Monday, May 26, 2008

Svona er líf mitt....sápuópera

Ræktin, ritgerð, bjór, vodki, vín. Það fer nú ekki vel með mann að vera að sulla svona endalaust. En hvað á maður að gera á kvöldin þegar það eru um það bil þúsund pöbbar í kringum mann og maður á ekki sjónvarp. Ég var svaka spennt fyrir Eurovision kvöldinu enda Ísland í úrslitunum. Hérna er lítil stemming fyrir þessu. Ég held það sé aðallega vegna þess að Skotar tengja sig ekki við Breta. Írar og Skotar eru yfirleitt lítið spenntir fyrir Bretum, ef það má segja sem svo. Conor og Joy eiga sjónvarp svo ég tróð mér uppá þau. Reyndar var Joy í Belfast svo það voru bara ég, María og Conor sem nutum keppninnar (því miður komst írski kalkúnninn ekki áfram). Ég hafði nú bara ágætlega gaman af þessu og þessi stig sem komu frá Bretlandi voru pottþétt okkur að þakka. Magga hefur greinilega lagt sitt af mörkum í Danmörku (vona að hún hafi ekki eytt öllum drykkjupeningunum í að kjósa).
Heimilislífið er alltaf soldið sérstakt. Sú ameríska á núna kærasta sem er, ótrúlegt en satt, bæði sætur og vingjarnlegur. Hún er mun geðbetri eftir að hann kom inní myndina. Reyndar var smá drama fyrir nokkrum vikum síðan. Við fengum email frá henni um hvað henni liði illa hérna því það væru mylsnur á gólfunum. Fyrir utan hvað þetta er oft geðveikislegt þá er hún alltaf frekar dónaleg í þessum athugasemdum. Ég nenni ekki að fara í smáatriði, en nægir að segja að það var smá drama sem er nú búið. Reyndar þegar ég hugsa um þetta þá man ég hvað mig langar stundum til að kyrkja hana svo best að ræða þetta ekki frekar.
Yfir í jákvæðari efni.....ég er að fara til Köben á fimmtudaginn að hitta Möggu mína. Ég býst ekki við öðru en endalausri drykkju....ahhhhh......
Guðrún og Þórunn ætla að heimsækja mig í júlí sem verður æðislegt. Bannað að hætta við.
Ég skelli inn sögum frá Köben (ef ég kem þaðan lifandi).

4 comments:

Anonymous said...

Sénsinn að við hættum við, erum búnar að borga miðana og ég er búin að vera að bíða eftir þessari ferð allt of lengi til að hætta við :) hlakka ekkert smá til. Skemmtu þér vel í Köben næstu helgi, bið að heilsa Möggu.
Kv. Guðrún

Anonymous said...

ó nei, og ég hlakka mikið til að hitta "áráttu þráhyggju" fyrirbærið ;)
Góða ferð

Pretty Pig said...

Mig dreymdi þig í nótt. Þú varst ólétt. Ég ætla ekkert að segja hver faðirinn var en hvað er í gangi þarna úti hjá þér þessa dagana??????

Þórhildur í Edinborg said...

Ég var nú að skoða þetta á netinu og flestir segja að þetta þýði að einhver annar nálægt þér sé óléttur....hmmm.....