduction session sem var bara smá fyrirlestur. Ég fer á fleiri svoleiðis seinna. Það er lítið djamm í gangi enn sem komið er og mér sýnist að deildin mín ætli ekki að standa sig í því svona í byrjun. En oh well. Ég hlýt að finna einhvern svelg einhvers staðar. Ég er rosa ryðguð í enskunni. Þetta hlýtur að fara að koma hjá mér. Svo ég ætla að leyfa mér að sletta hérna á blogginu eins og motherf..... Ég þarf að æfa mig. Líka í blótinu :)
Á morgun er ekkert sérstakt að gera nema kíkja í banka. Næstu daga hitti ég svo deildina. Það verður áhugavert. Vona að þetta verði ekki einhverjir brjálæðingar eins og mér er sagt að sálfræðinemar geti verið (skil ekki hvaðan það kemur).
Jæja, ciao for now.

4 comments:

Anonymous said...

Apple frá Kína? Hm... allt í lagi! ;-) En vá fórstu til HM? I'm stunned! hehehehehe! Ég er mjög glöð að heyra að þú hafir það gott... já student flats eru pínu spes... en heyrðu... kertir... það hjálpar!! Eða vertu bara full... þú tekur ekkert eftir því þá! Hlakka til að heyra meira frá þér... knús og kossar...

Gudrun Valdis said...

Geturdu ekki bara virkjad sambylinga i djammid fyrst ad deildin er eitthva slopp :) og HM hljomar ekki illa, skil vel ad tu sert adeins farin ad versla!!

Þórunn said...

hmmm...kannast við ósmekklegar stúdentaíbúðir..(hóst)en sem betur fer getur maður vanist öllum anskotanum. Mér lýst vel á sambýlingana þína, gæti orðið nokkuð dýnamísk blanda..sem gerir þetta bara áhugaverðara
Annars kynnist maður fólki best með því að detta íða með því...þessvegna mæli ég með því að þú bjóðir nágrönnunum í rammíslenska kjötsúpu..áfenga....og let the party begin.
kveðja, þórunn

Curly said...

váá hvað ég kannast við þetta H&M vandamál. Stórhættulegt að labba fram hjá þessu á hverjum degi, ég er búin að vera í Köben í 4 vikur og er svona rétt að ná kúlinu yfir að komast í H&M hvenar sem er, þ.e að ég þarf ekki að kaupa alla búðina þó ég kíki inn. Frábært að þér líst vel á þetta, þú verður komin á fullt í djamminu innan skamms ef ég þekki þig rétt ;)

Stór knús til þín sæta mín