Það hefur lítið gerst síðustu daga. Ég hef eitthvað verið að reyna að læra en það er frekar óljóst hvað ég á nákvæmlega að vera að lesa. Ég er eitthvað að reyna að átta mig á því hvernig kerfið virkar hérna. Svo er ég aðeins að upplifa það hvernig það er þegar fólk heldur að maður sé eitthvað tregur. Ég skil ekki alveg alla hérna. Til dæmis er ein írsk stelpa í skólanum sem ég hef aðeins verið að spjalla við. En hún mumblar og er með sterkan hreim. Ég er í stökustu vandræðum með hana. Mér finnst ég stundum fá einhvern aumingjasvip frá fólki. Kannski er það bara ímyndun í mér.
Ég og María kíktum aðeins út á föstudags- og laugardagskvöld en vorum frekar rólegar bæði kvöldin. Erum að reyna að finna spennandi skemmtistaði en það gengur ekki vel svona í byrjun svo við endum yfirleitt á pöbb sem heitir The Peartree. Hann er rosa kósý með stórum garði. Ég smakkaði bananabjór ef einhver hefur áhuga á að vita það. Ég mæli ekki sérstaklega með honum en ég ætla pottþétt að smakka jarðaberjabjórinn. Ég keypti hann í sælkerabúð sem er rétt hjá okkur sem er með ekkert smá flott úrval af mat og drykk. Og það er allt svona gourmet (geri bara ráð fyrir að þetta sé rétt skrifað). Þeir selja meira að segja Reyka Vodka.
Sambúðin gengur ágætlega en það eru komnir brestir. Ameríska og kínverska stelpan fóru að rífast í vikunni. Smá drama yfir engu. Ég og María yppum bara öxlum og reynum að blanda okkur sem minnst í þetta. Ég kann nú ekki við að lýsa því nákvæmlega hvað er í gangi þar. Maður á nú ekki að vera að tala illa um fólk, er það nokkuð?
Annars er búið að vera ljómandi fínt veður hjá mér. Í gærkvöldi var bara hlýtt og gott. Eins og íslenskt sumarkvöld. En um daginn var hryllilega kalt. Svo það getur allt gerst.
Ég ætla að skella inn nokkrum myndum sem María tók. Kann ekki að gera myndaalbúm svo ég óska eftir leiðbeiningum með það.
Ég býst við að koma heim um jólin frá 16 - 30 des. En það er óstaðfest ennþá.
Jæja, ég þarf að fara að læra núna. Er að lesa bók um aðferðafræði frá grunni því ég er í kúrs sem gerir ráð fyrir að maður sé með það alveg á hreinu. Hvað á ég að muna um aðferðafræði sem ég notaði síðast fyrir 6 árum? Sem betur fer eru flestir lost í þessu eins og ég.
Sunday, September 23, 2007
Wednesday, September 19, 2007
Skólinn hafinn
Ég fór í fyrsta tímann í gær. Stundarskráin er sem betur fer mjög þægileg. Frí í dag til dæmis :)
Ég fór í tvo tíma í gær og ég var aðeins ringluð verð ég að segja. Ég var óundirbúin því ég var ekki búin að átta mig á hvernig hlutirnir virka. Og svo er hell að þurfa að vera í einhverjum umræðuhópum því mjög margir í bekknum eru enskumælandi en þó ekki Skotar. Það er mikið af Bretum, Könum, Kanadamönnum og Írum. Ég er ekki alveg tilbúin í einhverjar rökræður á ensku. Er enn að venjast hinum ýmsu hreimum. Enskan mín sem átti að vera svo fín er þvílíkt að bögga mig. En þetta hlýtur að fara að koma.
Á mánudaginn löbbuðum við upp á Arthur´s Seat (250 m) í Holyrood Park. Ég var rosa glöð að komast í smá náttúru og smá hreyfingu. Og þessi staður er bara rétt hjá mér :) Það er allt svo rosa rétt hjá mér að ég get ekki verið annað en glöð með það. Ég hef meira að segja ekki tekið strætó ennþá. Ég er 12 mínútur að labba í skólann (voða nákvæmt) og kannski 20-25 í bæinn.
En ég verð að viðurkenna að það er drullukalt hérna núna. Ansi íslenskt veðurfar finnst mér.
