Monday, December 17, 2007

Komin heim....í bili

Jæja peeps. Ég er komin heim. Mér finnst það soldið sérstakt en bara notalegt að koma í hlýtt jólaskreytt hús. Eitthvað annað en myglugrænir veggir og verksmiðjugólfteppi eins og á Causewayside. Veðrið er samt alveg glatað. Ég hafði nú heyrt að veðrið í Skotlandi væri ekkert sérstakt og átti von á að það væri bara svipað og hér. En nei ó nei. Amk miðað við síðustu þrjá mánuði þá er bara engan veginn hægt að líkja þessu saman. Næstu tvær vikur fara líklega í alls kyns nauðsynlegar aðgerðir, hittinga og því miður þá verð að ég að læra eitthvað líka. Já svo verður Ísafjörður heimsóttur.


P.S. Ég er komin með gamla símanúmerið mitt.

Monday, December 10, 2007

Kúka próf og skrítin helgi

Það er vika í mig. Ég er allavega spennt. Ég var í prófi í síðustu viku. Rosalega var ég svekkt. Ég var búin að læra vel og skoða gömul próf og svona. Fer svo í prófið og byrja og gengur rosa vel. Prófið var þrískipt og ég semsagt áætlaði 40 mínútur á hvern part (prófið var 2 tímar). Ég skrifaði og skrifaði eins og brjálæðingur en prófið var ótrúlega langt. Til að gera langa sögu stutta þá náði ég ekki að klára prófið :( Ég áttaði mig fljótlega á að tíminn var knappur svo ég sleppti úr spurningum sem ég vissi að ég þyrfti að hugsa um en ég náði aldrei að kíkja á þær aftur. Damn.... ég var ógeð svekkt. Ég hefði getað fengið góða einkunn. Svo var ekki minna svekkjandi að hinum tókst flestum að klára (ekki Rahul) en fannst þetta samt knappur tími. Jæja, þýðir ekki að gráta það. Stundum er lífið bara ósanngjarnt. Núna er ég semsagt að fara að byrja á ritgerð og mun vera í því út vikuna. Það er svosem í lagi enda María farin og Brandon fer á morgun. Ég og María kíktum á smá djamm á laugardaginn. Það var ansi skrautlegt í lokin. Nenni ekki að segja frá því. Jens hinn þýski fékk heimsókn frá kærustunni um helgina (sem er nota bene 20 ára). Allt í fína með það en þetta er eitthvað dularfullt samband. Hún kemur voða róleg og feimin. Seinna um kvöldið heyri ég þennan svakalega grátur og ekka. Stuttu seinna byrjar rosalegt rifrildi og læti og þetta stendur yfir í nokkra klukkutíma. Við náttúrulega heyrum allt milli herbergja (og mitt herbergi liggur við baðherbergið...lovely). En þar sem allt fór fram á þýsku erum við engu nær með hvað gekk á. Svo seinna virtist allt í himnalagi. Jæja, hún er að fara í dag og ég er fegin. Ég heyrði líka oft í þeim saman á klósettinu. Meira að segja var einn eldhússtóllinn kominn inn á bað. Jæja...
Allavega, later. Hlakka til að sjá einhverja heima.

Sunday, December 2, 2007

I loooove MAC

Ég fór í MAC í fyrsta skipti í vikunni. Ég þarf að gera mér ferð þangað sérstaklega svo ég hafði ekkert farið fyrr. Guð minn góður hvað ég elska þessa búð. Ég fæ alltaf fyrsta flokks þjónustu þarna sama hvar í heiminum ég er. Svo eru vörurnar náttúrulega æði. Ég eyddi helling skulum við segja og mig langaði helst að kaupa líka stelpuna sem var að afgreiða mig (sem förðunardömu auðvitað). Eyðslan var samt eins konar meðferð svo í rauninni er það ódýrara en að fara til sálfræðings ;) Ég hugsa það þannig. Nú er skólinn búinn og ég á að vera að læra undir próf (eða skrifa ritgerð). Tölfræðipróf á fimmtudaginn sem getur ekki verið annað en skemmtilegt. Við fórum óvænt á djamm á föstudaginn. Ég og María hittum Brandon og Rahul sem eru bekkjarfélagar mínir. Mjög skemmtilegir báðir tveir en þó ólíkir. Rahul er mjög klár og ör og létt klikkaður. En það er mjög gaman að honum. Brandon er eldri og rólegri. Við entumst alveg til 4 sem er seinna en venjulega fyrir mig.
Ég er aðeins byrjuð að kíkja á jólagjafir en það er stórhættulegt. Ég hef enga sjálfstjórn ef ég fer inn í HM........ENGA. Ég er alvarlega að hugsa um að giftast til fjár svo ef þið þekkið einhvern gamlan skarf sem á fullt af peningum og er á lausu þá hafið mig í huga.
Jæja, fleira er ekki í fréttum. Jú reyndar þarf Jens hinn þýski hugsanlega að flytja út frá okkur (löng saga) sem við erum ekki hressar með því hann er sérlega ljúfur og þægilegur og ég er viss um að hann fer bráðum að tölta um íbúðina ber að ofan (það er það eina sem við biðjum um). Annað er að Jude Law töffarinn í sálfræðinni er byrjaður með einhverri smástelpu sem er líka í sálfræðinni. Það tók ekki langan tíma. Það verður gaman að fylgjast með því.

