Wednesday, October 24, 2007

Nokkrar myndir


Í miðbænum á laugardegi



Victoria Street



Grafhýsi í Greyfriars kirkjugarðinum



Waverley Bridge



Á Starsailor tónleikum



Systa, Amma, Mamma og ég á Tapas barnum á Íslandi

Sunday, October 21, 2007

Dunfermline

Ég hef komist að því að Edinborg er ekki endilega besta verslunarborgin. Við höfum allar þessar helstu búðir eins og HM, Topshop og River Islands en það er ekki ein einasta Primark. Glasgow hefur 4 Primark og allir minni bæir hér í kring hafa amk eina Primark. Fyrir þá sem ekki vita þá er Primark verslun sem selur allt mögulegt á því fáránlegasta verði sem sést hefur. Auðvitað fylgir þá að gæðin eru ekki upp á marga fiska. En who cares þegar maður fær djammtösku á 350 krónur (er búin að nota hana einu sinni og hún hrundi ekki í sundur) og stígvél á 1500 kall. Ég hafði semsagt heyrt um þessa búð en aldrei orðið svo fræg að versla í henni. Ég og María ákváðum að skella okkur í Primark og völdum að fara til Dunfermline því það var styst og ódýrast að fara þangað. Þetta er gamall lítill bær og var eitt sinn höfuðborg Skotlands. Mér fannst æðislegt að fara þangað. Mjög sætur staður og flestir þarna voru smábæjarskotar. Við fórum bara inn í Primark og gerðum ljómandi fín kaup. Ég borgaði fyrir allt 5800 krónur og fyrir það fékk ég kápu, stígvél, veski, sokkabuxur, leggings, fullt af nærfötum, flip flops og íþróttatopp. Ég er ekki sannfærð um að þetta verði endingarmestu flíkur sem ég hef keypt en það kemur í ljós. Varðandi síðasta blogg þá vil ég benda á að Edinborg hefur einna lægstu glæpatíðni af borgum í UK (las það einhvers staðar). Hvernig það getur verið skil ég ekki alveg því við erum endalaust að sjá fólk í annarlegu ástandi. En allavega, það er busy vika framundan. Það verður sérstaklega mikið að gera eftir næstu viku í skólanum. Anda djúpt.....

Sunday, October 14, 2007

Trainspotting City

Önnur vika og helgi liðin. Tíminn bara flýgur áfram hérna. Mest lítið að frétta samt. Veðrið er búið að vera algjörlega bjútífúl. Hlýtt og lítið rignt. Kannski ljótt að segja frá því þar sem september var sá blautasti á Íslandi í 50 ár. Ég fór í ræktina tvisvar í þessari viku og er sérlega stolt af mér. Aðstaðan er mjög fín og árskortið er bara 75 pund. Ég ætla að skella mér á það því það er algjörlega þess virði. Þvílíkur unaður að geta aðeins reynt á sig. Kemur mér alltaf á óvart þegar mér finnst gaman í ræktinni. Verst að mér finnst ekki svo gaman að ég nenni oftar en 3svar í viku.
Þessi helgi var ansi róleg þar sem María litla var að drukkna í lærdómi. Við kíktum reyndar út á fimmtudagskvöldið og hittum þar óvænt nágranna okkar. Það var fínt að kynnast þeim aðeins betur. Margir þeirra eru að læra tónlist eða vita mikið um tónlist. Reyndar fórum við María út í gær og fengum okkur indverskt á litlum stað sem Kristín reyndar fann. Þegar ég fór þangað með Kristínu sátum við úti og það var róni sem sat á næsta borði (manstu Kristín?). Ég og María sátum á sama borði (takið eftir við sátum úti að kvöldi til :) og sami róninn settist á næsta borð. Stundum finnst mér eins og Edinborg sé minni en Reykjavík. Það bregst ekki að ef maður fer út úr húsi þá hittir maður nokkra nágranna og svo er ég farin að sjá sömu andlitin á götunum.
Ég verð líka að nefna að það er ótrúlegur fjöldi af huggulegum piltum hérna (reyndar líka konum því miður). Líklega eru flestir námsmenn svo þetta eru ekki endilega Skotar. Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er líka töluvert af dópistum hérna og skrítnu liði. Í gær var einn úti á götu að sparka í ruslatunnu. Það er víst ekki af ástæðulausu að Trainspotting gerist hér.
Engar áhyggjur people, ég kann lagið á þessu fólki ;)
Jæja, takk fyrir að lesa þið sem gerið það. Þið eigið heiður skilinn fyrir að nenna því.
P.s. Annað sem ég var að muna. Ég og Kristín fórum út að borða fyrst á Mexíkóskum veitingastað. Ég tók eftir pari sem sat á borði nálægt. Næsta kvöld fórum við á Indverskan stað og var þá ekki sama parið á næsta borði. Þetta var hálf vandræðalegt. Við vorum eins og stalkers (sérstaklega Kristín þó því hún lítur meira þannig út).

