Tuesday, January 29, 2008

Hvað heitir dýrið?


Lítið í fréttum í dag. Ritgerðarskil á föstudaginn once again. Fyrirlestrar yfirvofandi (sem ég þarf að halda). Svo segir einn kennari í dag að því oftar sem maður talar fyrir framan hóp fólks því auðveldara verður það. Hell no. Ég er ekki sammála. Held ég sé bara að versna. Á einhver gott trix til að losna við stressið sem fylgir þessum ósköpum?
María var að segja mér frá einhverju dýri og lýsti því sem spendýri með barnsandlit. Nafnið á dýrinu er manatee. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það gæti verið svo ég bað hana að senda mér mynd. Ég er greinilega ekki vel að mér í dýrafræðum því ég hef enn ekki hugmynd um hvaða dýr þetta er. Getur einhver sagt mér hvað það heitir á íslensku (sjá mynd)?
Langar að nefna í lokin hinn fagra Heath Ledger. Mikið rosalega var ég leið yfir fréttunum. Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér.


Sunday, January 20, 2008

Sunnudagspistillinn

Vikan var heldur óskemmtileg. Það voru enn einu sinni ritgerðarskil á föstudaginn. Ég fór varla út úr húsi alla vikuna. Helgin var samt fín. Við kíktum aðeins út á föstudaginn. Á laugardaginn fórum við niðrí bæ og ég keypti mér 2 seríur af Little Britain (3 pund hvor) og 5 myndir eftir Almodóvar (22 pund saman). Ég er að reyna að vera menningarleg. Þá er ég að tala um Almodóvar myndirnar. Little Britain gleður mitt litla hjarta með skuggalega súrum húmor (stundum fara þeir nett yfir strikið). Svo fórum við á Sweeney Todd á laugardaginn. Ég var ekkert svakalega impressed. Þetta er söngvamynd og æ ég er ekkert æðislegur aðdáandi söngvamynda. María var hins vegar ánægð.
Við höfum enn ekki fengið nýjan meðleigjanda og ég efast um að það gerist úr þessu. Sú ameríska hefur aðeins verið að láta til sín taka. Hún er mjög mislynd og getur verið ferlega fúl og leiðinleg. Hún er semsagt búin að vera eitthvað geðvond undanfarið og andrúmsloftið er ekkert sérstakt. Hún misþyrmir eldhúsáhöldum og skellir hurðum. Henni tekst meira að segja að slökkva ljósin með látum. Veit ekki hvernig hún fer að því.
Önnur einkunn komin í hús og hún var betri en ég hélt. Fannst sjálfri þetta vera vond ritgerð. Annars eru einkunnirnar ekkert háar hérna. Ég miða mig bara við hina og held ég sé að fá svipað og flestir. Ég er bara glöð með það. Svona til að svekkja ykkur aðeins þá er ég rosa glöð alltaf með veðrið. Það er reyndar stundum kalt og oftar rigning og/eða rok en það er enginn snjór. And I don´t miss it.

Sunday, January 13, 2008

Áfengi frá ýmsum löndum

Já ég ætla að tala um áfengi aftur. Já ég drekk eins og svín. Nei ég ætla ekki að hætta að drekka. Anyways, Joy bauð okkur heim til sín á föstudaginn. Rahul kom með eitthvað blómavín frá Spáni, María kom með Mescal sem er ansi líkt Tequila finnst mér. Ég bauð upp á Tópas og reyndar líka Íslenskt Brennivín. Ég fer að verða soldið sár því fólki finnst allt þetta íslenska viðbjóður eða allavega ferlega skrítið. Fólk var hreint ekki hrifið af Tópas en Maríu og Brandon fannst Íslenska Brennivínið heldur skárra. En kvöldið var skemmtilegt og við enduðum á írska staðnum með ælulyktinni. Joy er semsagt írsk stelpa sem ber nafn með rentu. Ég held ég sé bara skotin í henni, ég meinaða (nei ég er ekki að koma út úr skápnum).

Jæja, ein einkunn komin. Ég ætla svosem ekki að segja hver hún er en ég get segt að þetta var bara ágætis einkunn. Ég veit að flestir voru á svipuðu róli. Svo ég er sátt. Svo las ég um daginn að skólinn minn var metinn fimmti besti skólinn í Evrópu. Ég er glöð með það. Amk hefur hann gott orðspor hvað svo sem fólki finnst um sálfræðinámið.

