Tuesday, January 1, 2008

Aftur í Edinborg

Nú er ég komin aftur til Edinborgar. Planið var að koma hingað 30.des en flugið tafðist vegna veðurs svo ég kom til Glasgow seint um kvöld og neyddist til að gista þar. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af því að fara að borga fyrir hótel eina nótt en ég hitti þarna konu sem var föst í Glasgow eins og ég svo við deildum hótelherbergi yfir nóttina. Það var bara fínt. Svo kom ég hingað til Edinborgar í gær og hafði engin plön með kvöldið þar sem þau sem ég þekki best voru enn ekki komin. Tiffany sem ég leigi með var komin og hún bauð mér að koma með sér og sínum vinum um kvöldið og fara á götuhátíð sem er haldin niðrí bæ. Ég ákvað að þiggja það frekar en að vera ein heima og mig langaði líka að upplifa þessa frægu götuhátíð. Ef ég segi alveg eins og er þá var þetta allra versta gamlárskvöld sem ég hef upplifað (og er nú af mörgum slæmum að taka). Vinir hennar Tiffany voru mjög almennilegir og ekkert út á þá (eða hana) að setja. Ég náttúrulega fittaði engan veginn inn þar sem þau þekktust öll og voru flest amerísk og kanadísk. Götuhátíðin var algjört prump. Við vorum beisiklí að borga fyrir mannþröng. Það eina sem var að gerast á götunni voru 3 svið einhvers staðar með einhverjum óþekktum hljómsveitum en það var enginn áhugi fyrir því að troðast til að sjá það. Svo var reyndar fín flugeldasýning á miðnætti. Ég viðurkenni alveg að mér fannst ekki gaman að vera svona ein á miðnætti. Æ ég varð eitthvað voða leið og fann nokkur tár myndast. Það hefði verið allt annað mál ef ég hefði verið með Maríu. Allavega eftir þetta var ég bara orðin þreytt og fór heim. Svona á jákvæðari nótum, þá vaknaði ég hress í morgun og aktív. María kemur eftir 2 daga og hinir jólasveinarnir aðeins seinna held ég. Það verður tekið vel á því þá enda mætti ég með Íslenskt Brennivín og Tópas skot. María kemur með Tequila og Rahul Mescal held ég. Áramótaheit: ég ætla að reyna að borða minna nammi og hreyfa mig meira ef tími gefst. Þetta er mjög ómarkvisst svo ég mun ekki eiga í neinum vandræðum með að brjóta þetta heit. Strengdu einhverjir áramótaheit og hvernig var skaupið?

3 comments:

Anonymous said...

Leiðinlegt að áramótin skyldu ekki verða skemmtilegri skil að það sé ekki gaman að vera ein ég sá eftir að hafa ekki bara farið með þér út :( skaupið var æði, hef ekki hlegið svona mikið í mörg ár af skaupi, við tókum það upp skal lána þér það :)Strengdi ekkert áramótaheit en þitt hljómar vel stel því bara!!
Kv. Guðrún

Curly said...

Hæ sæta mín
Ég trúi nú ekki að þessi áramót hafi verið verri en öll hin vondu áramót sem við höfum upplifað saman hehe hugsaðu bara um seinust áramót... hmm vissum að þú munir ekki einu sinni hvað við gerðum þá þau voru svo slöpp!! Annars var ég bara með flensu heima þessi áramótin svo ég fór ekkert í partý.
Hmm mér fannst skaupið hræðilegt, eitt það versta sem ég hef séð svona án gríns.
Annars segi ég bara gleðilegt ár dúlla og takk fyrir það gamla.

Knús og kram
Den danske pige

Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár elskan mín!! Ég veit að þú getur þetta... villtu kannski vera í nammibindandi aftur? Við skulum báðar segja nei takk við namminu á nyju ári... we can do it!!! :-) og heyrðu meila mig addressinu þínu elskan!! ég skal senda þig bréf fyrir þann mikilvægan dag sem ég gleymdi! ég elska þig! ;-)