Ég á að vera að læra en það gengur frekar hægt. Er eitthvað svakalega löt. Ég komst líka að því að skólinn byrjar ekki á morgun heldur í vikunni á eftir. Sem er yndislegt þar sem ég er að vinna í ritgerð og verkefni þessa stundina. María kom á fimmtudaginn og því var fagnað með eldhúsfylleríi. Við ákváðum að minnka bjórdrykkjuna því bjórinn er svo fitandi og drekka vodka í staðinn. Þ.e. ég fékk mér vodka en María whiskey. Ég drakk hann út í sykurlaust gos og setti lime útí. Ég skal segja ykkur það að ég vaknaði svoleiðis eiturhress daginn eftir að það hálfa væri nóg. Svo ég mæli hiklaust með þessu í stað þess að vera að sulla í bjór og öðru. Mér finnst reyndar bjórinn bragðbetri og hvítvínið skemmtilegra.
Um helgina skellti ég mér aðeins í bæinn og fór óvart á útsölurnar ;) Ég sver það að ég eyddi samt bara 18 pundum í tvo kjóla og eina peysu. Geri aðrir betur. Annar kjóllinn er svolítið sérstakur og ég held ég myndi ekki þora að nota hann heima. En ég ætla að gera það hér. Svo langar mig svakalega í nýja skó eða stígvél.
Við ætlum á tónleika í febrúar með hljómsveit sem heitir Nouvelle Vague. Mér líst svakalega vel á það litla sem ég hef heyrt með þeim. Fyrir áhugasama:
http://www.myspace.com/nouvellevague
Hér eru nokkrar myndir frá Gamlárskvöldi
4 comments:
hæ. Já, verð að vera samamála því að þynnkan er minni eftir vodkaþamb en t.d hvítvín. Annars finnst mér best að slamma vodka ef hann er góður.
Gaman að sjá myndirnar frá gamlárskvöldinu...það hefur allavega verið nóg af fólki þarna.
En annars gangi þér vel í ritgerðinni. KVeðja, þórunn
Ég elska Nouvelle Vague, þau eru alveg æði! Ég á tvo diska með þeim sem ég er búin að vera hlusta á non stop síðan í sumar. Men hvað ég er abbó að þú sért að fara á þessa tónleika... mig langar með....
Kv.Magga
Ég er líka búin að fara á útsölur og er að fara aftur í dag að finna skó og eitthvað bara. Ég er algjör luri og veit ekkert hvað hljómasveit þetta er!!!! Og ég er sammála með þynnkuna, hún er allavega mest eftir hvítvín :(
Kv. Guðrún
Ég ætla að hlusta á eftir.. en mér líst vel á nafninu!! :-) Arna var að segja um daginn (ég held það var hún) að maður á að taka eitt ofnæmistöflu áður en það er farið út á djamminu og daginn eftir drykkjunafestið á maður að vera eldhress... get ekki prófið það sjálf en þú getur gert það og láta mig síðan vita!! ;-)
Post a Comment