Sambúðin gengur vel. Apple frá Kína er voða ljúf og yndæl. Hún er ekki mikið fyrir sopann en ofsalega fín. Maria er brilliant. Tiffany er mjög amerísk. Segi ekki meir. Ég komst að því í gær að Tiffany er með íslenskan kennara. Mér finnst það mjög merkilegt. Ég var farin að halda að ég væri eini íslendingurinn í þorpinu. Anywho, þarf að fara að gera eitthvað af viti.
Ég fór í tvo tíma í gær og ég var aðeins ringluð verð ég að segja. Ég var óundirbúin því ég var ekki búin að átta mig á hvernig hlutirnir virka. Og svo er hell að þurfa að vera í einhverjum umræðuhópum því mjög margir í bekknum eru enskumælandi en þó ekki Skotar. Það er mikið af Bretum, Könum, Kanadamönnum og Írum. Ég er ekki alveg tilbúin í einhverjar rökræður á ensku. Er enn að venjast hinum ýmsu hreimum. Enskan mín sem átti að vera svo fín er þvílíkt að bögga mig. En þetta hlýtur að fara að koma.
Á mánudaginn löbbuðum við upp á Arthur´s Seat (250 m) í Holyrood Park. Ég var rosa glöð að komast í smá náttúru og smá hreyfingu. Og þessi staður er bara rétt hjá mér :) Það er allt svo rosa rétt hjá mér að ég get ekki verið annað en glöð með það. Ég hef meira að segja ekki tekið strætó ennþá. Ég er 12 mínútur að labba í skólann (voða nákvæmt) og kannski 20-25 í bæinn.
En ég verð að viðurkenna að það er drullukalt hérna núna. Ansi íslenskt veðurfar finnst mér.
Sambúðin gengur vel. Apple frá Kína er voða ljúf og yndæl. Hún er ekki mikið fyrir sopann en ofsalega fín. Maria er brilliant. Tiffany er mjög amerísk. Segi ekki meir. Ég komst að því í gær að Tiffany er með íslenskan kennara. Mér finnst það mjög merkilegt. Ég var farin að halda að ég væri eini íslendingurinn í þorpinu. Anywho, þarf að fara að gera eitthvað af viti.
Sunday, September 16, 2007
Grísir og klæðskiptingar
Síðustu daga hef ég verið að gera eitthvað með Mariu frá Mexico. Við eigum alveg furðulega margt sameiginlegt og höfum yfirleitt svipaðar skoðanir og smekk. Svo við náum mjög vel saman og ég er þá búin að eignast mína fyrstu vinkonu hér :) Hún veit rosalega mikið um tónlist og er mikill Bjarkar aðdáandi. Ég er mjög ánægð með það og ætla að nýta mér það í botn. Við ætlum á Starsailor tónleika í Október. Meira að segja er tónleikastaðurinn í 5 mínútna göngufjarlægð. Við kíktum aðeins á pöbb í gær og á föstudagskvöld. Vorum samt frekar rólegar. Djammið hérna er soldið sérstakt. Það loka náttúrulega allir pöbbar kl. 1 en það eru einhverjir staðir opnir til 3. Ég þarf að reyna að venjast því að byrja djamm miklu fyrr en áður. Svo hef ég tekið eftir að alls konar búningar eru mjög vinsælir. Líklega eru þetta yfirleitt gæsapartý og námsmenn í einhverju furðufatadæmi. Maður fer ekki út á kvöldin án þess að sjá hópa í einhverjum búningum. Ég hef nokkrum sinnum séð grísi, stráka í kjól og stelpur í jakkafötum, hjúkkur ofl.
Við kíktum aðeins í bæinn í gær. Fórum aðeins í búðir (það átti að vera fyrir hana en ekki mig sko... humm humm....segjum ekki meir). En þessi borg er alveg rosalega flott. Gamli hluti bæjarins er rosalega sjarmerandi og creepy líka. Enda er mikið af draugasögum og svona draugatúrum hérna. Við fórum í Greyfriars kirkjugarðinn í gær en þar eru leiðin og grafhýsin í kringum 300 ára gömul. En þetta er svo geggjað flott og óhuggulegt á sama tíma. Ég ætla að taka myndir af þessu og setja á síðuna við tækifæri. Við kíktum líka á líkamsræktarstöð skólans og hún er mjög flott. Planið er að byrja í næstu viku en sjáum til.
En lífið hjá mér hérna er soldið eins og þessi pistill. Út um allt og ekkert komið í fastar skorður. Það breytist í næstu viku og ég get sagt í hreinskilni að ég er þokkalega kvíðin fyrir að byrja í skólanum. Þetta verður ekkert grín held ég. En annars líst mér vel á námið svo það er gott.