Sunday, November 25, 2007

Nýr meðleigjandi

Það er kominn karlmaður á heimilið. Sú kínverska sem flutti út fyrir nokkrum vikum síðan kom í síðustu viku með tvo menn sem vildu flytja inn. Því miður var ég sú eina sem var heima svo ég neyddist til að hitta þá (þetta var þynnkudagurinn mikli by the way). Annar var Þjóðverji, 24 ára gamall og hinn Ítali um fertugt. Eftir að þeir fóru bað Apple mig um að velja á milli þeirra. Mér fannst Ítalinn eitthvað skuggalegur svo ég valdi þann þýska. Hann var mjög vinalegur og ég vissi að María og Tiffany hefðu viljað hann. Nú er hann semsagt fluttur inn og mér sýnist að sambúðin verði bara góð. Á föstudaginn var síðasti fyrirlestur annarinnar. Ég er búin að halda samtals 7 fyrirlestra (presentations) þessa önn. Þetta er þó yfirleitt mjög stutt og oftast erum við í hóp. Engu að síður er þetta stressandi, a.m.k. fyrir mig.
Þegar Inga Jóna kom hérna síðustu helgi bað ég hana að koma með harðfisk fyrir mig. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af harðfiski en finnst ágætt að smakka hann öðru hvoru. Þetta var meira svona til að gefa öðrum að smakka. Ég var hissa á því hvað fólk var lítið spennt. Þeim fannst lýsingin ekki spennandi og svo var lyktin ekki að hjálpa. Ég geymi fiskinn í 4 plastpokum en hann lyktar samt svo ég hef verið að reyna mitt besta að losna við hann. Ég hef beitt suma miklum þrýstingi og tekist að gefa nokkrum smakk. Fólki hefur yfirleitt fundist fiskurinn betri en það bjóst við en ég veit ekki hvort það segi þetta til að vera kurteist. Skiptir mig engu máli, ég vil bara losna við fiskinn.
Nú eru bara 3 vikur í heimkomu. Ég veit að margir bíða eftir mér í ofvæni ;)

Sunday, November 18, 2007

Busy bee

Síðasta vika var mjög strembin. Ég þurfti að halda tvo fyrirlestra (bara 10 mínútur og stundum með hóp en finnst það ekki skemmtilegt) og skila inn einni lokaritgerð. Það var semsagt nóg að gera en ég var svo heppin að Inga Jóna var í bænum svo ég hitti hana og vinkonu hennar á föstudagskvöldið. Það þarf kannski ekki að taka það fram að ég sletti ærlega úr klaufunum og fékk að finna fyrir því daginn eftir. Fyrsta almennilega þynnkan í Edinborg. Við fórum á allavega 4 skemmtistaði og enduðum á því að hitta félaga minn í skólanum. Ég skemmti mér allavega konunglega. Guuuððð ég lenti í svo vandræðalega atviki áðan. Eða mér fannst það amk. Ég fór inn í bókabúð sem er ekki í frásögur færandi. Þegar ég labba inn sé ég einn kennarann minn og hann er þarna eitthvað að væflast (hann var ekki að skoða bækur, meira svona að skoða sig um). Anyways, þessi kennari er ferlega luralegur og frekar ómyndarlegur. Hann er alltaf eitthvað hálf awkward greyið með hálf misheppnaða brandara í tíma. Allavega, ég brosi til hans og heilsa. Hann byrjar svo að spjalla um veðrið og eitthvað fleira. Allt í lagi með það. Svo segir hann: "ertu í skóla hérna eða...". Ég bara "sorry what". Og hann endurtekur spurninguna. Og ég segi:"I´m in your class. Advanced Psychology". Guð minn góður hvað hann varð vandræðalegur. Hann hafði ekki hugmynd um það og hefur eflaust haldið að hann væri kominn á séns þarna í Blackwells bókabúðinni. Ég skildi ekkert í þessu. Var náttúrulega alveg viss um að hann þekkti mig því ekki nóg með að ég er í bekknum hans (sem er nú ekki svo stór) þá hafði ég kynnt mig fyrir honum fyrsta skóladaginn og oft séð hann á göngunum. Greyið kallinn. Held honum hafi ekki fundist þetta skemmtilegt. Ég hef það líka á tilfinningunni að hann sé frekar óheppinn. Hann er soldið eins og teiknimyndafígúra og er örugglega alltaf að lenda í einhverju svona. Mér fannst þetta náttúrulega svakalega fyndið eftirá.
Jæja, innan við mánuður í heimkomu. En nú bíða mín tveir fyrirlestrar fyrir næstu viku og ýmislegt fleira. Svo það er líklega best ég skelli mér í lærdóm.

