Sunday, October 7, 2007

Án sjónvarps en enn á lífi

Eftir slappleika í byrjun vikunnar kom Kristín Ó í heimsókn. Veðurspáin var ekki góð en sem betur fer rættist úr veðrinu. Það var alveg yndislegt. Við gengum því bæinn þveran og endilangan. Ég sá mun meira af borginni en ég hafði gert áður. Svo var kíkt á nokkra pöbba og svona þetta hefðbundna. Kíktum á kastalann og í Greyfriars kirkjugarðinn. Kristínu fannst nú ekki mikið til hans koma og fannst áhugi minn eitthvað óeðlilegur. Ég held hún hafi verið eitthvað skelkuð greyið yfir draugasögunum sem fylgja garðinum ;) En hún var mjög impressed yfir hvað ég vissi mikið um borgina. Sagan um Greyfriars Bobby fékk hana til að vökna um augun (í stuttu máli: lögreglumaður og húsbóndahollur hundur). En það var æðislegt að fá hana í heimsókn og pakka að heiman (bækur og súkkulaði og óvæntan bangsa).
Í dag fór ég svo með Mariu á japanskan veitingastað. Það var virkilega gott svo það kom skemmtilega á óvart. Svo kíktum við í bíó á myndina Control. Þetta er semsagt mynd um Ian Curtis söngvara Joy Division. Allavega mjög fín mynd. Annars verð ég að nefna að ég sá semsagt sjónvarp í fyrsta skipti um helgina síðan ég kom hérna út (nei við eigum ekki sjónvarp). Þetta var þáttur um kynskiptinga og þeir voru svo huggulegir að sýna hvernig þeir breyta karli í konu. Well......let me tell you. Þetta var ekki girnilegt og mig grunar að margur karlmaðurinn myndi falla í yfirlið yfir því sem var sýnt. Anywho, ef þið viljið nánari lýsingar getið þið spurt Kristínu.
Jæja, löng vika framundan. Cheers.

4 comments:

Anonymous said...

En gaman að heyra hvað það var yndislegt hjá ykkur... ég er mjög höfundssjúk því mig langar að koma líka!! :-) En heyrðu á meðan þið voruð að skemmta ykkur þá vorum við Adem föst á ströndinni á milli Grundafirði og Ólafsvík og björgunarsveit þurfti að koma að bjarga okkur!! Mega rómantískt!! ;-)

Þórunn said...

Ehmm, að kaupa sjónvarp var einmitt mitt fyrsta verk þegar ég flutti út. Hefði örgglega dáið án þess....en svona er maður nú misjafn :)
En gasalega finnst mér spennandi þetta með kirkjugarðinn og draugasögurnar. Ætla að panta svona drauga-göngutúr hjá þér ef ég kemst einhverntíman í heimsókn til þín.
Bestu kveðjur, Þórunn :)

Gogo said...

Ég gæti aldrei lifað án sjónvarps - ef ég myndi lenda á eyðieyju yrði það mitt fyrsta verk að finna upp sjónvarp og hringja svo í orkuveituna og fá rafmagn!

Anonymous said...

Eg er eiginlega fegin ad eyda timanum i eitthvad annad en ad horfa a sjonvarp nuna. Er reyndar alltaf glod tegar eg get sed friends eda house :) en mig langar lika ad sja tennan kirkjugard. Tu synir okkut Thorunni tegar vid komum :)
Kv. Gudrun