Ég hef ekki hitt neina Íslendinga í skólanum eða neins staðar. Reyndar heyrði ég í Íslendingum í fyrsta skipti í gær í miðbænum.
Jæja, þetta er gott í bili. Ég er ansi hrædd um að ég fái ekki nein rithöfundaverðlaun fyrir þessa pistla. Gott að ég er gædd mörgum öðrum hæfileikum ;)
Cheers.
Við kíktum aðeins í bæinn í gær. Fórum aðeins í búðir (það átti að vera fyrir hana en ekki mig sko... humm humm....segjum ekki meir). En þessi borg er alveg rosalega flott. Gamli hluti bæjarins er rosalega sjarmerandi og creepy líka. Enda er mikið af draugasögum og svona draugatúrum hérna. Við fórum í Greyfriars kirkjugarðinn í gær en þar eru leiðin og grafhýsin í kringum 300 ára gömul. En þetta er svo geggjað flott og óhuggulegt á sama tíma. Ég ætla að taka myndir af þessu og setja á síðuna við tækifæri. Við kíktum líka á líkamsræktarstöð skólans og hún er mjög flott. Planið er að byrja í næstu viku en sjáum til.
En lífið hjá mér hérna er soldið eins og þessi pistill. Út um allt og ekkert komið í fastar skorður. Það breytist í næstu viku og ég get sagt í hreinskilni að ég er þokkalega kvíðin fyrir að byrja í skólanum. Þetta verður ekkert grín held ég. En annars líst mér vel á námið svo það er gott.
Ég hef ekki hitt neina Íslendinga í skólanum eða neins staðar. Reyndar heyrði ég í Íslendingum í fyrsta skipti í gær í miðbænum.
Jæja, þetta er gott í bili. Ég er ansi hrædd um að ég fái ekki nein rithöfundaverðlaun fyrir þessa pistla. Gott að ég er gædd mörgum öðrum hæfileikum ;)
Cheers.
Wednesday, September 12, 2007
Your name is what? Can you say that again.
Vikan er búin að vera ansi annasöm. Eða svoleiðis. Allavega nóg að gera. En skólinn er ekki byrjaður ennþá. Byrjar í næstu viku. Ég fór í Ikea til að kaupa eitt og annað í herbergið. Efst á lista var yfirdýna því rúmið mitt var heldur hart. Kærastinn hennar Tiffany er semsagt skoskur golfspilari og hann keyrði okkur. Ég er ekki enn farin að skoða borgina almennilega. Er alltaf að labba sömu göturnar. Semsagt í skólann og bankann. En ég stefni á ýmsar túristaferðir á næstunni. Ef ég er ekki að drukkna í skólanum. Í dag var fyrsti hittingur með meistaranemum í sálfræði og bekknum mínum. Það eru semsagt 4 bekkir sem hafa ca. 10 manns. Okkar bekkur eru bara 6 manns. Stelpur frá Kína, Kanada, UK og írskur strákur. En það er gott að hafa lítinn hóp. Svo verðum við í kúrsum með einhverjum af hinum meistaranemunum. Mér líst bara rosa vel á marga þarna. Aðallega stelpur sem eru í Psycholinguistics (ekki spurja því ég gæti ekki svarað). Ég reyndi að þröngva mér uppá þær aðeins. Svo var strákur þarna sem lítur út eins og dökkhærður Jude Law.....wink wink.... Kennararnir eru allir super nice og skemmtilegir. Eitthvað annað en þurrpumpurnar sem ég hafði heima. Og sú sem er yfir mínu námi er algjör ljúflingur. Bara yndisleg.
Já ég er bara bjartsýn á þetta í augnablikinu. Verð að viðurkenna að ég sveiflast samt soldið....bjartsýn....svartsýn. En það er bara ég.
Annars er ég held ég að aðlagast ágætlega. Farin að rata aðeins og svona.
Allavega, þetta voru nýjustu fréttir frá Edinborg. Af mér í Edinborg þ.e.a.s.
P.s. Mig langaði að nefna að ég keypti mér kjól um daginn í HM (nei ég fór ekki aftur) og fékk hann á 5 pund :) Og hann er rosa sætur. Svo kosta slúðurtímaritin hér frá 1-3 pund. En reyndar er margt annað ekki svo ódýrt.