Þið sem sjáið hinn fagra Gael García Bernal á götum borgarinnar vinsamlegast gómið hann og sendið með hraðsendingu til mín. Athugið þið sem gleymduð afmælinu mínu að þetta er kjörið tækifæri til að bæta mér það upp.

P.s. María er reyndar mjög hrifin af íslensku nammi. Ég er ekki svo hrifin af því mexíkóska.

Sunday, January 6, 2008

Vodkakúrinn

Ég á að vera að læra en það gengur frekar hægt. Er eitthvað svakalega löt. Ég komst líka að því að skólinn byrjar ekki á morgun heldur í vikunni á eftir. Sem er yndislegt þar sem ég er að vinna í ritgerð og verkefni þessa stundina. María kom á fimmtudaginn og því var fagnað með eldhúsfylleríi. Við ákváðum að minnka bjórdrykkjuna því bjórinn er svo fitandi og drekka vodka í staðinn. Þ.e. ég fékk mér vodka en María whiskey. Ég drakk hann út í sykurlaust gos og setti lime útí. Ég skal segja ykkur það að ég vaknaði svoleiðis eiturhress daginn eftir að það hálfa væri nóg. Svo ég mæli hiklaust með þessu í stað þess að vera að sulla í bjór og öðru. Mér finnst reyndar bjórinn bragðbetri og hvítvínið skemmtilegra.
Um helgina skellti ég mér aðeins í bæinn og fór óvart á útsölurnar ;) Ég sver það að ég eyddi samt bara 18 pundum í tvo kjóla og eina peysu. Geri aðrir betur. Annar kjóllinn er svolítið sérstakur og ég held ég myndi ekki þora að nota hann heima. En ég ætla að gera það hér. Svo langar mig svakalega í nýja skó eða stígvél.

Við ætlum á tónleika í febrúar með hljómsveit sem heitir Nouvelle Vague. Mér líst svakalega vel á það litla sem ég hef heyrt með þeim. Fyrir áhugasama: http://www.myspace.com/nouvellevague

Hér eru nokkrar myndir frá Gamlárskvöldi


















Tuesday, January 1, 2008

Aftur í Edinborg

Nú er ég komin aftur til Edinborgar. Planið var að koma hingað 30.des en flugið tafðist vegna veðurs svo ég kom til Glasgow seint um kvöld og neyddist til að gista þar. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af því að fara að borga fyrir hótel eina nótt en ég hitti þarna konu sem var föst í Glasgow eins og ég svo við deildum hótelherbergi yfir nóttina. Það var bara fínt. Svo kom ég hingað til Edinborgar í gær og hafði engin plön með kvöldið þar sem þau sem ég þekki best voru enn ekki komin. Tiffany sem ég leigi með var komin og hún bauð mér að koma með sér og sínum vinum um kvöldið og fara á götuhátíð sem er haldin niðrí bæ. Ég ákvað að þiggja það frekar en að vera ein heima og mig langaði líka að upplifa þessa frægu götuhátíð. Ef ég segi alveg eins og er þá var þetta allra versta gamlárskvöld sem ég hef upplifað (og er nú af mörgum slæmum að taka). Vinir hennar Tiffany voru mjög almennilegir og ekkert út á þá (eða hana) að setja. Ég náttúrulega fittaði engan veginn inn þar sem þau þekktust öll og voru flest amerísk og kanadísk. Götuhátíðin var algjört prump. Við vorum beisiklí að borga fyrir mannþröng. Það eina sem var að gerast á götunni voru 3 svið einhvers staðar með einhverjum óþekktum hljómsveitum en það var enginn áhugi fyrir því að troðast til að sjá það. Svo var reyndar fín flugeldasýning á miðnætti. Ég viðurkenni alveg að mér fannst ekki gaman að vera svona ein á miðnætti. Æ ég varð eitthvað voða leið og fann nokkur tár myndast. Það hefði verið allt annað mál ef ég hefði verið með Maríu. Allavega eftir þetta var ég bara orðin þreytt og fór heim. Svona á jákvæðari nótum, þá vaknaði ég hress í morgun og aktív. María kemur eftir 2 daga og hinir jólasveinarnir aðeins seinna held ég. Það verður tekið vel á því þá enda mætti ég með Íslenskt Brennivín og Tópas skot. María kemur með Tequila og Rahul Mescal held ég. Áramótaheit: ég ætla að reyna að borða minna nammi og hreyfa mig meira ef tími gefst. Þetta er mjög ómarkvisst svo ég mun ekki eiga í neinum vandræðum með að brjóta þetta heit. Strengdu einhverjir áramótaheit og hvernig var skaupið?