Sunday, October 14, 2007

Trainspotting City

Önnur vika og helgi liðin. Tíminn bara flýgur áfram hérna. Mest lítið að frétta samt. Veðrið er búið að vera algjörlega bjútífúl. Hlýtt og lítið rignt. Kannski ljótt að segja frá því þar sem september var sá blautasti á Íslandi í 50 ár. Ég fór í ræktina tvisvar í þessari viku og er sérlega stolt af mér. Aðstaðan er mjög fín og árskortið er bara 75 pund. Ég ætla að skella mér á það því það er algjörlega þess virði. Þvílíkur unaður að geta aðeins reynt á sig. Kemur mér alltaf á óvart þegar mér finnst gaman í ræktinni. Verst að mér finnst ekki svo gaman að ég nenni oftar en 3svar í viku.
Þessi helgi var ansi róleg þar sem María litla var að drukkna í lærdómi. Við kíktum reyndar út á fimmtudagskvöldið og hittum þar óvænt nágranna okkar. Það var fínt að kynnast þeim aðeins betur. Margir þeirra eru að læra tónlist eða vita mikið um tónlist. Reyndar fórum við María út í gær og fengum okkur indverskt á litlum stað sem Kristín reyndar fann. Þegar ég fór þangað með Kristínu sátum við úti og það var róni sem sat á næsta borði (manstu Kristín?). Ég og María sátum á sama borði (takið eftir við sátum úti að kvöldi til :) og sami róninn settist á næsta borð. Stundum finnst mér eins og Edinborg sé minni en Reykjavík. Það bregst ekki að ef maður fer út úr húsi þá hittir maður nokkra nágranna og svo er ég farin að sjá sömu andlitin á götunum.
Ég verð líka að nefna að það er ótrúlegur fjöldi af huggulegum piltum hérna (reyndar líka konum því miður). Líklega eru flestir námsmenn svo þetta eru ekki endilega Skotar. Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er líka töluvert af dópistum hérna og skrítnu liði. Í gær var einn úti á götu að sparka í ruslatunnu. Það er víst ekki af ástæðulausu að Trainspotting gerist hér.
Engar áhyggjur people, ég kann lagið á þessu fólki ;)
Jæja, takk fyrir að lesa þið sem gerið það. Þið eigið heiður skilinn fyrir að nenna því.
P.s. Annað sem ég var að muna. Ég og Kristín fórum út að borða fyrst á Mexíkóskum veitingastað. Ég tók eftir pari sem sat á borði nálægt. Næsta kvöld fórum við á Indverskan stað og var þá ekki sama parið á næsta borði. Þetta var hálf vandræðalegt. Við vorum eins og stalkers (sérstaklega Kristín þó því hún lítur meira þannig út).

4 comments:

Þórunn said...

Hæ, þetta eru jú ansi spes tilviljanir miðað við hvað þetta er stór borg, hehe. Maður gæti kannski búist við þessu í Reykjavík en ekki í Edenborg
En hvað varðar ræktina þá finnst mér 3 sinnum í viku bara mjög fínt. þá fær maður allavega ekki ógeð.
kveðja. Þórunn

Anonymous said...

Fannst ter ekki Indverskur matur godur?? mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Kv. Gudrun

Þórunn said...

jæja, ég er fyrst að fatta núna að þessi Sufjan, sem þú ert að leita að, er söngvarinn sem þú heldur svo mikið upp á.

Hélt alltaf að "desperatly seeking Sufjan" væri bara karl-gerving á Suzan. Svona er maður nú seinn að fatta, hehe

Anonymous said...

Mer finnst indverskur matur aedislegur. Eg er reyndar algjor kjuklingur thegar hann er sterkur en eg borda hann samt. Betra er seint en aldrei Thorunn. En eg er ekki enn buin ad finna hann. Held lika ad hann se i USA nuna. Finnst ther hann ekki fagur? Thad er samt ekki thess vegna sem eg hlusta a hann. Kv. Thorhildur