Wednesday, November 7, 2007

Tveir mánuðir í Edinborg

Ég ákvað að skella nokkrum myndum inn frá Halloween kvöldinu. Ég held ég setji ekki mynd af mér í dúkkumúnderingunni. Ég sleppti líka að setja inn ljótumyndir af mér sem voru líklega 80% af myndunum. Enjoy....

Brandon og Rahul

María og Brandon með crazy eyes



Rahul, Brandon, María og moi
Jæja, þetta voru víst bara þrjár myndir. Skýringin er að allt hitt voru ljótumyndir. Oh well...

Friday, November 2, 2007

Halloween

Enn ein snilldar fyrirsögn hjá mér. Vikan er búin að vera þokkaleg félagslega séð. Sem þýðir náttúrulega að ég hef ekkert verið að læra. Á mánudaginn kíkti ég í "partý" hjá einni sem er með mér í bekk. Það voru ekki margir svo við stoppuðum stutt. Drukkum nokkra bjóra samt. Á þriðjudaginn átti að vera heljarinnar Halloween partý í húsinu mínu. Ég og María vorum þvílíkt fínar, ég sem dúkka og hún sem köttur. Ég reyndar klikkaði aðeins á búningnum mínum því það virðist vera þannig að stelpur eiga að vera í sexy búning. Það var allavega vinsælt sýndist mér. Ég var meira svona kjánaleg en sexy (kannski af því að mér finnst kjánalegt að reyna að vera sexy í búning á hrekkjavöku). Anyways, ég og María mætum og það voru kannski 10 manns þarna. Svo átti að tölta á einhvern skemmtistað niðrí bæ en þar voru allir í kringum tvítugt. Needless to say, við fórum snemma heim. Drukkum samt tvo bjóra. Á miðvikudaginn var svo Halloween. Það voru hátíðahöld niðrí bæ svo ég og María ákváðum að kíkja en stoppa stutt.
Við hittum tvo bekkjarfélaga mína og fórum með þeim niðrí bæ. Hátíðahöldin voru ágæt en við sáum reyndar lítið sökum hæðar. Maður er nú vanur því. Kvöldið endaði reyndar á djammi og við hittum írska stelpu sem er með mér í bekk líka. Fórum með henni á írskan pöbb sem ilmaði af ælu og gólfin voru vel klístruð. Það var reyndar mjög gaman. Allir vel hressir. Drukkum nokkra bjóra og svona. Ég verð að segja að af því fólki sem ég hef hitt hérna eru Írarnir að skara framúr í skemmtilegheitum. Kanar og Kanadamenn hafa ekki verið að heilla mig (þó er einn fínn bekkjarfélagi frá USA). Ég er hissa hvað Kanadamenn hafa reynst óspennandi. En ég er ekki að alhæfa neitt hér. Ég er bara að miða við reynslu mína hérna. Jæja, í gærkvöldi fórum við svo á tónleika með hljómsveit sem heitir Glas Vegas (frá Glasgow). Þetta er nú ekki þekkt hljómsveit held ég en tónleikarnir voru fínir. Ég fékk mér bara diet coke. Helgin er óplönuð. Virkileg þörf á að læra svo ég ætla að reyna það. Veit ekki með annað.
P.S. Ekki búin að kaupa digital ennþá. One day.....

Wednesday, October 24, 2007

Nokkrar myndir


Í miðbænum á laugardegi



Victoria Street



Grafhýsi í Greyfriars kirkjugarðinum



Waverley Bridge



Á Starsailor tónleikum



Systa, Amma, Mamma og ég á Tapas barnum á Íslandi

Sunday, October 21, 2007

Dunfermline

Ég hef komist að því að Edinborg er ekki endilega besta verslunarborgin. Við höfum allar þessar helstu búðir eins og HM, Topshop og River Islands en það er ekki ein einasta Primark. Glasgow hefur 4 Primark og allir minni bæir hér í kring hafa amk eina Primark. Fyrir þá sem ekki vita þá er Primark verslun sem selur allt mögulegt á því fáránlegasta verði sem sést hefur. Auðvitað fylgir þá að gæðin eru ekki upp á marga fiska. En who cares þegar maður fær djammtösku á 350 krónur (er búin að nota hana einu sinni og hún hrundi ekki í sundur) og stígvél á 1500 kall. Ég hafði semsagt heyrt um þessa búð en aldrei orðið svo fræg að versla í henni. Ég og María ákváðum að skella okkur í Primark og völdum að fara til Dunfermline því það var styst og ódýrast að fara þangað. Þetta er gamall lítill bær og var eitt sinn höfuðborg Skotlands. Mér fannst æðislegt að fara þangað. Mjög sætur staður og flestir þarna voru smábæjarskotar. Við fórum bara inn í Primark og gerðum ljómandi fín kaup. Ég borgaði fyrir allt 5800 krónur og fyrir það fékk ég kápu, stígvél, veski, sokkabuxur, leggings, fullt af nærfötum, flip flops og íþróttatopp. Ég er ekki sannfærð um að þetta verði endingarmestu flíkur sem ég hef keypt en það kemur í ljós. Varðandi síðasta blogg þá vil ég benda á að Edinborg hefur einna lægstu glæpatíðni af borgum í UK (las það einhvers staðar). Hvernig það getur verið skil ég ekki alveg því við erum endalaust að sjá fólk í annarlegu ástandi. En allavega, það er busy vika framundan. Það verður sérstaklega mikið að gera eftir næstu viku í skólanum. Anda djúpt.....