Já ég er bara bjartsýn á þetta í augnablikinu. Verð að viðurkenna að ég sveiflast samt soldið....bjartsýn....svartsýn. En það er bara ég.
Annars er ég held ég að aðlagast ágætlega. Farin að rata aðeins og svona.
Allavega, þetta voru nýjustu fréttir frá Edinborg. Af mér í Edinborg þ.e.a.s.
P.s. Mig langaði að nefna að ég keypti mér kjól um daginn í HM (nei ég fór ekki aftur) og fékk hann á 5 pund :) Og hann er rosa sætur. Svo kosta slúðurtímaritin hér frá 1-3 pund. En reyndar er margt annað ekki svo ódýrt.
Sunday, September 9, 2007
Sambýlingar úr öllum heimshornum
Ég sökka í fyrirsögnum. Anyways, þá eru allir sambýlingar mættir. Þetta eru semsagt 3 stelpur. Tiffany frá Mississippi, USA (mjög amerískur hreimur), Apple frá Kína og svo var Maria frá Mexico að koma núna áðan. Mér líst bara vel á þær. Allar úr sitthvorri áttinni en þær eru allar super friendly. Allavega enn sem komið er. Ég er búin að vera að kaupa eitt og annað til að gera "heimilið" meira kósý. Á reyndar slatta eftir því það voru bara basic hlutir hérna. Ég viðurkenni það bara strax að ég fór í HM og keypti mér smotterí. Ég ætla ekki að þykjast neitt hér. Ég mun kíkja þangað öðru hvoru. Þetta er hvort eð er svo drulluódýrt.
Ég fór í morgun á einhvern introduction session sem var bara smá fyrirlestur. Ég fer á fleiri svoleiðis seinna. Það er lítið djamm í gangi enn sem komið er og mér sýnist að deildin mín ætli ekki að standa sig í því svona í byrjun. En oh well. Ég hlýt að finna einhvern svelg einhvers staðar. Ég er rosa ryðguð í enskunni. Þetta hlýtur að fara að koma hjá mér. Svo ég ætla að leyfa mér að sletta hérna á blogginu eins og motherf..... Ég þarf að æfa mig. Líka í blótinu :)
Á morgun er ekkert sérstakt að gera nema kíkja í banka. Næstu daga hitti ég svo deildina. Það verður áhugavert. Vona að þetta verði ekki einhverjir brjálæðingar eins og mér er sagt að sálfræðinemar geti verið (skil ekki hvaðan það kemur).
Jæja, ciao for now.
Ég fór í morgun á einhvern introduction session sem var bara smá fyrirlestur. Ég fer á fleiri svoleiðis seinna. Það er lítið djamm í gangi enn sem komið er og mér sýnist að deildin mín ætli ekki að standa sig í því svona í byrjun. En oh well. Ég hlýt að finna einhvern svelg einhvers staðar. Ég er rosa ryðguð í enskunni. Þetta hlýtur að fara að koma hjá mér. Svo ég ætla að leyfa mér að sletta hérna á blogginu eins og motherf..... Ég þarf að æfa mig. Líka í blótinu :)
Á morgun er ekkert sérstakt að gera nema kíkja í banka. Næstu daga hitti ég svo deildina. Það verður áhugavert. Vona að þetta verði ekki einhverjir brjálæðingar eins og mér er sagt að sálfræðinemar geti verið (skil ekki hvaðan það kemur).
Jæja, ciao for now.
Saturday, September 8, 2007
Eg er loksins komin til Edinborgar. Best ad hafa ferdasoguna i rettri rod. Ferdalagid gekk mjog vel. Eg gisti sidustu nott a gistiheimili en fekk ibudina i morgun. Thad var sma misskilningur med gistihusid. Eg maetti thangad sem eg taldi mig eiga ad maeta en tha kom i ljos ad folkid rekur fleiri gistiheimili og hafdi bokad mig a annan stad. Allavega tha sendi eigandinn strak sem sotti mig a blaejubil. Thad var bara gaman. Ferlega kosy gistiheimili. Svo i morgun sotti eg lyklana ad ibudinni og for thangad. Well...... eg verd bara ad segja thank god ad eg er ekki tepra. Thetta er hreint ekki smartasta ibud sem eg hef sed. Uff..... ae eg held eg aetti ekki ad lysa thessu nanar. Eg mun samt gera mitt herbergi kosy. Allavega reyni thad. Eg var maett svo snemma i morgun ad sambylingarnir voru ekki maettir. En thad er svakalega mikid af asiubuum i husinu. Liklega meirihlutinn midad vid thad sem eg hef sed. Eg hef sma ahyggjur af tvi ad teir seu of olikir islendingum. En thad eru allir voda friendly. Og eg aetla ad vera open minded. Madur er stundum of fljotur ad daema. Mer list rosa vel a borgina. Hun er mjog sjarmerandi og hver einasta manneskja sem eg hef hitt er alveg ykt friendly. Leigubilstjorarnir chatta alveg haegri vinstri. Vedrid er lika brilliant. Er ekki i yfirhofn einu sinni. En eg er soldid attavilt og confused en thetta er nu fyrsti dagurinn. Jaeja, best ad halda afram i innkaupum. Er sko ad kaupa wc pappir og svoleidis. I swear. Sendid mer endilega komment eda mail elskurnar.
