Síðasta kvöldmáltíðin var semsagt cheerios og brauð með eggi. Ég á eftir að sakna cheerios mest af öllum matnum. Held það sé ekki til í UK. Ég er búin að vera að pakka og fegra mig í allan dag. Maður verður að vera íslensku kvenfólki til sóma þegar maður fer erlendis. Við höfum orðspors að gæta. Annars er ég ekki alveg búin að pakka. Það er skuggalega lítið pláss eftir í töskunni. Veit ekki alveg hvernig ég ætla að klára þetta en setningin "ég kaupi þetta bara þegar ég kem út" hefur heyrst nokkrum sinnum í dag. Svo er forgangsröðunin hugsanlega ekki alveg eins og hún ætti að vera. Ég ákvað að taka engar skólabækur með. En þeim verður komið til mín einhvern veginn ef ég þarf þær.
En stemmingin er fín bara. Ég er eiginlega löngu ready to go. Langt síðan ég fór að hugsa hvernig maður segir hitt og þetta á ensku. Hef líka staðið mig að því að undrast á því þegar fólk í búðum talar íslensku. Svona eins og þegar maður er í útlöndum og heyrir í íslendingum. En ég á eftir að sakna ótrúlega margs. Það er ekki spurning. Anyways, adios amigos. Næst þegar ég skrifa verður það frá Edinborg. Wish me luck.
Thursday, September 6, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ, góða ferð dúllan mín.
Ég held að þú eigir eftir að skemmta þér svo vel í Edinborg að þú gleymir því að það hafi nokkurntíman verið til cherious ;)
Hlakka til að heyra fréttir af þér.
Kveðja, Þórunn
Luck!! Og elskan... who cares about Cheerios when you can have Kellog's Honey Nut Loops? Þetta er sko okkar "bresk" útgáfu af Cheerios... alltaf gaman að hafa "an insider"! Bless elskan, góða ferð og hafðu það rosa gott úti!! :-) ciao... xxx
Post a Comment