Sunday, October 14, 2007

Trainspotting City

Önnur vika og helgi liðin. Tíminn bara flýgur áfram hérna. Mest lítið að frétta samt. Veðrið er búið að vera algjörlega bjútífúl. Hlýtt og lítið rignt. Kannski ljótt að segja frá því þar sem september var sá blautasti á Íslandi í 50 ár. Ég fór í ræktina tvisvar í þessari viku og er sérlega stolt af mér. Aðstaðan er mjög fín og árskortið er bara 75 pund. Ég ætla að skella mér á það því það er algjörlega þess virði. Þvílíkur unaður að geta aðeins reynt á sig. Kemur mér alltaf á óvart þegar mér finnst gaman í ræktinni. Verst að mér finnst ekki svo gaman að ég nenni oftar en 3svar í viku.
Þessi helgi var ansi róleg þar sem María litla var að drukkna í lærdómi. Við kíktum reyndar út á fimmtudagskvöldið og hittum þar óvænt nágranna okkar. Það var fínt að kynnast þeim aðeins betur. Margir þeirra eru að læra tónlist eða vita mikið um tónlist. Reyndar fórum við María út í gær og fengum okkur indverskt á litlum stað sem Kristín reyndar fann. Þegar ég fór þangað með Kristínu sátum við úti og það var róni sem sat á næsta borði (manstu Kristín?). Ég og María sátum á sama borði (takið eftir við sátum úti að kvöldi til :) og sami róninn settist á næsta borð. Stundum finnst mér eins og Edinborg sé minni en Reykjavík. Það bregst ekki að ef maður fer út úr húsi þá hittir maður nokkra nágranna og svo er ég farin að sjá sömu andlitin á götunum.
Ég verð líka að nefna að það er ótrúlegur fjöldi af huggulegum piltum hérna (reyndar líka konum því miður). Líklega eru flestir námsmenn svo þetta eru ekki endilega Skotar. Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er líka töluvert af dópistum hérna og skrítnu liði. Í gær var einn úti á götu að sparka í ruslatunnu. Það er víst ekki af ástæðulausu að Trainspotting gerist hér.
Engar áhyggjur people, ég kann lagið á þessu fólki ;)
Jæja, takk fyrir að lesa þið sem gerið það. Þið eigið heiður skilinn fyrir að nenna því.
P.s. Annað sem ég var að muna. Ég og Kristín fórum út að borða fyrst á Mexíkóskum veitingastað. Ég tók eftir pari sem sat á borði nálægt. Næsta kvöld fórum við á Indverskan stað og var þá ekki sama parið á næsta borði. Þetta var hálf vandræðalegt. Við vorum eins og stalkers (sérstaklega Kristín þó því hún lítur meira þannig út).

Sunday, October 7, 2007

Án sjónvarps en enn á lífi

Eftir slappleika í byrjun vikunnar kom Kristín Ó í heimsókn. Veðurspáin var ekki góð en sem betur fer rættist úr veðrinu. Það var alveg yndislegt. Við gengum því bæinn þveran og endilangan. Ég sá mun meira af borginni en ég hafði gert áður. Svo var kíkt á nokkra pöbba og svona þetta hefðbundna. Kíktum á kastalann og í Greyfriars kirkjugarðinn. Kristínu fannst nú ekki mikið til hans koma og fannst áhugi minn eitthvað óeðlilegur. Ég held hún hafi verið eitthvað skelkuð greyið yfir draugasögunum sem fylgja garðinum ;) En hún var mjög impressed yfir hvað ég vissi mikið um borgina. Sagan um Greyfriars Bobby fékk hana til að vökna um augun (í stuttu máli: lögreglumaður og húsbóndahollur hundur). En það var æðislegt að fá hana í heimsókn og pakka að heiman (bækur og súkkulaði og óvæntan bangsa).
Í dag fór ég svo með Mariu á japanskan veitingastað. Það var virkilega gott svo það kom skemmtilega á óvart. Svo kíktum við í bíó á myndina Control. Þetta er semsagt mynd um Ian Curtis söngvara Joy Division. Allavega mjög fín mynd. Annars verð ég að nefna að ég sá semsagt sjónvarp í fyrsta skipti um helgina síðan ég kom hérna út (nei við eigum ekki sjónvarp). Þetta var þáttur um kynskiptinga og þeir voru svo huggulegir að sýna hvernig þeir breyta karli í konu. Well......let me tell you. Þetta var ekki girnilegt og mig grunar að margur karlmaðurinn myndi falla í yfirlið yfir því sem var sýnt. Anywho, ef þið viljið nánari lýsingar getið þið spurt Kristínu.
Jæja, löng vika framundan. Cheers.

