Sunday, October 21, 2007
Dunfermline
Ég hef komist að því að Edinborg er ekki endilega besta verslunarborgin. Við höfum allar þessar helstu búðir eins og HM, Topshop og River Islands en það er ekki ein einasta Primark. Glasgow hefur 4 Primark og allir minni bæir hér í kring hafa amk eina Primark. Fyrir þá sem ekki vita þá er Primark verslun sem selur allt mögulegt á því fáránlegasta verði sem sést hefur. Auðvitað fylgir þá að gæðin eru ekki upp á marga fiska. En who cares þegar maður fær djammtösku á 350 krónur (er búin að nota hana einu sinni og hún hrundi ekki í sundur) og stígvél á 1500 kall. Ég hafði semsagt heyrt um þessa búð en aldrei orðið svo fræg að versla í henni. Ég og María ákváðum að skella okkur í Primark og völdum að fara til Dunfermline því það var styst og ódýrast að fara þangað. Þetta er gamall lítill bær og var eitt sinn höfuðborg Skotlands. Mér fannst æðislegt að fara þangað. Mjög sætur staður og flestir þarna voru smábæjarskotar. Við fórum bara inn í Primark og gerðum ljómandi fín kaup. Ég borgaði fyrir allt 5800 krónur og fyrir það fékk ég kápu, stígvél, veski, sokkabuxur, leggings, fullt af nærfötum, flip flops og íþróttatopp. Ég er ekki sannfærð um að þetta verði endingarmestu flíkur sem ég hef keypt en það kemur í ljós. Varðandi síðasta blogg þá vil ég benda á að Edinborg hefur einna lægstu glæpatíðni af borgum í UK (las það einhvers staðar). Hvernig það getur verið skil ég ekki alveg því við erum endalaust að sjá fólk í annarlegu ástandi. En allavega, það er busy vika framundan. Það verður sérstaklega mikið að gera eftir næstu viku í skólanum. Anda djúpt.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Æ já, maður væri sko til í að komast í ódýrar en flottar búðir. Bind vonir við köben í nóevember. Annars er svarti Oasis bolurinn sem þú gafst mér áður en þú fórst út alveg í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Hreinlega elska hann :)
Er ekki mikið að sekkjarpípu-spilurum úti á götum þarna ? Er það ekki annars skoskt fyrirbæri ? Finnst það alveg æðislegt hljóðfæri...tala nú ekki um ef gaurinn er í skotapilsi.
En jæja, vona að þú hafir það gott og skólinn gangi vel. kveðja, Þórunn
Ástin mín... við erum búnar að ræða þetta er það ekki? Your time in Edinborough is not an excuse to shop!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Við söknum þín rosalega hér í vinnunni!! :-)
Það er alltaf einhver að spila á sekkjapípu á aðalgöngugötunni. Og jú þeir eru í skotapilsi en ekki kannski eins huggulegir og maður vonaði. Gott að þú ert ánægð með Oasis bolinn ;)Þá er ég glöð.
.
Lisa mín..sko...Primark er varla búð. Maður fær þetta næstum því gefins :) Ég hef annars verið rosalega dugleg (fyrir utan nokkur "slys". Ég er eins og fíkill :S En ég sakna ykkar allra líka get ég sagt þér...sniff sniff..
Vid verdum ad skreppa i tennan bae tegar vid Thorunn komum i heimsokn, eg er alveg i skapi til ad versla soldid :) veit svo sem ekki hvenaer eg er ekki i tannig skapi hehe
Kv. Gudrun
Post a Comment