Nú þegar skólanum er lokið á ég að vera að byrja á lokaritgerðinni minni. Það gengur hægt verð ég að segja. Erfitt að byrja aftur eftir svona törn. Mamma og Anna Guðrún komu í heimsókn þarsíðustu helgi. Það var æðislegt að fá þær. Það var lítið gert af því að túristast en þær vildu þó fara í Mary King´s close sem er túr um götu sem er undir the Royal Mile. Þetta er semsagt gata sem í kringum 1600 og 1700 var verslunargata og fólk bjó við götuna en síðar var byggt yfir. Núna er hún semsagt neðanjarðar og sagt er að þar sé reimt. Það vill svo skemmtilega til að Brandon er að gera rannsókn einmitt í Mary King´s close og ég ásamt fleirum verð að aðstoða hann í vikunni. Ég fæ að fara í túrinn aftur og aftur og aftur.....Það eina sem ég þarf að gera er að aðstoða fólk við að svara spurningalista í sjálfum túrnum. Sumir virðast skynja eitthvað þarna niðri en ég finn ekkert (reyndar fæ ég stundum gæsahúð en það gæti verið vegna þess að það er svalt þarna). Ég á eftir að fara fjórum sinnum í viðbót svo kannski gerist eitthvað seinna. Heilsan er öll betri en ég er enn smá eftir mig. Síðasta helgi var fín en það var hálfgert eldhúspartý hjá okkur. Nokkrir komu yfir og við fórum í drykkjuleiki sem var mjög skemmtilegt. Connor og Rahul fóru ekki fyrr en klukkan 7 um morguninn :S Ég var nú löngu búin á því en hékk þarna eins og góðum gestgjafa sæmir (lá í sófanum hálfsofandi). Við fengum þrumur og eldingar um helgina. Mér fannst það æðislega spennandi. Ég og María vorum að fara í gönguferð í hverfi sem heitir Duddingston og þar er skógur. Ég var ekki á því að hætta við þó það hafi líklega ekki verið skynsamlegt að ganga um skóg með regnhlíf þar að auki. Fleira er held ég ekki í fréttum. Ætli ég skelli ekki inn nokkrum myndum héðan og þaðan í lokin.
Duddingston
Ég, Anna Guðrún og mamma
María, ég Anna Guðrún og Mamma á indverskum veitingastað
Princes street gardens
5 comments:
Ég asnaðist til að vera með kross um hálsinn í ferðinni í Mary Kings Cross.
En athugaðu það Þórhildur mín þar sem þú ert rauðhærð þá ertu norn og það er ekkert víst að draugarnir þori að hræða þig.
Annars skemmti ég mér konunglega. Ég kem vonandi aftur og þá verða hlutirnir teknir öðruvísi.
Kveðja frá Pretty Pig.
P.s. Helv.....erum við flottar á myndunum.
Vá ég ætla sko að tékka á þessu þegar við komum. Elska svona :) Líst líka ágætlega á þennan Indverska stað, rosa gott að borða Indverskan mat mmmmmmmmmmm
Kv. Guðrún
það er svo gaman að sjá myndir frá þér... ég er svo ánægð með þér að hafa keypt digital myndavél loksins! Gaman fyrir þig að fá heimsókn... ég vildi að ég gæti skropið til þín! :-)
Pant fara á Mary kings cross !
kveðja, Þórunn
Ég myndi gjarnan fara með ykkur í Mary King´s close ferðina og gæti eflaust verið leiðsögumaður líka eftir þetta. Ég mæli með því að við förum frekar í almennilegan draugatúr því þessi þykir ekki sérstaklega skelfilegur.
Post a Comment