Monday, October 1, 2007

Potluck ofl

Síðasta vika fór að mestu í lestur og lærdóm. Það er bara hreint ansi mikið að gera. Öll fjölskyldan (sambýlingarnir) er búin að vera á haus. Fólk er að læra fram eftir nóttu og jafnvel sleppt því að sofa. Ég þarf kannski ekki að taka það fram að ég er ekki ein þeirra. Ég fúnkera ekki svefnlaus. Annars er fjölskyldan sátt núna og engin rifrildi.
Á meðan ég man. Ég er farin að tjá mig. Meira að segja vorum við í tíma í dag þar sem við vorum 3 í hóp að ræða rannsóknargrein og ég ákvað að segja frá greininni yfir bekkinn þó að hin tvö í hópnum séu með ensku sem móðurmál :) Ég var svakalega stolt af mér. Tek það fram að þetta var kannski ekki sérlega glæsilegt hjá mér en engu að síður.
Á laugardaginn eldaði Apple kínverskan mat handa okkur. Það var tja...áhugavert. Ég er náttúrulega svakalegur gikkur. En ég hefði borðað þetta hjá henni þó þetta hefði verið hundur með lirfusósu. Ég og María kíktum á pöbb um kvöldið en vorum rólegar að vanda. Á leiðinni heim hittum við stelpu sem býr í húsinu og hún bauð okkur í partý. Það kom reyndar í ljós að það var ekki í gangi svo við drifum okkur heim.
Á sunnudagskvöld var svo Potluck í húsinu mínu og næsta húsi við. Þá komu allir með eitthvað að borða og svo áttum við að mingla. Ég og María erum báðar pínu anti-social. En maður gerir sitt besta í svona aðstæðum. Þetta var allt saman nokkuð áhugavert. Það eru sko allra þjóða kvikindi í húsinu. Við stöldruðum reyndar stutt við enda skóli strax í morgun. Ég hef enn ekki hitt neina Íslendinga (heyrði reyndar í tveimur á laugardaginn) en margir hafa sagt mér að þeir hafi íslenskan bekkjarfélaga. Fólki finnst yfirleitt mjög spennandi að ég sé frá Íslandi og ég hef hitt marga Bjarkaraðdáendur. En ég verð að segja frá einu. Kærasti Tiffany trúði því ekki þegar hún sagði honum hvað ég væri gömul. Hann hélt ég væri yngri en 23 ára :) María hélt líka að ég væri yngri en hún en María er 26 ára. Við erum bara að tala um útlitslega hér. Ég fullvissaði mig um það.
Anyways, Starsailor tónleikar í kvöld og svo kemur Kristín Ó í heimsókn til mín á fimmtudaginn. Lucky me. Líklega best að kíkja aðeins í bækur núna. Maður verður víst að gera það eitthvað líka.
P.S. Mér barst kvörtun um að það gætu ekki allir kommentað. Ég held ég sé búin að laga það núna.

Sunday, September 23, 2007

Blíða í Edinborg

Það hefur lítið gerst síðustu daga. Ég hef eitthvað verið að reyna að læra en það er frekar óljóst hvað ég á nákvæmlega að vera að lesa. Ég er eitthvað að reyna að átta mig á því hvernig kerfið virkar hérna. Svo er ég aðeins að upplifa það hvernig það er þegar fólk heldur að maður sé eitthvað tregur. Ég skil ekki alveg alla hérna. Til dæmis er ein írsk stelpa í skólanum sem ég hef aðeins verið að spjalla við. En hún mumblar og er með sterkan hreim. Ég er í stökustu vandræðum með hana. Mér finnst ég stundum fá einhvern aumingjasvip frá fólki. Kannski er það bara ímyndun í mér.
Ég og María kíktum aðeins út á föstudags- og laugardagskvöld en vorum frekar rólegar bæði kvöldin. Erum að reyna að finna spennandi skemmtistaði en það gengur ekki vel svona í byrjun svo við endum yfirleitt á pöbb sem heitir The Peartree. Hann er rosa kósý með stórum garði. Ég smakkaði bananabjór ef einhver hefur áhuga á að vita það. Ég mæli ekki sérstaklega með honum en ég ætla pottþétt að smakka jarðaberjabjórinn. Ég keypti hann í sælkerabúð sem er rétt hjá okkur sem er með ekkert smá flott úrval af mat og drykk. Og það er allt svona gourmet (geri bara ráð fyrir að þetta sé rétt skrifað). Þeir selja meira að segja Reyka Vodka.
Sambúðin gengur ágætlega en það eru komnir brestir. Ameríska og kínverska stelpan fóru að rífast í vikunni. Smá drama yfir engu. Ég og María yppum bara öxlum og reynum að blanda okkur sem minnst í þetta. Ég kann nú ekki við að lýsa því nákvæmlega hvað er í gangi þar. Maður á nú ekki að vera að tala illa um fólk, er það nokkuð?
Annars er búið að vera ljómandi fínt veður hjá mér. Í gærkvöldi var bara hlýtt og gott. Eins og íslenskt sumarkvöld. En um daginn var hryllilega kalt. Svo það getur allt gerst.
Ég ætla að skella inn nokkrum myndum sem María tók. Kann ekki að gera myndaalbúm svo ég óska eftir leiðbeiningum með það.
Ég býst við að koma heim um jólin frá 16 - 30 des. En það er óstaðfest ennþá.
Jæja, ég þarf að fara að læra núna. Er að lesa bók um aðferðafræði frá grunni því ég er í kúrs sem gerir ráð fyrir að maður sé með það alveg á hreinu. Hvað á ég að muna um aðferðafræði sem ég notaði síðast fyrir 6 árum? Sem betur fer eru flestir lost í þessu eins og ég.

