Friday, June 13, 2008

Hvað kom fyrir Corey Haim?

Í alvöru. Ég sá viðtal við hann (sem er líklega ekki alveg glænýtt) og tíminn hefur sko ekki farið mjúkum höndum um hann. Maðurinn var eins og aumingi, feitur, ljótur og hann talaði eins og hann væri 13 ára dópisti. Ok, hann er reyndar dópisti en ég held að barnafrægðin hafi eyðilagt hann. Og hann virðist heldur ekki vera sérstaklega greindur (orðað pent). Ég var geðveikt skotin í honum þegar ég var yngri...ohhh.....hann var svo sætur. Líklega veit enginn um hvern ég er að tala en það skiptir engu.
Ég náði öllum áföngum svo nú er það bara ritgerðin sem er eftir. Það er eins gott að taka sig á með það því planið er að fara til Írlands með Joy í júlí og svo fæ ég gesti í lok júlí. Einkunnir voru skítsæmilegar bara. Ekkert frábærar en líklega í kringum meðallag. Ég tek það. Svo er ég að fara á Radiohead tónleika þarnæstu helgi. Ég viðurkenni að ég er að gera það fyrir Maríu. Ég er enginn sérstakur aðdáandi Radiohead (þó það þyki einstakt) en mér finnst þeir alls ekki slæmir (þetta er ekki eins og U2 phobian mín). Ég er núna að reyna að hlusta á þá og mér finnst margt gott. Jæja, gleymið ekki Corey Haim í kvöldbæninni. Over and out.

2 comments:

Lisa said...

já ég veit hver Corey er... mann eftir að sjá mynd af honum þegar við vorum að surfa netið... old age comes to us all! ;-) En heyrðu vissi ekki að þú værir líka með U2 phobía... æeg líka... ég þoli þeim ekki... hef aldrei skiljað þetta U2 æði en skemmtu þér vel á tónleikana!!

Anonymous said...

Til hamingju með að hafa náð öllu :) Get nú samt ekki sagt að það hafi komið sérstaklega á óvart!!!! Nú er bara ritgerðin eftir.

Skemmtu þér vel á tónleikunum og á Írlandi, hvenær er það??? Eins gott að þú verðir mætt á svæðið þegar við Anna Guðrún komum hehe!!!!!

Heyrðu svo var annar ísbjörn að mæta á svæðið, ótrúlegt!!! Vona að þessi verði ekki drepinn líka.

Kv. Guðrún