Wednesday, August 22, 2007

2 vikur og 2 dagar

Nú eru bara 2 vikur og 2 dagar í brottför til Edinborgar. Þetta er allt við það að smella saman. Eitt og annað á síðustu stundu eins og vera ber. Ég er komin með íbúð á campus sem ég mun deila með þremur sérlega heppnum sambýlingum. Vona að ég verði eins heppin og þeir ;) Ég mun semsagt búa á götu sem heitir Causewayside. Einhvern veginn grunar mig að ég eigi ekki eftir að muna þetta eftir gott pöbbarölt : -) En sem betur fer er gatan mín í miðbænum, nálægt skólanum, ræktinni, pöbbunum og taddarraa..... Princes Street sem er aðal verslunargatan. Ég lofa því að gera mitt besta að forðast búðirnar. Nema það sé eitthvað sem mig nauðsynlega vantar. En ég tek það fram að ég ætla að fara með mjög lítið með mér ;)
Anyways, fyrsta bloggi lokið. Þetta var nokkuð sársaukalaust.
Cheers.