Síðasta vika var mjög strembin. Ég þurfti að halda tvo fyrirlestra (bara 10 mínútur og stundum með hóp en finnst það ekki skemmtilegt) og skila inn einni lokaritgerð. Það var semsagt nóg að gera en ég var svo heppin að Inga Jóna var í bænum svo ég hitti hana og vinkonu hennar á föstudagskvöldið. Það þarf kannski ekki að taka það fram að ég sletti ærlega úr klaufunum og fékk að finna fyrir því daginn eftir. Fyrsta almennilega þynnkan í Edinborg. Við fórum á allavega 4 skemmtistaði og enduðum á því að hitta félaga minn í skólanum. Ég skemmti mér allavega konunglega. Guuuððð ég lenti í svo vandræðalega atviki áðan. Eða mér fannst það amk. Ég fór inn í bókabúð sem er ekki í frásögur færandi. Þegar ég labba inn sé ég einn kennarann minn og hann er þarna eitthvað að væflast (hann var ekki að skoða bækur, meira svona að skoða sig um). Anyways, þessi kennari er ferlega luralegur og frekar ómyndarlegur. Hann er alltaf eitthvað hálf awkward greyið með hálf misheppnaða brandara í tíma. Allavega, ég brosi til hans og heilsa. Hann byrjar svo að spjalla um veðrið og eitthvað fleira. Allt í lagi með það. Svo segir hann: "ertu í skóla hérna eða...". Ég bara "sorry what". Og hann endurtekur spurninguna. Og ég segi:"I´m in your class. Advanced Psychology". Guð minn góður hvað hann varð vandræðalegur. Hann hafði ekki hugmynd um það og hefur eflaust haldið að hann væri kominn á séns þarna í Blackwells bókabúðinni. Ég skildi ekkert í þessu. Var náttúrulega alveg viss um að hann þekkti mig því ekki nóg með að ég er í bekknum hans (sem er nú ekki svo stór) þá hafði ég kynnt mig fyrir honum fyrsta skóladaginn og oft séð hann á göngunum. Greyið kallinn. Held honum hafi ekki fundist þetta skemmtilegt. Ég hef það líka á tilfinningunni að hann sé frekar óheppinn. Hann er soldið eins og teiknimyndafígúra og er örugglega alltaf að lenda í einhverju svona. Mér fannst þetta náttúrulega svakalega fyndið eftirá.
Jæja, innan við mánuður í heimkomu. En nú bíða mín tveir fyrirlestrar fyrir næstu viku og ýmislegt fleira. Svo það er líklega best ég skelli mér í lærdóm.
Sunday, November 18, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
hehehe grey gaurinn, get imyndad mer ad tetta hafi verid frekar fyndid :) Er i LA nuna, mjog gaman ekki samt ennta buin ad hitta Brad Pitt en steig i fotsporin hans adan, liklega verdur tad bara ad duga ad tessu sinni :(
Ja djok tu veist kannski ekki hver var ad skrifa tetta hehe!!!!!!
Kv. Gudrun
Hæ hæ elskan, takk fyrir síðast. Vona að þynnkan hafi verið þess virði ?? Virkilega gaman að hitta þig og Gulla er enn á því að hún vildi þig sem tengdadóttur...hehehe
Takk fyrir skemmtunina elskan og vona að þér gangi vel í skólanum. Vorkenni nú eiginlega kennaragreyinu,,,hehe...
Love Inga Jóna
p.s. Indverjinn rosa sætur :-)
Post a Comment