Wednesday, September 19, 2007

Skólinn hafinn

Ég fór í fyrsta tímann í gær. Stundarskráin er sem betur fer mjög þægileg. Frí í dag til dæmis :)
Ég fór í tvo tíma í gær og ég var aðeins ringluð verð ég að segja. Ég var óundirbúin því ég var ekki búin að átta mig á hvernig hlutirnir virka. Og svo er hell að þurfa að vera í einhverjum umræðuhópum því mjög margir í bekknum eru enskumælandi en þó ekki Skotar. Það er mikið af Bretum, Könum, Kanadamönnum og Írum. Ég er ekki alveg tilbúin í einhverjar rökræður á ensku. Er enn að venjast hinum ýmsu hreimum. Enskan mín sem átti að vera svo fín er þvílíkt að bögga mig. En þetta hlýtur að fara að koma.
Á mánudaginn löbbuðum við upp á Arthur´s Seat (250 m) í Holyrood Park. Ég var rosa glöð að komast í smá náttúru og smá hreyfingu. Og þessi staður er bara rétt hjá mér :) Það er allt svo rosa rétt hjá mér að ég get ekki verið annað en glöð með það. Ég hef meira að segja ekki tekið strætó ennþá. Ég er 12 mínútur að labba í skólann (voða nákvæmt) og kannski 20-25 í bæinn.
En ég verð að viðurkenna að það er drullukalt hérna núna. Ansi íslenskt veðurfar finnst mér.
Sambúðin gengur vel. Apple frá Kína er voða ljúf og yndæl. Hún er ekki mikið fyrir sopann en ofsalega fín. Maria er brilliant. Tiffany er mjög amerísk. Segi ekki meir. Ég komst að því í gær að Tiffany er með íslenskan kennara. Mér finnst það mjög merkilegt. Ég var farin að halda að ég væri eini íslendingurinn í þorpinu. Anywho, þarf að fara að gera eitthvað af viti.

Sunday, September 16, 2007

Grísir og klæðskiptingar

Síðustu daga hef ég verið að gera eitthvað með Mariu frá Mexico. Við eigum alveg furðulega margt sameiginlegt og höfum yfirleitt svipaðar skoðanir og smekk. Svo við náum mjög vel saman og ég er þá búin að eignast mína fyrstu vinkonu hér :) Hún veit rosalega mikið um tónlist og er mikill Bjarkar aðdáandi. Ég er mjög ánægð með það og ætla að nýta mér það í botn. Við ætlum á Starsailor tónleika í Október. Meira að segja er tónleikastaðurinn í 5 mínútna göngufjarlægð. Við kíktum aðeins á pöbb í gær og á föstudagskvöld. Vorum samt frekar rólegar. Djammið hérna er soldið sérstakt. Það loka náttúrulega allir pöbbar kl. 1 en það eru einhverjir staðir opnir til 3. Ég þarf að reyna að venjast því að byrja djamm miklu fyrr en áður. Svo hef ég tekið eftir að alls konar búningar eru mjög vinsælir. Líklega eru þetta yfirleitt gæsapartý og námsmenn í einhverju furðufatadæmi. Maður fer ekki út á kvöldin án þess að sjá hópa í einhverjum búningum. Ég hef nokkrum sinnum séð grísi, stráka í kjól og stelpur í jakkafötum, hjúkkur ofl.
Við kíktum aðeins í bæinn í gær. Fórum aðeins í búðir (það átti að vera fyrir hana en ekki mig sko... humm humm....segjum ekki meir). En þessi borg er alveg rosalega flott. Gamli hluti bæjarins er rosalega sjarmerandi og creepy líka. Enda er mikið af draugasögum og svona draugatúrum hérna. Við fórum í Greyfriars kirkjugarðinn í gær en þar eru leiðin og grafhýsin í kringum 300 ára gömul. En þetta er svo geggjað flott og óhuggulegt á sama tíma. Ég ætla að taka myndir af þessu og setja á síðuna við tækifæri. Við kíktum líka á líkamsræktarstöð skólans og hún er mjög flott. Planið er að byrja í næstu viku en sjáum til.
En lífið hjá mér hérna er soldið eins og þessi pistill. Út um allt og ekkert komið í fastar skorður. Það breytist í næstu viku og ég get sagt í hreinskilni að ég er þokkalega kvíðin fyrir að byrja í skólanum. Þetta verður ekkert grín held ég. En annars líst mér vel á námið svo það er gott.
Ég hef ekki hitt neina Íslendinga í skólanum eða neins staðar. Reyndar heyrði ég í Íslendingum í fyrsta skipti í gær í miðbænum.
Jæja, þetta er gott í bili. Ég er ansi hrædd um að ég fái ekki nein rithöfundaverðlaun fyrir þessa pistla. Gott að ég er gædd mörgum öðrum hæfileikum ;)
Cheers.

