Monday, July 21, 2008

Lokaritgerð og Írlandsferð

Nú er allt á fullu í ritgerðarskrifum. Þetta verður tæpt. Ég fór til Írlands síðustu helgi. Það var svakalega fín ferð. Ég hugsaði ekkert um Edinborg eða skólann sem var velkomin tilbreyting. Ferðalagið byrjaði og endaði heima hjá Joy í bænum West Port (Mayo hérað). Húsið/höllin var rosa flott og umhverfið líka. Draughrædda ég var þó kannski ekki alveg sátt að vera ein þarna enda var fólk hengt og skotið á landareigninni áður fyrr. Á laugardeginum fóru Joy og Conor í brúðkaup og sem betur fer létu þau sækja mig seinna um kvöldið. Þetta virtist hefðbundið en þó fjörugt brúðkaup. Við dönsuðum þar eitthvað fram á nótt. Á sunnudeginum keyrðum við til Killorglin (Kerry hérað) þaðan sem Conor er. Um kvöldið var náttúrulega farið á pöbb. Ég fékk líka að skoða safn sem afi hans Conors á. Þar er helst að sjá gömul sirkusplaköt og minjagripi frá Puck Fair (www.puckfair.ie). Á mánudegi keyrðum við til Cork þar sem við hittum marga vini þeirra. Það var náttúrulega drukkið um kvöldið. Á þriðjudegi var aftur keyrt til West Port og svo flogið aftur heim á miðvikudegi. Mér fannst West Port svakalega sætur bær og ég gæti líka hugsað mér að heimsækja Cork aftur.
Um helgina fæ ég heimsókn frá Guðrúnu og Önnu Guðrúnu. Ég vona að ég geti eitthvað sinnt þeim. Þær sjá mig allavega á nóttunni þar sem þær gista hjá mér :) Slæmu fréttirnar eru að herbergið mitt er grútskítugt og það eina sem ég get boðið er uppblásin dýna. Góðu fréttirnar eru hins vegar að veðrið er dásamlegt núna og spáin er góð (ennþá allavega) OG það eru útsölur í gangi. Ég fékk einmitt eitt skópar í gær á útsölu (ég sver ég hef ekkert verslað föt í marga mánuði). Mér finnst ég orðin svo fullorðin....ég er byrjuð að drekka rauðvín. Gerði líka tilraun til kaffidrykkju en það gekk heldur verr. Ég er líka búin að auka Pepsi-neysluna töluvert. Næst byrja ég að reykja enda sú eina sem reyki ekki.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ, þetta hefur greinilega verið skemmtileg ferð :)
Eins og þú er ég alveg á milljón í minni ritgerð, og er farin að bryðja ótæpilegt magn af alskyns vítamínum og bætiefnum í þeirri von að geta gormast á lappir kl 5 á morgnanna Á móti er ég hætt í diet-kókinu.

Annars dauðöfunda ég stelpurnar á því að vera að fara til þín,það verður örugglega rosa gaman hjá ykkur.

Kveðja, Þórunn

Anonymous said...

Ég hlakka ekkert smá til að koma :) er reyndar á næturvöktum þangað til ég kem og er því líka í pepsí maxinu!!

Annars líst mér vel á að sé komið gott veður og ekki verra með útsölurnar, kannski ég komi með stóra tösku með mér ;)´

Vertu svo dugleg að læra þangað til við komum ;) Hlakka til að sjá þig.
Kv. Guðrún