Friday, April 25, 2008
Ái
Þetta verður vælupóstur svo ef þið nennið ekki að hlusta á aumingjaskapinn í mér skuluð þið ekki lesa lengra (Kristín Ó sérstaklega). Semsagt í dag kláraði ég síðasta verkefni annarinnar sem ætti að gleðja mig svakalega. En ég ætla að byrja á að lýsa vikunni. Á síðasta föstudag voru ritgerðaskil og líka í dag. Á miðvikudaginn var haldin poster conference fyrir alla meistaranemana. Við bjuggum til plakat sem lýsti lokaverkefninu okkar, plakatið var hengt upp í skólanum og svo áttum við að standa við það og svara spurningum og útskýra. Ég var náttúrulega svakalega stressuð fyrir þetta, aðallega vegna þess að 3 deildarstjórar áttu að spyrja okkur útúr og gefa einkunn. Semsagt, þetta gekk bara ágætlega. Það voru fáir þarna aðrir en nemendurnir sjálfir og nokkrir kennarar. Yfirheyrslan var svakalega stressandi samt. Ég var bara ánægð með að koma einhverju frá mér. Ég fékk samt spurningar sem ég var engan veginn undirbúin undir og bara gat ekki svarað. Ég held samt að það hafi ekki verið neitt mál. Allir fengu erfiðar spurningar og markmiðið var í raun ekki að reyna að láta okkur standa á gati. Mikið var ég fegin þegar þetta var búið. Þá var bara eftir að skila inn einni ritgerð sem ég reyndar átti eftir að vinna mikið í. Daginn eftir varð ég lasin. Ég hef hingað til ekki þurft að pína mig áfram lasin en þetta var hryllingur. Ég var að rembast við að læra og taka hvíldir inn á milli. Síðustu nótt svaf ég lítið vegna ritgerðarinnar og veikinda. En ritgerðin kláraðist þó á tíma og var skilað. Núna langar mig bara að sofa en mér er of illt. Ég er með einhvers konar hálsbólgu svo þegar ég kyngi er eins og ég sé að kyngja rakvélarblöðum og mér er illt í eyrunum. Svo er ég hóstandi líka. Stærstu skammtar af paracetamol virka ekki. Ég og María vorum búnar að plana laugardaginn til að fagna því að ég var búin. Það verður líklega ekkert af því eins og ástandið er núna. Ég vorkenni mér allavega svakalega og þrái ekkert heitar en sársaukalausan langan svefn. Og hér lýkur ömurlegustu bloggfærslu aldarinnar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Guð minn góður, mig langar bara að grenja!!!!!!!! :-( Ég vona svo sannarlega að þú sért að batna elskan mín og reyndu að vera glöð með að vera búin með þetta... um leið og þú ert hress þá byrjar celebrations dauðans... always look on the bright side of life!! (Not your strong point elskan ég veit en samt) ;-)!!! Það er samt allt í lagi að vorkenna sér smá stundum...
vá nóg að gera heyri ég. Skil vel að þér finnist þetta stressandi. Ég hreinlega svitna við tilhugsunina um svona munnlega yfirheyrslu.
En æ, leitt að heyra með veikindin. þú verður að kíkja til læknis ef þetta fer ekki að batna fljótlega :/
Farðu bara vel með þig og njóttu þess að þetta ritgerðar-puð sé búið í bili. Knús
Þetta hljómar ekkert sérlega vel, væri allavega ekki til í að kyngja mörgum rakvélablöðum á dag!!!!!!!!!! :( Vona samt að þér fari að batna og getir djammað ærlega, skiptir ekki endilega máli hvaða dag ;)
Til hamingju með ritgerðarskilin :) núna fer þetta alveg að verða búið!!!!
Kv. Guðrún
Post a Comment