Wednesday, September 12, 2007

Your name is what? Can you say that again.

Vikan er búin að vera ansi annasöm. Eða svoleiðis. Allavega nóg að gera. En skólinn er ekki byrjaður ennþá. Byrjar í næstu viku. Ég fór í Ikea til að kaupa eitt og annað í herbergið. Efst á lista var yfirdýna því rúmið mitt var heldur hart. Kærastinn hennar Tiffany er semsagt skoskur golfspilari og hann keyrði okkur. Ég er ekki enn farin að skoða borgina almennilega. Er alltaf að labba sömu göturnar. Semsagt í skólann og bankann. En ég stefni á ýmsar túristaferðir á næstunni. Ef ég er ekki að drukkna í skólanum. Í dag var fyrsti hittingur með meistaranemum í sálfræði og bekknum mínum. Það eru semsagt 4 bekkir sem hafa ca. 10 manns. Okkar bekkur eru bara 6 manns. Stelpur frá Kína, Kanada, UK og írskur strákur. En það er gott að hafa lítinn hóp. Svo verðum við í kúrsum með einhverjum af hinum meistaranemunum. Mér líst bara rosa vel á marga þarna. Aðallega stelpur sem eru í Psycholinguistics (ekki spurja því ég gæti ekki svarað). Ég reyndi að þröngva mér uppá þær aðeins. Svo var strákur þarna sem lítur út eins og dökkhærður Jude Law.....wink wink.... Kennararnir eru allir super nice og skemmtilegir. Eitthvað annað en þurrpumpurnar sem ég hafði heima. Og sú sem er yfir mínu námi er algjör ljúflingur. Bara yndisleg.
Já ég er bara bjartsýn á þetta í augnablikinu. Verð að viðurkenna að ég sveiflast samt soldið....bjartsýn....svartsýn. En það er bara ég.
Annars er ég held ég að aðlagast ágætlega. Farin að rata aðeins og svona.
Allavega, þetta voru nýjustu fréttir frá Edinborg. Af mér í Edinborg þ.e.a.s.
P.s. Mig langaði að nefna að ég keypti mér kjól um daginn í HM (nei ég fór ekki aftur) og fékk hann á 5 pund :) Og hann er rosa sætur. Svo kosta slúðurtímaritin hér frá 1-3 pund. En reyndar er margt annað ekki svo ódýrt.

Sunday, September 9, 2007

Sambýlingar úr öllum heimshornum

Ég sökka í fyrirsögnum. Anyways, þá eru allir sambýlingar mættir. Þetta eru semsagt 3 stelpur. Tiffany frá Mississippi, USA (mjög amerískur hreimur), Apple frá Kína og svo var Maria frá Mexico að koma núna áðan. Mér líst bara vel á þær. Allar úr sitthvorri áttinni en þær eru allar super friendly. Allavega enn sem komið er. Ég er búin að vera að kaupa eitt og annað til að gera "heimilið" meira kósý. Á reyndar slatta eftir því það voru bara basic hlutir hérna. Ég viðurkenni það bara strax að ég fór í HM og keypti mér smotterí. Ég ætla ekki að þykjast neitt hér. Ég mun kíkja þangað öðru hvoru. Þetta er hvort eð er svo drulluódýrt.
Ég fór í morgun á einhvern introduction session sem var bara smá fyrirlestur. Ég fer á fleiri svoleiðis seinna. Það er lítið djamm í gangi enn sem komið er og mér sýnist að deildin mín ætli ekki að standa sig í því svona í byrjun. En oh well. Ég hlýt að finna einhvern svelg einhvers staðar. Ég er rosa ryðguð í enskunni. Þetta hlýtur að fara að koma hjá mér. Svo ég ætla að leyfa mér að sletta hérna á blogginu eins og motherf..... Ég þarf að æfa mig. Líka í blótinu :)
Á morgun er ekkert sérstakt að gera nema kíkja í banka. Næstu daga hitti ég svo deildina. Það verður áhugavert. Vona að þetta verði ekki einhverjir brjálæðingar eins og mér er sagt að sálfræðinemar geti verið (skil ekki hvaðan það kemur).
Jæja, ciao for now.