Thursday, September 6, 2007
Síðasta kvöldmáltíðin
Síðasta kvöldmáltíðin var semsagt cheerios og brauð með eggi. Ég á eftir að sakna cheerios mest af öllum matnum. Held það sé ekki til í UK. Ég er búin að vera að pakka og fegra mig í allan dag. Maður verður að vera íslensku kvenfólki til sóma þegar maður fer erlendis. Við höfum orðspors að gæta. Annars er ég ekki alveg búin að pakka. Það er skuggalega lítið pláss eftir í töskunni. Veit ekki alveg hvernig ég ætla að klára þetta en setningin "ég kaupi þetta bara þegar ég kem út" hefur heyrst nokkrum sinnum í dag. Svo er forgangsröðunin hugsanlega ekki alveg eins og hún ætti að vera. Ég ákvað að taka engar skólabækur með. En þeim verður komið til mín einhvern veginn ef ég þarf þær.
En stemmingin er fín bara. Ég er eiginlega löngu ready to go. Langt síðan ég fór að hugsa hvernig maður segir hitt og þetta á ensku. Hef líka staðið mig að því að undrast á því þegar fólk í búðum talar íslensku. Svona eins og þegar maður er í útlöndum og heyrir í íslendingum. En ég á eftir að sakna ótrúlega margs. Það er ekki spurning. Anyways, adios amigos. Næst þegar ég skrifa verður það frá Edinborg. Wish me luck.
En stemmingin er fín bara. Ég er eiginlega löngu ready to go. Langt síðan ég fór að hugsa hvernig maður segir hitt og þetta á ensku. Hef líka staðið mig að því að undrast á því þegar fólk í búðum talar íslensku. Svona eins og þegar maður er í útlöndum og heyrir í íslendingum. En ég á eftir að sakna ótrúlega margs. Það er ekki spurning. Anyways, adios amigos. Næst þegar ég skrifa verður það frá Edinborg. Wish me luck.
Sunday, September 2, 2007
Síðasta vikan
Nú styttist heldur betur í brottför. Ég er bara mjög spennt. Ekkert of stressuð. Síðasti vinnudagurinn var á föstudaginn sem var mjög skrítið. Maður á þarna hálfgert heimili og litla fjölskyldu og svo er bara komið að kveðjustund. En stelpurnar mínar eiga sko ekki eftir að fá að gleyma mér. Ég held ég gæti bara ekki átt betri samstarfsfélaga. Þær héldu fyrir mig kveðjudinner á föstudagskvöldið á Vegamótum. Ég var mjög ánægð með það og kveðjugjöfina og armbandið frá Lisu. Kiss kiss fyrir það stelpur. Á laugardagskvöldið var svo kveðjudinner með hluta af fjölskyldunni. Fórum á Tapas barinn sem klikkar ekki. Allavega er ég alltaf ánægð. Elska útlandafílínginn sem ég fæ þegar ég fer þangað. Vorum líka svo heppnar að lenda í steggjapartíi en það var bara fjör.
En jæja, ég er kannski ekki dugleg að blogga en ég er bara að reyna að drepa fólk ekki úr leiðindum. Hver nennir að hlusta á mig tala um ekki neitt. Vonandi hef ég frá miklu að segja þegar ég kem út.
En jæja, ég er kannski ekki dugleg að blogga en ég er bara að reyna að drepa fólk ekki úr leiðindum. Hver nennir að hlusta á mig tala um ekki neitt. Vonandi hef ég frá miklu að segja þegar ég kem út.
Subscribe to:
Posts (Atom)