Sunday, December 2, 2007

I loooove MAC

Ég fór í MAC í fyrsta skipti í vikunni. Ég þarf að gera mér ferð þangað sérstaklega svo ég hafði ekkert farið fyrr. Guð minn góður hvað ég elska þessa búð. Ég fæ alltaf fyrsta flokks þjónustu þarna sama hvar í heiminum ég er. Svo eru vörurnar náttúrulega æði. Ég eyddi helling skulum við segja og mig langaði helst að kaupa líka stelpuna sem var að afgreiða mig (sem förðunardömu auðvitað). Eyðslan var samt eins konar meðferð svo í rauninni er það ódýrara en að fara til sálfræðings ;) Ég hugsa það þannig. Nú er skólinn búinn og ég á að vera að læra undir próf (eða skrifa ritgerð). Tölfræðipróf á fimmtudaginn sem getur ekki verið annað en skemmtilegt. Við fórum óvænt á djamm á föstudaginn. Ég og María hittum Brandon og Rahul sem eru bekkjarfélagar mínir. Mjög skemmtilegir báðir tveir en þó ólíkir. Rahul er mjög klár og ör og létt klikkaður. En það er mjög gaman að honum. Brandon er eldri og rólegri. Við entumst alveg til 4 sem er seinna en venjulega fyrir mig.
Ég er aðeins byrjuð að kíkja á jólagjafir en það er stórhættulegt. Ég hef enga sjálfstjórn ef ég fer inn í HM........ENGA. Ég er alvarlega að hugsa um að giftast til fjár svo ef þið þekkið einhvern gamlan skarf sem á fullt af peningum og er á lausu þá hafið mig í huga.
Jæja, fleira er ekki í fréttum. Jú reyndar þarf Jens hinn þýski hugsanlega að flytja út frá okkur (löng saga) sem við erum ekki hressar með því hann er sérlega ljúfur og þægilegur og ég er viss um að hann fer bráðum að tölta um íbúðina ber að ofan (það er það eina sem við biðjum um). Annað er að Jude Law töffarinn í sálfræðinni er byrjaður með einhverri smástelpu sem er líka í sálfræðinni. Það tók ekki langan tíma. Það verður gaman að fylgjast með því.

3 comments:

Anonymous said...

Eg elska lika MAC :) en keypti samt bara 2 gloss i tessari ferd og ég fór inni i HM i London og tómhent út i fyrsta sinn a ævinni
:( (Tad var allt of stappad tar inni) En eg tekki engann gamlann rikann en er i vinnu tar sem eg se fullt af gomlum korlum sem eru komnir a grafarbakkann ;) eg hef tig i huga!!!!!! Erum komin heim og þad er svakalega kalt BRRRRRRRRRR
Kv. Guðrún

Anonymous said...

Gostei muito desse post e seu blog é muito interessante, vou passar por aqui sempre =) Depois dá uma passadinha lá no meu, que é sobre frases e poesias, espero que goste. O endereço dele é http://mil-frases.blogspot.com. Um abraço.

Þórunn said...

Já, snyrtivörukaup hafa mjög sálarbætandi áhrif...er sko sammála þér varðandi það :)
En leiðinlegt að sá þýski sé að flytja þegar hann er við það að fara að ganga um ber að ofan.
Það lofar allavega betur en gerði hjá mér þegar ég bjó í dk,þar sem pólverjinn sem ég bjó með gekk iðulega um á fakta-næríunum og lopapeysu.