Saturday, September 8, 2007

Eg er loksins komin til Edinborgar. Best ad hafa ferdasoguna i rettri rod. Ferdalagid gekk mjog vel. Eg gisti sidustu nott a gistiheimili en fekk ibudina i morgun. Thad var sma misskilningur med gistihusid. Eg maetti thangad sem eg taldi mig eiga ad maeta en tha kom i ljos ad folkid rekur fleiri gistiheimili og hafdi bokad mig a annan stad. Allavega tha sendi eigandinn strak sem sotti mig a blaejubil. Thad var bara gaman. Ferlega kosy gistiheimili. Svo i morgun sotti eg lyklana ad ibudinni og for thangad. Well...... eg verd bara ad segja thank god ad eg er ekki tepra. Thetta er hreint ekki smartasta ibud sem eg hef sed. Uff..... ae eg held eg aetti ekki ad lysa thessu nanar. Eg mun samt gera mitt herbergi kosy. Allavega reyni thad. Eg var maett svo snemma i morgun ad sambylingarnir voru ekki maettir. En thad er svakalega mikid af asiubuum i husinu. Liklega meirihlutinn midad vid thad sem eg hef sed. Eg hef sma ahyggjur af tvi ad teir seu of olikir islendingum. En thad eru allir voda friendly. Og eg aetla ad vera open minded. Madur er stundum of fljotur ad daema. Mer list rosa vel a borgina. Hun er mjog sjarmerandi og hver einasta manneskja sem eg hef hitt er alveg ykt friendly. Leigubilstjorarnir chatta alveg haegri vinstri. Vedrid er lika brilliant. Er ekki i yfirhofn einu sinni. En eg er soldid attavilt og confused en thetta er nu fyrsti dagurinn. Jaeja, best ad halda afram i innkaupum. Er sko ad kaupa wc pappir og svoleidis. I swear. Sendid mer endilega komment eda mail elskurnar.

Thursday, September 6, 2007

Síðasta kvöldmáltíðin

Síðasta kvöldmáltíðin var semsagt cheerios og brauð með eggi. Ég á eftir að sakna cheerios mest af öllum matnum. Held það sé ekki til í UK. Ég er búin að vera að pakka og fegra mig í allan dag. Maður verður að vera íslensku kvenfólki til sóma þegar maður fer erlendis. Við höfum orðspors að gæta. Annars er ég ekki alveg búin að pakka. Það er skuggalega lítið pláss eftir í töskunni. Veit ekki alveg hvernig ég ætla að klára þetta en setningin "ég kaupi þetta bara þegar ég kem út" hefur heyrst nokkrum sinnum í dag. Svo er forgangsröðunin hugsanlega ekki alveg eins og hún ætti að vera. Ég ákvað að taka engar skólabækur með. En þeim verður komið til mín einhvern veginn ef ég þarf þær.
En stemmingin er fín bara. Ég er eiginlega löngu ready to go. Langt síðan ég fór að hugsa hvernig maður segir hitt og þetta á ensku. Hef líka staðið mig að því að undrast á því þegar fólk í búðum talar íslensku. Svona eins og þegar maður er í útlöndum og heyrir í íslendingum. En ég á eftir að sakna ótrúlega margs. Það er ekki spurning. Anyways, adios amigos. Næst þegar ég skrifa verður það frá Edinborg. Wish me luck.

Sunday, September 2, 2007

Síðasta vikan

Nú styttist heldur betur í brottför. Ég er bara mjög spennt. Ekkert of stressuð. Síðasti vinnudagurinn var á föstudaginn sem var mjög skrítið. Maður á þarna hálfgert heimili og litla fjölskyldu og svo er bara komið að kveðjustund. En stelpurnar mínar eiga sko ekki eftir að fá að gleyma mér. Ég held ég gæti bara ekki átt betri samstarfsfélaga. Þær héldu fyrir mig kveðjudinner á föstudagskvöldið á Vegamótum. Ég var mjög ánægð með það og kveðjugjöfina og armbandið frá Lisu. Kiss kiss fyrir það stelpur. Á laugardagskvöldið var svo kveðjudinner með hluta af fjölskyldunni. Fórum á Tapas barinn sem klikkar ekki. Allavega er ég alltaf ánægð. Elska útlandafílínginn sem ég fæ þegar ég fer þangað. Vorum líka svo heppnar að lenda í steggjapartíi en það var bara fjör.

En jæja, ég er kannski ekki dugleg að blogga en ég er bara að reyna að drepa fólk ekki úr leiðindum. Hver nennir að hlusta á mig tala um ekki neitt. Vonandi hef ég frá miklu að segja þegar ég kem út.

Wednesday, August 22, 2007

2 vikur og 2 dagar

Nú eru bara 2 vikur og 2 dagar í brottför til Edinborgar. Þetta er allt við það að smella saman. Eitt og annað á síðustu stundu eins og vera ber. Ég er komin með íbúð á campus sem ég mun deila með þremur sérlega heppnum sambýlingum. Vona að ég verði eins heppin og þeir ;) Ég mun semsagt búa á götu sem heitir Causewayside. Einhvern veginn grunar mig að ég eigi ekki eftir að muna þetta eftir gott pöbbarölt : -) En sem betur fer er gatan mín í miðbænum, nálægt skólanum, ræktinni, pöbbunum og taddarraa..... Princes Street sem er aðal verslunargatan. Ég lofa því að gera mitt besta að forðast búðirnar. Nema það sé eitthvað sem mig nauðsynlega vantar. En ég tek það fram að ég ætla að fara með mjög lítið með mér ;)
Anyways, fyrsta bloggi lokið. Þetta var nokkuð sársaukalaust.
Cheers.