Jæja peeps. Ég er komin heim. Mér finnst það soldið sérstakt en bara notalegt að koma í hlýtt jólaskreytt hús. Eitthvað annað en myglugrænir veggir og verksmiðjugólfteppi eins og á Causewayside. Veðrið er samt alveg glatað. Ég hafði nú heyrt að veðrið í Skotlandi væri ekkert sérstakt og átti von á að það væri bara svipað og hér. En nei ó nei. Amk miðað við síðustu þrjá mánuði þá er bara engan veginn hægt að líkja þessu saman. Næstu tvær vikur fara líklega í alls kyns nauðsynlegar aðgerðir, hittinga og því miður þá verð að ég að læra eitthvað líka. Já svo verður Ísafjörður heimsóttur.
P.S. Ég er komin með gamla símanúmerið mitt.
Monday, December 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Velkomin heim í vibbaveðrið, kannast við smá svona sjokkur við heimkomu :/ Hlakka til að sjá þig :)
Kv. Guðrún
Mig hlakka líka til að sjá þig hér á Ísafirði. Ég bið til Guðs á hverjum degi að veðrið verði gott á afmælisdaginn þinn. Það hafa ansi margar flugferðir fallið niður að undanförnu. Afmælisgjöfin er hálf í Reykjavík og hálf hér á Ísafirði.
Gleðilegt ár Þórhildur og takk fyrir það gamla. Vona að ferðin til Edinborgar hafi gengið vel og að þú hafir það gott í kvöld, gamlárskvöld.
Skál í Carlsberg í b-haldaranum frá Guðrúnu
Áramótaknús
Post a Comment