Sunday, February 24, 2008

Jekyll and Hyde

Mikið stress í gangi. Ég á að vera búin að ákveða hvað ég vil skrifa um í lokaritgerðinni í næstu viku. Ég þarf að gera einhvers konar rannsókn en ég sé að ég get ekki gert það sem ég myndi helst vilja. Það er takmarkað hægt að gera þegar maður hefur bara 3 mánuði. Ég hef verið að reyna að finna lausn en grunar að ég eigi ekki eftir að gera neitt sem mér finnst geðveikt spennandi. Ég á víst líka að vera að skrifa ritgerðir og gera verkefni. Hjálp. Ég meika ekki alveg þennan hraða. Helgin var annars mjög fín. Við kíktum út á föstudagskvöld en það var frekar rólegt svo engin var þynnkan. Á laugardagskvöld fórum við í Dr. Jekyll and Mr. Hyde svona skipulagðan göngutúr því höfundurinn er héðan og sagan gerist hér. Það var mjög gaman og veðrið var rosa flott og spooky. Borgin er svo gotneskt og drungaleg. Fólk var samt greinilega í einhverjum ham niðrí bæ. Það var til dæmis múnað á hópinn.
Ég sá á youtube myndband af einu laginu í Eurovision forkeppninni. Eitthvað Hey Ho. Eruð þið að grínast í mér. Þetta var alveg back to the nineties með dvergana sjö í bakröddum. Eða mér fannst það allavega. Ég ætla samt að giska á að hin lögin séu lítið skárri.
Eitt enn. Ég sá myndina Juno í bíói um daginn. Mér finnst hún rosa fín og ég elska lögin í myndinni.

6 comments:

Anonymous said...

Hehe þetta lag var hræðilegt svo ekki sé meira sagt og það lenti í öðru sæti og þeir voru ekkert smá fúlir (dvergarnir sjö ;) ) alveg fáránlegt svo ekki sé meira sagt!!

En vona að þér gangi að finna eitthvað að skrifa um skil að það geti verið erfitt. Held þú verðir bara að ákveða eitthvað og verða sátt við það, stundum virkar það bara þannig, því miður.

Fórum annars á Tapas á föstudaginn o það var mjög næs, fengum gott að borða :)

Kv. Guðrún

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Þórhildur í Edinborg said...

Það er satt. Ég verð að skella mér á eitthvað efni og standa við það. Ég held ég sé með of háleitar hugmyndir. En ég kíkti á nokkur önnur lög á youtube. Eftirfarandi eru dómarnir mínir. Birgitta og Magni= dreptu mig úr leiðindum. Þetta var ekki lag. Lagið sem vann= mega hallærislegt. Síðan hvenær fórum við Íslendingar að hafa áhuga á nineties europoppi. Nefnið eina íslenska hljómsveit sem spilar svona tónlist. Þau eru líka ofsalega þreytt par að mínu mati. Dr.Spock= brilliant. Mér finnst þeir skemmtilegir og lagið skemmtilega skrítið. En smekkur fólks er misjafn.

Þórunn said...

Já, ég hefði viljað að Dr Spock hefði unnið. það var allavega frumlegt og kannski smá þjóðlegt þar sem það var sjómannalag :) Allavega, finnst mér vinningslagið alveg hræðilegt. Nauðgun á júróvision formúlunni eins og einhver sagði.

En jæja, gangi þér vel í lærdómnum og ekki vera stressuð. þetta kemur allt með kalda vatninu og nokkrum bjórum :) Það verður spennandi að heyra hvað þú ákveður að skrifa um.
Kveðja, Þórunn

Pretty Pig said...

Já velkomin í heim hins vinnandi manns. Ekki fékk ég að gera lokaverkefnið mitt eins og ég vildi hafa það. Þessir karlar eru að leita að einhverju sérstöku hjá þér sem er kannski ekki spennandi. En þegar þú kemur á vinnumarkaðinn þá máttu búast við því að verkefnin s+eu ekkert sérstaklega skemmtileg stundum.