Enn ein snilldar fyrirsögn hjá mér. Vikan er búin að vera þokkaleg félagslega séð. Sem þýðir náttúrulega að ég hef ekkert verið að læra. Á mánudaginn kíkti ég í "partý" hjá einni sem er með mér í bekk. Það voru ekki margir svo við stoppuðum stutt. Drukkum nokkra bjóra samt. Á þriðjudaginn átti að vera heljarinnar Halloween partý í húsinu mínu. Ég og María vorum þvílíkt fínar, ég sem dúkka og hún sem köttur. Ég reyndar klikkaði aðeins á búningnum mínum því það virðist vera þannig að stelpur eiga að vera í sexy búning. Það var allavega vinsælt sýndist mér. Ég var meira svona kjánaleg en sexy (kannski af því að mér finnst kjánalegt að reyna að vera sexy í búning á hrekkjavöku). Anyways, ég og María mætum og það voru kannski 10 manns þarna. Svo átti að tölta á einhvern skemmtistað niðrí bæ en þar voru allir í kringum tvítugt. Needless to say, við fórum snemma heim. Drukkum samt tvo bjóra. Á miðvikudaginn var svo Halloween. Það voru hátíðahöld niðrí bæ svo ég og María ákváðum að kíkja en stoppa stutt.
Við hittum tvo bekkjarfélaga mína og fórum með þeim niðrí bæ. Hátíðahöldin voru ágæt en við sáum reyndar lítið sökum hæðar. Maður er nú vanur því. Kvöldið endaði reyndar á djammi og við hittum írska stelpu sem er með mér í bekk líka. Fórum með henni á írskan pöbb sem ilmaði af ælu og gólfin voru vel klístruð. Það var reyndar mjög gaman. Allir vel hressir. Drukkum nokkra bjóra og svona. Ég verð að segja að af því fólki sem ég hef hitt hérna eru Írarnir að skara framúr í skemmtilegheitum. Kanar og Kanadamenn hafa ekki verið að heilla mig (þó er einn fínn bekkjarfélagi frá USA). Ég er hissa hvað Kanadamenn hafa reynst óspennandi. En ég er ekki að alhæfa neitt hér. Ég er bara að miða við reynslu mína hérna. Jæja, í gærkvöldi fórum við svo á tónleika með hljómsveit sem heitir Glas Vegas (frá Glasgow). Þetta er nú ekki þekkt hljómsveit held ég en tónleikarnir voru fínir. Ég fékk mér bara diet coke. Helgin er óplönuð. Virkileg þörf á að læra svo ég ætla að reyna það. Veit ekki með annað.
P.S. Ekki búin að kaupa digital ennþá. One day.....
Friday, November 2, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hæ, mikið gasalega er ég ánægð með hvað þú djammar mikið (já eða kíkir mikið út). Þá veit ég að þér líður vel....engin lognmolla.
þetta hljómar allt ofboðslega spennandi.
knús, Þórunn
Va hvad eg er sammala ter med tessa buninga, get bara ekki sagt annad!!!!!!!! Annars fannst mer Kanadamenn alveg agaetisfolk en kannski samt pinu skritid a koflum hehe Man eftir einni "sukkuladikonu" sem var alveg storfurduleg, alltaf ad tala um hvad hun elskadi sukkuladi
Kv. Gudrun
Það er ekkert að fólkið sem elska súkkulaði... vildi bara taka það fram!! ;-) hahahaha! Annars eru Kanadamenn allt í lagi sko... en öðruvísi!!!! :-)
Ég hef óskað þess alla mína tíð að Halloween yrði tekið upp á Íslandi, þá einn dag á ári gæti ég verið normal.
Post a Comment