Nú styttist heldur betur í brottför. Ég er bara mjög spennt. Ekkert of stressuð. Síðasti vinnudagurinn var á föstudaginn sem var mjög skrítið. Maður á þarna hálfgert heimili og litla fjölskyldu og svo er bara komið að kveðjustund. En stelpurnar mínar eiga sko ekki eftir að fá að gleyma mér. Ég held ég gæti bara ekki átt betri samstarfsfélaga. Þær héldu fyrir mig kveðjudinner á föstudagskvöldið á Vegamótum. Ég var mjög ánægð með það og kveðjugjöfina og armbandið frá Lisu. Kiss kiss fyrir það stelpur. Á laugardagskvöldið var svo kveðjudinner með hluta af fjölskyldunni. Fórum á Tapas barinn sem klikkar ekki. Allavega er ég alltaf ánægð. Elska útlandafílínginn sem ég fæ þegar ég fer þangað. Vorum líka svo heppnar að lenda í steggjapartíi en það var bara fjör.
En jæja, ég er kannski ekki dugleg að blogga en ég er bara að reyna að drepa fólk ekki úr leiðindum. Hver nennir að hlusta á mig tala um ekki neitt. Vonandi hef ég frá miklu að segja þegar ég kem út.
Sunday, September 2, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Það er sko ótrúlega mikið af fólkið sem eru til í að heyra þig að tala um ekki neitt elskan... ótrúlega mikið!! :-) en við eigum eftir að sakna þín... don't do anything I wouldn't do over there in rainy Scotland!! And a word of advice... take an umbrella!!
Ég ætla sko að kaupa mér regnhlíf og regnkápu....og ýmislegt annað. Kannski eitt par af skóm....eða tvö ;)
Eða kannski þrjú eða fjögur eða......
Sumir fara á listasöfn til að skoða skúlptúra og myndir. Jafnvel kaupir mynd á vegginn hjá sér.
Aðrir fara í skóbúðir, skoða úrvalið og jafnvel kaupa skó til að skreyta fótinn á sér.
Þetta er allt list elskan.
Ekki afsaka þig á skóeign.
Hey Hey þú ert að massa mig í blogginu Skoska gella. Ég er nú samt búin að taka mig smá til og blogga hehe gerði það eiginlega bara til að þú hættir að skamma mig....
Annars er ég bara orðin ótrúlega spennt fyrir þína hönd, þetta verður æði... ekki annað hægt þegar skoskir gaurar flæða um allt ;)
Cherrs mate
Jeiiiii gat loksins opnad bloggid titt :) Eg myndi kaupa sko ad sjalfsogdu, var adan a labbi a gotu sem var bara med skobudum, ekki svo slaemt!
ég hlakka til að fá tíðindi af þér gamla.....og takk fyrir lunch :)
Post a Comment