Það er kominn karlmaður á heimilið. Sú kínverska sem flutti út fyrir nokkrum vikum síðan kom í síðustu viku með tvo menn sem vildu flytja inn. Því miður var ég sú eina sem var heima svo ég neyddist til að hitta þá (þetta var þynnkudagurinn mikli by the way). Annar var Þjóðverji, 24 ára gamall og hinn Ítali um fertugt. Eftir að þeir fóru bað Apple mig um að velja á milli þeirra. Mér fannst Ítalinn eitthvað skuggalegur svo ég valdi þann þýska. Hann var mjög vinalegur og ég vissi að María og Tiffany hefðu viljað hann. Nú er hann semsagt fluttur inn og mér sýnist að sambúðin verði bara góð. Á föstudaginn var síðasti fyrirlestur annarinnar. Ég er búin að halda samtals 7 fyrirlestra (presentations) þessa önn. Þetta er þó yfirleitt mjög stutt og oftast erum við í hóp. Engu að síður er þetta stressandi, a.m.k. fyrir mig.
Þegar Inga Jóna kom hérna síðustu helgi bað ég hana að koma með harðfisk fyrir mig. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af harðfiski en finnst ágætt að smakka hann öðru hvoru. Þetta var meira svona til að gefa öðrum að smakka. Ég var hissa á því hvað fólk var lítið spennt. Þeim fannst lýsingin ekki spennandi og svo var lyktin ekki að hjálpa. Ég geymi fiskinn í 4 plastpokum en hann lyktar samt svo ég hef verið að reyna mitt besta að losna við hann. Ég hef beitt suma miklum þrýstingi og tekist að gefa nokkrum smakk. Fólki hefur yfirleitt fundist fiskurinn betri en það bjóst við en ég veit ekki hvort það segi þetta til að vera kurteist. Skiptir mig engu máli, ég vil bara losna við fiskinn.
Nú eru bara 3 vikur í heimkomu. Ég veit að margir bíða eftir mér í ofvæni ;)
Sunday, November 25, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Ég bíð spennt og litlu ormarnir líka.
ég bíð líka spennt sæta... eigum við ekki að hittast hjá Icebank og ég keri þig síðan heim með svona pittstop til Smáralind á leiðinni... svona for old time's sake!! ;-)
Gaman að fá "karldýr" á heimilið. Annars hefði ég líka valið þennan unga ;)
Hey svo lengi sem hardfiskurinn er ekki steiktur upp ur raspi er tetta nu allt i lagi. Eg turfti ad borda svoleidis i Guatemala :)Annars bid eg lika spennt eftir ad hitta tig en samt ekki spennt yfir ad fara heim!!!!!!!!!!
Kv. Gudrun
Post a Comment