Sunday, October 7, 2007

Án sjónvarps en enn á lífi

Eftir slappleika í byrjun vikunnar kom Kristín Ó í heimsókn. Veðurspáin var ekki góð en sem betur fer rættist úr veðrinu. Það var alveg yndislegt. Við gengum því bæinn þveran og endilangan. Ég sá mun meira af borginni en ég hafði gert áður. Svo var kíkt á nokkra pöbba og svona þetta hefðbundna. Kíktum á kastalann og í Greyfriars kirkjugarðinn. Kristínu fannst nú ekki mikið til hans koma og fannst áhugi minn eitthvað óeðlilegur. Ég held hún hafi verið eitthvað skelkuð greyið yfir draugasögunum sem fylgja garðinum ;) En hún var mjög impressed yfir hvað ég vissi mikið um borgina. Sagan um Greyfriars Bobby fékk hana til að vökna um augun (í stuttu máli: lögreglumaður og húsbóndahollur hundur). En það var æðislegt að fá hana í heimsókn og pakka að heiman (bækur og súkkulaði og óvæntan bangsa).
Í dag fór ég svo með Mariu á japanskan veitingastað. Það var virkilega gott svo það kom skemmtilega á óvart. Svo kíktum við í bíó á myndina Control. Þetta er semsagt mynd um Ian Curtis söngvara Joy Division. Allavega mjög fín mynd. Annars verð ég að nefna að ég sá semsagt sjónvarp í fyrsta skipti um helgina síðan ég kom hérna út (nei við eigum ekki sjónvarp). Þetta var þáttur um kynskiptinga og þeir voru svo huggulegir að sýna hvernig þeir breyta karli í konu. Well......let me tell you. Þetta var ekki girnilegt og mig grunar að margur karlmaðurinn myndi falla í yfirlið yfir því sem var sýnt. Anywho, ef þið viljið nánari lýsingar getið þið spurt Kristínu.
Jæja, löng vika framundan. Cheers.

Monday, October 1, 2007

Potluck ofl

Síðasta vika fór að mestu í lestur og lærdóm. Það er bara hreint ansi mikið að gera. Öll fjölskyldan (sambýlingarnir) er búin að vera á haus. Fólk er að læra fram eftir nóttu og jafnvel sleppt því að sofa. Ég þarf kannski ekki að taka það fram að ég er ekki ein þeirra. Ég fúnkera ekki svefnlaus. Annars er fjölskyldan sátt núna og engin rifrildi.
Á meðan ég man. Ég er farin að tjá mig. Meira að segja vorum við í tíma í dag þar sem við vorum 3 í hóp að ræða rannsóknargrein og ég ákvað að segja frá greininni yfir bekkinn þó að hin tvö í hópnum séu með ensku sem móðurmál :) Ég var svakalega stolt af mér. Tek það fram að þetta var kannski ekki sérlega glæsilegt hjá mér en engu að síður.
Á laugardaginn eldaði Apple kínverskan mat handa okkur. Það var tja...áhugavert. Ég er náttúrulega svakalegur gikkur. En ég hefði borðað þetta hjá henni þó þetta hefði verið hundur með lirfusósu. Ég og María kíktum á pöbb um kvöldið en vorum rólegar að vanda. Á leiðinni heim hittum við stelpu sem býr í húsinu og hún bauð okkur í partý. Það kom reyndar í ljós að það var ekki í gangi svo við drifum okkur heim.
Á sunnudagskvöld var svo Potluck í húsinu mínu og næsta húsi við. Þá komu allir með eitthvað að borða og svo áttum við að mingla. Ég og María erum báðar pínu anti-social. En maður gerir sitt besta í svona aðstæðum. Þetta var allt saman nokkuð áhugavert. Það eru sko allra þjóða kvikindi í húsinu. Við stöldruðum reyndar stutt við enda skóli strax í morgun. Ég hef enn ekki hitt neina Íslendinga (heyrði reyndar í tveimur á laugardaginn) en margir hafa sagt mér að þeir hafi íslenskan bekkjarfélaga. Fólki finnst yfirleitt mjög spennandi að ég sé frá Íslandi og ég hef hitt marga Bjarkaraðdáendur. En ég verð að segja frá einu. Kærasti Tiffany trúði því ekki þegar hún sagði honum hvað ég væri gömul. Hann hélt ég væri yngri en 23 ára :) María hélt líka að ég væri yngri en hún en María er 26 ára. Við erum bara að tala um útlitslega hér. Ég fullvissaði mig um það.
Anyways, Starsailor tónleikar í kvöld og svo kemur Kristín Ó í heimsókn til mín á fimmtudaginn. Lucky me. Líklega best að kíkja aðeins í bækur núna. Maður verður víst að gera það eitthvað líka.
P.S. Mér barst kvörtun um að það gætu ekki allir kommentað. Ég held ég sé búin að laga það núna.