Sunday, August 24, 2008

Síðasta blogg frá Edinborg

Nú er bara komið að lokum hjá mér í Edinborg. Ég skilaði inn ritgerðinni á föstudaginn og á fimmtudaginn fer ég heim. Næstu dagar fara í að skipuleggja heimferðina, pakka, senda dót o.s.fr.v. Mér finnst rosalega skrítið að fara aftur heim. Í rauninni hefði ég viljað vera hérna í ár í viðbót. En að sumu leyti langar mig líka heim. Það eru margir sem ég sakna. Þetta var samt alveg magnað ár.
Jæja, hlakka til að sjá ykkur heima ;)

Wednesday, August 6, 2008

Þunn á miðvikudegi

Ritgerðin mjakast. Það er ansi stutt í heimkomu og því miður er kominn tími til að kveðja. Nú er fólk byrjað að tínast aftur heim. Ég er ekki tilbúin að kveðja en það er víst óumflýjanlegt. Rosalega á ég eftir að sakna alls hérna en þó auðvitað helst fólksins. Anyways, í ágúst eru alls kyns hátíðir í gangi í Edinborg. Bærinn iðar af lífi og það er fólk alls staðar. Í garðinum við skólann minn er búið að setja upp Spiegel tent. Það eru tónleikar og ýmislegt í gangi en það er líka hægt að sitja þar og sötra bjór. Rosa kósý. Við gerðum það í gær. Drukkum bjór frá klukkan 6 til 12. Þar sáum við leikarann Neil Patrick Harris. Við erum allavega 80% viss um að þetta var hann. Joy fór og spurði og hann sagðist vera maðurinn. Elaine (gataða konan) er líka alltaf þarna. Alltaf gaman að sjá hana. María var kynnt fyrir henni um daginn. Ég var bara abbó að hafa misst af því. Gengur fólki eitthvað að finna fyrir mig vinnu? Hafið í huga að ef ég fæ ekki vinnu heima fer ég hugsanlega aftur út. Think about that. Þetta átti að vera hvetjandi en hugsanlega mun það letja einhverja.