Vikan var heldur óskemmtileg. Það voru enn einu sinni ritgerðarskil á föstudaginn. Ég fór varla út úr húsi alla vikuna. Helgin var samt fín. Við kíktum aðeins út á föstudaginn. Á laugardaginn fórum við niðrí bæ og ég keypti mér 2 seríur af Little Britain (3 pund hvor) og 5 myndir eftir Almodóvar (22 pund saman). Ég er að reyna að vera menningarleg. Þá er ég að tala um Almodóvar myndirnar. Little Britain gleður mitt litla hjarta með skuggalega súrum húmor (stundum fara þeir nett yfir strikið). Svo fórum við á Sweeney Todd á laugardaginn. Ég var ekkert svakalega impressed. Þetta er söngvamynd og æ ég er ekkert æðislegur aðdáandi söngvamynda. María var hins vegar ánægð.
Við höfum enn ekki fengið nýjan meðleigjanda og ég efast um að það gerist úr þessu. Sú ameríska hefur aðeins verið að láta til sín taka. Hún er mjög mislynd og getur verið ferlega fúl og leiðinleg. Hún er semsagt búin að vera eitthvað geðvond undanfarið og andrúmsloftið er ekkert sérstakt. Hún misþyrmir eldhúsáhöldum og skellir hurðum. Henni tekst meira að segja að slökkva ljósin með látum. Veit ekki hvernig hún fer að því.
Önnur einkunn komin í hús og hún var betri en ég hélt. Fannst sjálfri þetta vera vond ritgerð. Annars eru einkunnirnar ekkert háar hérna. Ég miða mig bara við hina og held ég sé að fá svipað og flestir. Ég er bara glöð með það. Svona til að svekkja ykkur aðeins þá er ég rosa glöð alltaf með veðrið. Það er reyndar stundum kalt og oftar rigning og/eða rok en það er enginn snjór. And I don´t miss it.
Sunday, January 20, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
hæ :) Mér finnst Little Britain líka alveg kostulegir þættir þó þeir gangi stundum fram úr hófi. Fá mann allavega til að brosa. Almodóvar þekki ég ekki :S
EN já þessi bandaríska virðist einhvað "njúrótísk" og hefur greinilega aldrei lært almennilega mannasiði. Segi ekki meir :þ
Annars finnst mér veðrið hér búið að vera alveg frábært. Mér finnst æðislegt að fá smá snjó á þessum árstíma. Hinsvegar á að fara að rigna og koma rok í vikunni og þá fer ég líklega að verða smá abbó.
Svo fór líka í afmæli til Davíðs um helgina og það var mjög gaman. þau búa til MJÖÖÖG góðan mat. Verð bara að koma því áleiðis hér.
En allavega, gangi þér vel að læra. Ætla sjálf að pilla mér í skruddurnar.
Heyrumst, ´þórunn
yeah but no but yeah but no but yeah! :-)
ég get líka hlegið að Little Britain, fyndnast þegar gaurinn er að reyna við gömlu konuna :)
Hvað er svo að þessari gellu,eins og hún sé eitthvað steikt.
Ég er sko ekki sammála Þórunni með veðrið finnst það alveg hræðilegt, búin að vera úrkoma hvern einasta dag síðan ég kom heim í byrjun des!
En annars takk Þórunn ;) ég verð bara að bjóða þér oftar í heimsókn og í mat :)
Og ég vissi að þú myndir rúlla þessum prófum upp, til hamingju með það.
Kv. Guðrún
Post a Comment