Já ég ætla að tala um áfengi aftur. Já ég drekk eins og svín. Nei ég ætla ekki að hætta að drekka. Anyways, Joy bauð okkur heim til sín á föstudaginn. Rahul kom með eitthvað blómavín frá Spáni, María kom með Mescal sem er ansi líkt Tequila finnst mér. Ég bauð upp á Tópas og reyndar líka Íslenskt Brennivín. Ég fer að verða soldið sár því fólki finnst allt þetta íslenska viðbjóður eða allavega ferlega skrítið. Fólk var hreint ekki hrifið af Tópas en Maríu og Brandon fannst Íslenska Brennivínið heldur skárra. En kvöldið var skemmtilegt og við enduðum á írska staðnum með ælulyktinni. Joy er semsagt írsk stelpa sem ber nafn með rentu. Ég held ég sé bara skotin í henni, ég meinaða (nei ég er ekki að koma út úr skápnum).
Jæja, ein einkunn komin. Ég ætla svosem ekki að segja hver hún er en ég get segt að þetta var bara ágætis einkunn. Ég veit að flestir voru á svipuðu róli. Svo ég er sátt. Svo las ég um daginn að skólinn minn var metinn fimmti besti skólinn í Evrópu. Ég er glöð með það. Amk hefur hann gott orðspor hvað svo sem fólki finnst um sálfræðinámið.
Þið sem sjáið hinn fagra Gael García Bernal á götum borgarinnar vinsamlegast gómið hann og sendið með hraðsendingu til mín. Athugið þið sem gleymduð afmælinu mínu að þetta er kjörið tækifæri til að bæta mér það upp.
P.s. María er reyndar mjög hrifin af íslensku nammi. Ég er ekki svo hrifin af því mexíkóska.
Sunday, January 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hvaða hvaða Tópas er gott :) þetta fólk kann ekki gott að meta!! Ég er nú reyndar ekki hrifin af íslensku brennivíni finnst það algjör vibbi. Vissi að þú myndir standa þig í þessum prófum ;) Sé þig svo bráðlega kem líklega ekki með Tópas með mér :( en eitthvað nammi allavega, verður að senda mér óskalista.
Kv. Guðrún
Til hamingju með einkuninna. Vissi þetta alltaf mín kæra ;)
En hvað á það að þýða að þykja Tópas vont, uhuu ?
Allt Tópas er vont - bragðið er hreinlega viðbjóður og nú ertu að upplifa það elskan að þú sért eina í Skotlandi sem finnst þetta gott... og ég ein á Íslandi sem finnst þetta vont... guð hvað ég sakna Marmite!! ;-) Heimurinn værir frekar leiðinlegt ef við vorum öll eins, er það ekki?
halló elsku kellingin mín... Búin að renna yfir síðustu blogg og svei mér þá ef ég finn ekki bara fyrir smá þynnku ;). Greinilega heilmikil gleði í borg Eden :). Ég vissi nú alveg að þú myndir rúlla þessu prófi upp... hafðu það rosa gott skvísa og ég verð duglegri að skilja eftir spor hjá þér ;).. knús og kossar Anna & co
Post a Comment