Það hefur lítið gerst síðustu daga. Ég hef eitthvað verið að reyna að læra en það er frekar óljóst hvað ég á nákvæmlega að vera að lesa. Ég er eitthvað að reyna að átta mig á því hvernig kerfið virkar hérna. Svo er ég aðeins að upplifa það hvernig það er þegar fólk heldur að maður sé eitthvað tregur. Ég skil ekki alveg alla hérna. Til dæmis er ein írsk stelpa í skólanum sem ég hef aðeins verið að spjalla við. En hún mumblar og er með sterkan hreim. Ég er í stökustu vandræðum með hana. Mér finnst ég stundum fá einhvern aumingjasvip frá fólki. Kannski er það bara ímyndun í mér.
Ég og María kíktum aðeins út á föstudags- og laugardagskvöld en vorum frekar rólegar bæði kvöldin. Erum að reyna að finna spennandi skemmtistaði en það gengur ekki vel svona í byrjun svo við endum yfirleitt á pöbb sem heitir The Peartree. Hann er rosa kósý með stórum garði. Ég smakkaði bananabjór ef einhver hefur áhuga á að vita það. Ég mæli ekki sérstaklega með honum en ég ætla pottþétt að smakka jarðaberjabjórinn. Ég keypti hann í sælkerabúð sem er rétt hjá okkur sem er með ekkert smá flott úrval af mat og drykk. Og það er allt svona gourmet (geri bara ráð fyrir að þetta sé rétt skrifað). Þeir selja meira að segja Reyka Vodka.
Sambúðin gengur ágætlega en það eru komnir brestir. Ameríska og kínverska stelpan fóru að rífast í vikunni. Smá drama yfir engu. Ég og María yppum bara öxlum og reynum að blanda okkur sem minnst í þetta. Ég kann nú ekki við að lýsa því nákvæmlega hvað er í gangi þar. Maður á nú ekki að vera að tala illa um fólk, er það nokkuð?
Annars er búið að vera ljómandi fínt veður hjá mér. Í gærkvöldi var bara hlýtt og gott. Eins og íslenskt sumarkvöld. En um daginn var hryllilega kalt. Svo það getur allt gerst.
Ég ætla að skella inn nokkrum myndum sem María tók. Kann ekki að gera myndaalbúm svo ég óska eftir leiðbeiningum með það.
Ég býst við að koma heim um jólin frá 16 - 30 des. En það er óstaðfest ennþá.
Jæja, ég þarf að fara að læra núna. Er að lesa bók um aðferðafræði frá grunni því ég er í kúrs sem gerir ráð fyrir að maður sé með það alveg á hreinu. Hvað á ég að muna um aðferðafræði sem ég notaði síðast fyrir 6 árum? Sem betur fer eru flestir lost í þessu eins og ég.
Sunday, September 23, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Já, sambúð með kínverjum er ekki alltaf dans á rósum. Belive me. Vona bara að hún fari ekki að geyma hjólið sitt inn í stofu hjá ykkur eins og "minn" kínverji vildi gera.
Annars hef ég stundum verið að pæla í hvort það að útlendingur sé ekki pínulítið eins og að vera með einhverfu. Maður sker sig ekki út í útliti og það er því ekki fyrr en maður byrjar að tafsa málið að það kemur í ljós að það er ekki allt með felldu (það er, maður skilur ekki allt)
Annars ættu allir Írar að vita að þeir eru óskiljanlegir.
Góða skemmtun :)
ps: Ég datt alveg rosalega í það á föstudaginn með vinnufélögunum þannig að ég vona að þú sért stolt af mér. Er ekki alveg vonlaus í þessu :)
Kínverska stelpan er ágæt ennþá. Þessi ameríska er soldið spes skulum við segja. En það er einmitt þetta sem ég var að tala um með að vera útlendingur. Maður virkar eitthvað skrítinn. En ég er svakalega stolt af þér. Varstu nokkuð að daðra við unga drengi?
Hej min skat
Frábært að heyra að djammið sé aðeins komið af stað hjá þér. Alltaf erfitt að finna staði svona fyrst á meðan maður er að kynnast borginni. Reyndar er ég búin að finna stað hér í Köben sem maður fær 2 koktela á verði eins eftir kl 23, kíkti þangað á föstudaginn og men það var drukkið :)
Annars já klúður með þessa skóla hvað það þarf að vera mikið að gera í þeim, væri svo til í að hafa bara ekkert heimanám hehe
Hilsen frá Köben
I inclination not acquiesce in on it. I over polite post. Particularly the appellation attracted me to be familiar with the sound story.
Good dispatch and this mail helped me alot in my college assignement. Thanks you as your information.
Post a Comment